Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 25. júnl 1974, Rætt við Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttarsambands bænda: Verulegar umbætur á lánamálum bænda síðustu tvö ár Stofnlánadeildin fær 665 milljónir til ráðstöfunar og allar sögur um afturkipp uppspuni AÐ UNDANFÖRNU hefur verið rætt mikið um lánasjóði atvinnu- veganna og skort á lánsfé til framkvæmda. Morgunblaðið hefur verið að fræða lesendur sina um, að fé skorti til útlána og að ekkert væri gert af hálfu stjórnvalda til að leysa úr láns- fjárþörfinni. Blaðið hefur búið til alls konar furðusagnir t.d. um Stofnlánadeild landbúnaðarins, m.a. að lánsumsóknum bænda yrði ekki svarað, aö engin lán yrðu afgreidd til kaupa á dráttar- vélum að þessu sinni og fleira þess háttar. Blaðið sneri sér þvi til formanns Stéttarsambands bænda, Gunnars Guðbjartssonar, og spurði hann, hvernig þessi mál stæðu. Hann sagði, að stjórn Stofn- lánadeildar landbúnaöarins hefði á fundi 4. júni rætt horfurnar i þessu efni. Þá lágu fyrir upp- lýsingar um, að deildin hefði til ráðstöfunar um 665 milljónir króna. Þó er ekki endanlega séð, hvað Framkvæmdasjóður rikis- ins lánar deildinni á þessu ári, en I þessari áætlun er reiknað með 375milljónum króna frá sjóðnum. Búizt er við, að það geti orðið verulega meira, þegar búið er að taka endanlegar ákvarðanir um fjármögnun fjárfestingarsjóð- anna. A grundvelli þessara upp- lýsinga ákvað stjórn Stofnlána- deildarinnar á umræddum fundi að gefa bændum, sem sótt hafa um lán til framkvæmda á þessu ári, loforðum afgreiðslu lána eins og venja er til, að uppfylltum venjulegum skilyrðum. Fyrirvari er settur um að lánakjör, þ.e. vextir.kunniaðgeta breytzt. Hafi bændur ekki fengiö skrifleg svör um þetta, er það fyrir seinagang I skrifstofukerfinu. Þá var einnig gengið út frá óbreyttri reglu um afgreiðslu dráttarvélalána. Fyrir misskilning hjá starfsmönnum Búnaöarbankans á ákvæðum 5. gr. laga um verðstöðvun frá 21. maí sl., þar sem getið er um hugsanlega breytingu á lána- kjörum, varð stöðvun á afgreiðslu dráttarvélalána i nokkra daga. En á fundi stjórnar Stofnlána- deildarinnar 18. júnf sl. var ákveðiö, að þeim lánveitingum yrði haldið áfram að óbreyttum reglum á þessu ári. Þann dag var búið að afgreiða frá sfðustu ára- mótum lán til kaupa á 128 dráttarvélum. Bætt og aukin lán Lánamál bænda hafa á tveim siöustu árum verið verulega bætt. Með breytingum á lögum Stofn- lánadeildarinnar á árinu 1973, sem Halldór E. Sigurðsson beitti sér fyrir, var henni fengið stór- aukiö fjármagn og þá voru lánareglur lika bættar verulega. Teknar hafa veriö upp lán- veitingar til bústofnskaupa, jarðakaupalán hafa tvfvegis verið hækkuð. Þau voru 1971 200 þús, kr, að hámarki, en eru nú kr. 600 þús. Lánað er til kaupa á mjólkurkælum og mjaltakerfum i fjós, og fleira mætti nefna, sem breytt var i betra horf. Lffeyris- sjóður bænda hefur aðstoðaö við fjármögnun til bústofnskaupalán- anna og jarðakaupalánanna, og einnig er hann farinn að lána sér- F/?A JFL UGFELÆGiNU Starfsfólk óskast Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða skrif- stofustúlku til starfa i bókhaldsdeild fé- lagsins. Vélritunar- og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 3. júli n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum félagsins. Einnig óskast karl eða kona til ræstinga- starfa. Vaktavinna. Upplýsingar um það starf hjá Sverri Jónssyni, stöðvarstjóra, i sima 16600. FLUGFELAG ÍSLANDS Landbúnaðarráðuneytið 24. júni 1974. Laus embætti Embætti héraðsdýralækna i eftirtöldum umdæmum eru laus til umsóknar: 1. Barðastrandarumdæmi 2. Kirkjubæjarklaustursumdæmi Laun samkvæmt hinu almenna launa- kerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1974. stök lán til þeirra, sem byggja ibúðarhús, til viðbótar lánum Stofnlánadeildar og eru þau lán á þessu ári 150 þús. til þeirra sjóð- félaga hans, er hefja byggingu ibúðarhúsa 1974, en voru 100 þús. kr. á sfðasta ári. Pólitiskir dragbitar — Éghef þó, sagði Gunnar, orð- iö fyrir vonbrigðum með tvennt I sambandi við lánamál land- búnaðarins. Hið fyrra er, að þeir, sem mynda meirihluta i stjórn Búnaðarbankans, þ.e. fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, vilja ekki láta fé úr sparisjóðsdeild bankans i útlán á vegum Stofn- lánadeildarinnar — ekki nema þá I smáum stil og til bráðabirgða, á meðan fé er útvegað annars staðar frá til deildarinnar. •1 þessu er mikil breyting á við- horfum frá þvi, sem var, þegar Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson gengust fyrir stofnun bankans til styrktar land- búnaðinum. Ég tel, að á þessu þurfi að verða breyting. Stofnlánadeildin hefur ekkert að gera f Búnaðarbank- anum, sé hún hornreka bankans. Bændasamtökin geta áreiðanlega séð um rekstur hennar á fullt eins hagkvæman hátt, eins og bankinn gerir. Stjórnir samtakanna skilja miklu betur þarfir landbúnaðar- ins heldur en fulltrúar pólitfskra flokka, sem litil eða engin tengsl hafa við landbúnaðinn, en skipa nú meirihluta bankaráðs Búnaðarbankans og hafa þvf á vissan hátt úrslitaáhrif á rekstur deildarinnar. Hitt atriðið, sem valdið hefur mér vonbrigöum, sagöi Gunnar, er skipting Framkvæmdastofn- unar rikisins á fé til lánasjóðs at- vinnuveganna. Mér finnst lánd- búnaðinum of þröngur stakkur skorinn i því efni. Fyrir liggur, að nauðsynlegt er á næstu fimm árum að endurbyggja verulegan hluta sláturhúsa og mjólkur- samlaganna i landinu. Til þess þarf mikið fé. Það hefur ekki verið litið með sama skilningi á þessi verkefni eins og á eflingu togaraflotans og endurbætur frystihúsanna, sem mjög vel er sinnt og meö ágætum árangri. Hvort tveggja eru þó bráðnauðsynleg verkefni. Reynt hefur verið að þrýsta Stofnlánadeildinni til að taka verðtryggt fé til útlána til vinnslustöðvanna. Ég veit, að lifeyrissjóðir launþegasam- takanna gera kröfu til verð- tryggingar á þvf fé, sem þeir lána, og það er vel skiljanlegt af þeirra hálfu. En þetta fé verður þá að fara I þær fram- kvæmdir, sem eru utan verð- lagshamla, svo sem til byggingaframkvæmda I þétt- býlinu. Stofnlánadeildin getur ekki notað nema mjög litiö af slfku fé. Aöstaða landbúnaðar- ins er ekki þannig, aö verð- bótum á sllkt lánsfé veröi velt út I verðlagið eins og vföa annars staðar gerist, og verð- tryggingin myndi að óbreyttri verðlagslöggjöf veröa til þess að skerða kjör bænda frá þvf sem nú er. n i Kjör bænda hara batnað Hvað viltu segja um kjaramál bænda? — Undanfarin þrjú ár hafa kjör bænda batnað og verulega minnkað sá munur, sem var á tekjum þeirra í samanburði við tekjur annarra stétta. Mest hefur munað um það, að bændur hafa Gunnar Guðbjartsson á Hjaröar- felli fengiö leiðréttingar á verðinu ársfjórðungslega, bæði vegna hækkaðs verðs á rekstrarvörum og á kaupgjaldi. Þá hefur árferöi lika verið tiltölulega hagstætt landbúnaðinum. Gert var ráð fyrir, að verðlags- löggjöfin yrði endurbætt sam- kvæmt ákvæðum í stjórnarsamn- ingi núverandi stjórnar. Land- búnaðarráðherra skipaði nefnd til að endurskoða lögin um Fram- leiösluráð landbúnaðarins haustið 1971. í þeirri nefnd voru fulltrúar allra stjórnaflokkanna, auk fulltrúa bændasamtakanna. Nefndin varð sammála um til- lögur til breytinga á löggjöfinni, sem Stéttarsambandsfundur hefur sfðan lýst stuðningi við. Frumvarpið var lagtfyrir Alþingi 1972. Sjálfstæðisflokkurinn snerist á móti málinu á Alþingi og siðan gerðist það óliklega, að verkalýðsflokkarnir fetuðu í slóð hans og fengust ekki til að sam- þykkja frumvarpið og gerðu með þeirri afstöðu ómerka fulltrúa sina I undirbúningsnefnd málsins. Lagabreytingin átti að bæta stöðu bænda, og alveg sérstak- lega tryggja rétt þeirra, sem við erfiðust skilyrði búa, og stefndi þvi til aukins jafnréttis i þjóð- félaginu. Það eru þvf mikil von- brigði, að flokkar, sem kenna sig við félagshyggju, jafnaöar- og samvinnustefnu, skyldu ekki fást til að veita málinu lið. Vonandi kenna bændur frambjóðendum þessara flokka rétta lexfu I kosn- ingunum nú. Lífeyrissjóðurinn lyftistöng — Hafa ekki orðið umbætur I annarri landbúnaðarlöggjöf að undanförnu? — Jú, jarðræktar- og búfjár- ræktarlögunum hefur verið breytt mjög til bóta og eru nú meira I takt við þarfir land- búnaðarins en áður var. Þá hefur löggjöfin um lifeyris- sjóð bænda verið endurbætt i samræmi viö fengna reynslu. Sú löggjöf er afar þýðingarmikil. Aldrað sveitafólk fékk um 50 milljónir króna á siðasta ári i lff- eyri frá sjóðunum. Og Sjóðurinn hefur á verulegan hátt átt þátt I aö bæta lánakjör bænda, svo sem áður segir. Sú löggjöf er einhver allra þarfasta réttarbót, sem bændur hafa fengið á siðustu árum. Margt fleira mætti nefna. Ungur drengur beið bana Gsal—Reykjavík — Dauðaslys varö á gatnamótum Ægisgötu og öldugötu á laugardagskvöld um klukkan 22.30. Ungur piltur, Friðfinnur Sigurðsson, fæddur 25. júnf 1959, til heimilis að Nýlendu- götu 16, beið bana, þegar hann klemmdist á milli girðingar og bils. Tildrög slyssins voru þau, að leigubfl var ekið suður Ægisgötu, sem er aðalbraut, og Volvobil var ekið austur öldugötu, og tók öku- maður bílsins ekki eftir stöðv- unarskyldumerkinu. Skipti það engum togum, að bilarnir rákust, saman, og við áreksturinn rak ökumaður Volvo-bílsins höfuðið harkalega f framrúðuna. Við höggið missti hann stjórn á bif- reiðinni með þeim afleiðingum, að billinn hélt stjórnlaus áfram og lenti á dreng, sem sat á hjóli við girðingu á gagnstæðu horni. Klemmdist drengurinn milli bílsins og girðingarinnar og var látinn, þegar komið var með hann á Slysavarðstofuna. : Engan í útlegð [ til Ástralíu x B J| *s V it' Hann slapp með skrekkinn, drengurinn sem á þetta hjól. