Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. júni 1974. TÍMINN 17 Aðeins tíu Blikar Sigurður kjörinn formaður H.S.Í. SIGURÐUR JÓNSSON Sigurður Jónsson, fyrrum einvaldur i handknattleik, var kosinn formaður I^SÍ um helgina á ársþingi sambandsins. Sigurð- ur, sem er kunnur fyr- ir afskipti sin af hand- knattleiksmálum, var t.d. formaður fjáröfl- unarnefndar tJSí fyrir HM-keppnina i A- Þýzkalandi — en þar vann hann ómetanlegt starf. Sigurður hlaut 42 atkvæði i kosning- unni um formanns- sætið, en Jón Ásgeirs- son fréttamaður hlaut 24 atkvæði. Stjórn HSt skipa nú þessir menn: Sigurður Jónsson, Jón Erlendsson, Stefán Agústsson, Birgir Lúðviksson, Jóhann Einvarðsson, Jón Magnússon og Bergur Guðnason. Þéir þrir siðastnefndu tóku sæti i stjórninni nú i fyrsta skipti, en þeir voru kosnir fyrir þá Svein Ragnarsson, Jón Asgeirsson og Jón Kristjánsson, sem gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Viötal við Sigurð birtist hér á siðunni siðar. — SOS. 7 landsliðsmenn í úrvali Oslóar — sem leikur við Reykjavíkurúrvalið í handknattleik Lands- byggðar liðíð — sigruðu Ármann Aðeins 10 Breiðabliksmenn áttu ekki I erfiðleikum með Ármann i 2. deildar keppninni. Blikarnir unnu, 2:1, og léku þeir tiu nær all- an leikinn, því að einum þeirra var visað af leikvelli, fljótlega i fyrri hálfleik. Það var Gísli Sig- urðsson, sem braut gróflega á einum varnarmanni Ármanns. Magnús Pétursson, sem dæmdi leikinn, vfsaði Gisla strax út af. Magnús, sem hafði tvo 11 ára gamla stráka sem linuverði, var svo sannarlega i essinu slnu. T.d. sagði hann við piltana fyrir leik- inn, að þeir ættu að veifa rang- stæðu — ef einhverjir sóknarleik- menn liðanna færu fyrir innan varnrvegginn. Þá tók Magnús upp gula spjaldið I leikhléi og á- minnti einn leikmann Breiða- bliks, sem var á leiðinni inn I bún- ingsklefa. Mörk Breiðabliks skoruðu þeir Guðmundur Þórðarson og Gunn- ar Þórarinsson, en mark Ar- manns skoraði Bragi Jónsson. Haukar, sem hafa tekið stig af Breiðabliki og FH urðu að sætta sig við tap fyrir Selfossi á heima- velli, 0:1. Það var Sigurður Reyn- ir, sem skoraði mark Selfyssinga. Magnús Torfason leikur nú hvern stórleikinn á fætur öðrum með Völsungum. Hann skoraði eitt mark gegn Isfirðingum og var maðurinn á bak við 2:1 sigur Völsunga. Hitt mark Húsviking- anna skoraði Gisli Haraldsson, en mark Isfirðinga skoraði Tryggvi Sigtryggsson úr vitaspyrnu. __________________— SOS. 2. DEILD Ármann—Breiðablik 1: :2 Ilaukar—Selfoss 0: ; 1 Völsungur—isafj. 2; 1 FH 6 3 3 0 13:2 9 Þróttur 6 3 3 0 9:5 9 Breiðabiik 6 3 2 1 15:3 8 Völsungur 6 3 1 2 11:11 7 Haukar 6 2 2 2 7:7 6 Selfoss 6 3 0 3 7:10 6 Ármann 6 1 0 5 7:17 2 isafjörður 6 0 1 5 2:16 1 Markhæstu menn: Guðmundur Þórðarson.Breiðab. 6 Ólafur Danivalsson, FH 5 Sumarliði Guðbjartss. Selfoss 4 Leifur Helgason, FH 4 Jóhann Hreiðarss., Þrótti 4 Næstu leikir: Á miðvikudagskvöldið leika á Þróttarvellinum Þróttur—Selfoss og á föstudagskvöldið leika i Hafnarfirði Haukar—Árinann. Reykjavikurúrvalið i handknattleik, sem leik- ur við úrvalslið Osló- borgar, hefur nú verið valið. Það verður erfitt verkefni fyrir leikmenn Revkiavikurúrvalsins að sigra norska liðið, þvi að það er nær eingöngu skipað núverandi og fyrrverandi landsliðs- mönnum — 7 leikmenn i liðinu eru fastamenn i norska landsliðinu. 