Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 25. júni 1974. TÍMINN 19 JOE JORDAN... sést hér senda knöttinn i netiö hjá Júgóslövum. Júgóslavar léku ruddalega knatt- spyrnu......... — þeir börðu, spörkuðu og beittu öllum ruddalegum brögðum gegn Skotum. Skotar óttu leikinn, en ndðu aðeins jafntefli 1:1 Skotar voru mjög óheppn- ir, að vera slegnir út úr HM á laugardaginn var. Þeir áttu 90% af leiknum á móti Júgóslavíu/ en tókst samt ekki að ná nema 1-1 jafn- tefli. Og þar sem Brasilíu tókst að vinna Zaire 3-0, verða Skotar nú að pakka niður og fara heim en ósigraðir. Hefði Brasilia unnið aðeins 2-0, hefði Skotland haldið áfram ásamt Júgóslavíu. Júgóslavla spilaði mjög haröan varnarlcik, og Skotar, sem höföu fengiö upphringingu frá irska lýö- veldishernum og verið hótaö meö lifláti, áttu þó miklu meira á hættu frá Júgóslövunum, sem böröu og spörkuðu og beittu ölium brögðum, sem þekkt eru i knatt- spyrnu. Var meðaltalið hjá þeim eitt brot á minútu og leikurinn af þeirra hálfu var sýningarleikur, hvernig hægt er að spila knatt- spyrnu á sem ruddaiegastan hátt. Mexikanski dómarinn rak engan þeirra út af, en bókaði þrjá, Oblak, Katalinski og Bajevic. Tveir Skotar voru svo bókaöir fyrir aö svara fyrir sig, eftir að brotiö haföi veriö á þeim, þaö voru þeir Jordan og Hay. Fyrri hálfleikur var algjör eign Skotlands, en Lorimer var mjög óheppinn með skot sln. Tvisvar var bjargað hjá honum á mark- linu, það voru þeir Katalinski og Buljan, sem það gerðu. Þrjú skot hans smugu með stöngunum og Jordan skaut I markmanninn Maric, eftir að Lorimer hafði spilað hann frian. Júgóslavar fengu eitt tækifæri i fyrri hálfleik, Petkovic skaut framhjá i góðu færi. 1 seinni hálfleik hélt sama sókn Skotanna áfram og nú var þar Billy Bremner á ferð, hann hóf allar sóknarlotur á miðjunni, og Morgan og Lorimer voru mjög ógnandi á köntunum. A 72. minútu tók júgóslavneski þjálfar- inn Bajevic út af, eftir að hann hafði brotið ruddalega á Hay og fengið gula spjaldið fyrir. Þetta reyndist mjög viturleg ráðstöfun, þvi að inn á kom maður, sem átti eftir að skora mark fyrir Júgó- slaviu, Karasi. A 81. minútu sóttu Skotar stift, sem endranær, en ónákvæm sending varð til þess, að Dzajic fékk knöttinn á sinum vallarhelmingi. Hann brunaði upp vinstri kant og sendi góða sendingu fyrir markiö, þar sem Karasi stóð einn og óvaldaður og átti ekki i erfiðleikum með að skalla fram hjá Harvey i mark- inu. Minútu fyrir leikslok jöfnuðu Skotar. Hutchis'on sem kom inn á, sem varamaður fyrir Dalglish á 65. minútu, lék upp hægri kant, sendi fyrir markið, Hay breytti aðeins stefnunni á knettinum, sem féll fyrir fætur Jördans. Skot hans var fast og óverjandi fyrir hinn frábæra Maric. Það sem eft- ir var af leiknum reyndu Skotar i örvæntingu að koma inn öðru marki, en það tókst ekki, en þeir hefðu annars átt það fyllilega skilið. Beztu menn Skota i leiknum voru Bremner, Lorimer og Mor- gan, en hjá Júgóslövum var Maric i markinu frábær, einnig var fyrirliðinn Dzajic góður. Leikur þessi fór fram i Frank- furt i steikjandi hita. Ahorfendur voru 56000, og þar af voru 10000 Skotar komnir til að hvetja sina menn. Var sagt eftir leikinn, að eini maðurinn, sem var eins og á heimavelli i þessum leik, hefði verið hinn mexikanski dómari Jeiksins, en hann virtist kunna vel við sig i hitanum. Liðin voru þannig skipuð: Skotland: Harvey, Jardine, Mc- Grain, Bremner, Holton, Buchan, Morgan, Dalglish, Jordan, Hay, Lorimer. Júgóslavia: Maric, Buljan, Hadziabdic, Oblak, Katalinski, Bogicevic, Pekovic, Acimovic, Bajevic, Surjac, Dzajic. O.O. Italir# sendir heim.... Forkeppninni er lokið og 8 lið hafa tekið saman föggur sínar Baráttan um heimsmeistaratitilinn er nú komin i há- mark í V-Þýzkalandi. Forkeppninni er lokið og hafa nú átta lið tekið saman föggur sínar og haldið heim á ieið. Áfram í keppninni halda A-Þýzkaland, V-Þýzkaland, Júgóslavía, Brasilía, Holland, Svíþjóð, Pólland og Argentina. Þó að þessi lönd eigi skilið að leika áfram í baráttunni um að bera kórónu knattspyrnukonungsins, þá er mjög mikil eftirsjá eftir itölum og Skotum, sem hefðu svo sannarlega getað sómt sér vel i lokabarátt- unni um kórónuna. Hverjum datt það í hug fyrir heimsmeistarakeppnina, að italir kæmust ekki áfram úr forkeppninni, ítalir sem voru svo oft nefndir, þegar var talað um úrslitaleikinn sjálfan. Skotar sýndu það, aö þeir áttu skilið að leika í úrslitakeppninni, þeir mega svo sannarlega kvarta undan óheppni. Það, sem helzt kemur á óvart, er aö Sviþjóö skuli ná svona iangt, og eins þaö, aö Argentina hefur slegiö itáliu úr keppninni. Ef iitið er á úrslitin i riölunum, er margt merkilegt, sem kemur i ljós. Pólland er eina liðið, sem vann alla sina leiki. Skotland var slegiö út úr keppninni, en tapaöi samt ekki leik. Sviþjóð og Brasilia hafa ekki ennþá fengið á sig mark. Bæöi Skotland og italia hafa dottiö út úr keppninni á markatölu. Astralia og Zaire voru einu liöin sem ekki skoruðu mark, en Zaire og Haiti voru einu liöin, sem ekki fengu stig. Markhæstu menn I forkeppninni voru Pólverjarnir Szarmach meö 5 mörk og Lato meö 4 mörk. Alls voru skoruð 63 mörk i forkeppninni, eða að meöaltali 2.62 mörk i leik. í fyrsta riðli voru skoruð 9 mörk, i öðrum riðli 16, i þriðja riðli 12 og I fjórða riðli 26 mörk. — Ó.O.—SOS. GIGI RIVA GIANNI RIVERA Rivera og Riva voru settir út Þeir léku ekki með ítalska liðinu gegn Pólverjum ..Þetta er erfiðasta ákvöröun, sem ég hef tekið á starfsferli inin- um".„. sagði þjálfari Italiu, þegar hann tilkynnti aö hann myndi ekki láta þá Gigi Riva og Gianni Rivera leika meö (talska liöinu gegn PóIIandi. Þessi ákvörðun Feruruccio Valcareggt á örugglega eftir að hafa slæmar afleiöingar fyrir starf hans, þvi aö. þessir tveir leikmenn eru taldir beztu leikmenn italska liöisns. Enda hefur þessi ákvöröun hans vakiö geysilega athygli. Og hann getur nagaö sig I handabökin. þvi aö liö hans er nú úr leik I HM-keppninni. Þetta var furöuleg ákvöröun, þvi aö Riva er mesti markaskorari ttalíu og Rivera er bezti tengiliöur ttaliu og jafnvel alls heimsins. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.