18 manna hópur hefur nú verið valinn, en Reykja- vikurúrvalið mun leika tvo leiki við úrvalslið Oslóar. I Reykjavikur- úrvalinu eru eftirtaldir leikmenn: Guðjón Erlendsson Fram, Ragnar Gunnarsson Ármanni, Ólafur H. Jónsson Val, Gisli Blön- dal Val, Gunnsteinn Skúlason Val, Jón Karlsson Val, Stefán Gunnarsson Val, Guðjón Magnús- son Val Björgvin Björgvinsson Fram, Sigurbergur Sigsteinsson Fram, Brynjólfur Markússon 1R, Agúst Svavarsson 1R, Einar Magnússon Víking, Haukur Otte- sen KR, Friðrik Friðriksson Þrótti, Trausti Þorgrimsson Þrótti og Sigurgeir Sigurðsson Víkingi. Þjálfari og liðsstjóri verður Þórarinn Eyþórsson, en honum til aðstoðar verður Gunnsteinn Skúlason, sem er fyrirliði Reykjavikurúrvalsins. Reykja- víkurúrvaliðhefur einu sinni áður leikið I borgakeppni i handknatt- leik. Það var gegn Kaupmanna- hafnarúrvali, og lauk þeim leik með jafntefli, 17:17, i Laugar- dalshöllinni. — SOS. GUNNSTEINN SKCLA- SON...fyrirliði Reykjavikurúr- valsins. — sem mætir Reyk javíkurúrvalinu í knattspyrnu Landsliðsnefnd KSl hef- ur nú valið lið lands- byggðarinnar, sem leik- ur gegn Reykjavikurúr- valinu á laugardalsvell- inum á sunnudaginn. Liðið er nær eingöngu skipað leikmönnum frá Keflavik, Akranesi og Vestmannaeyjum, á- samt einum leikmanni frá Akureyri. í liðinu eru eftirtaldir leikmenn: Þorsteinn Ólafss. Í.B.K. Arsæll Sveinss. i.b.v. Ólafur Sigurvinss. l.B.V. Óskar Valtýss. Í.B.V.' örn Óskarss. Í.B.V. Ástráður Gunnarss. Í.B.K. Karl Hermannss. Í.B.K. Ólafur Júliuss. Í.B.K. Grótar Magnúss. Í.B.K. Jón Gunnlaugss. Í.A. Jón Alfreðss. Í.A. Matthias Hallgrimss. l.A. Karl Þórðars. i.A. Björn Láruss. Í.A. Gunnar Austfjörð í.B.A. Gisli Torfason Í.B.K. ★ Tvö stlg til Eyja Eyjamenn nældu sér itvö stig I 1. deildar keppninni á laugardag- inn, þegar þeir iéku gegn Akur- eyringum. Leiknum sem fór fram á Akureyri, iauk með sigri Eyja- manna, 3:0. Mörkin skoruðu þeir örn Óskarsson, Sveinn Sveinsson og Tómas Pálsson. Þjóðhátíðarmót Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur mun minnast 1100 ára byggða Reykjavík með stórkostlegu íþróttamóti daganna 29. júní — Mesta iþróttamót hér á landi verður haldið i Reykjavik um næstu helgi. Þjóðhátiðar- nefnd Reykjavikur heidur þetta mót i til- efni 1100 ára byggð- ar i Reykjavik, og mun það standa frá laugardeginum 29. júni, til miðvikudags- ins 3. júli. Hingað hef- ur nú verið boðið i- þróttafólki frá öllum höfuðborgum Norður- landanna, og koma hingað allir beztu i- þróttamenn, sem höf- uðborgirnar hafa upp á að bjóða. Um helg- ina verður keppt i öll- um iþróttum, sem stundaðar eru hér á landi, og munu um 1200 manns taka þátt i þessu stórmóti. Borg- arkeppni fer fram i fimm iþróttagreinum, sundi, handknattleik, körfuknattleik, borð- tennis og badminton. Urvalsliðið frá Osló mun keppa i handknattleik, frá Helsinki kemur körfuknatt- leikslið, sundmenn koma frá Stokkhólmi, og frá Þórshöfn koma borðtennis- og badmin- tonkeppendur. Þetta þjóðhátiðarm ót Reykjavikur hefst á laugar- daginn, en þá keppa drengir og stúlkur i frjálsum iþróttum á Laugardalsvellinum: Sigl- ingar fara fram á Skerjafirði, og I Laugardalshöllinni verður r i 3. júlí keppt i fimleikum, lyftingum, júdó og glimu. A sunnudaginn keppir úrvalslið Reykjavikur við úrvalslið frá landsbyggð- inni i knattspyrnu, og sundmót fer fram i Laugardalslaug- Á mánudaginn verður keppt I badminton, borðtennis, körfuknattleik og handknatt- leik I Laugardalshöllinni. Sundmótinu verður fram haldið á þriðjudaginn. Þá verður einnig keppt i blaki, körfuknattleik og handknatt- leik. Þjóðhátiðarmótinu lýkur svo á miðvikudaginn, en þá verður keppt i knattspvrnu. — SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.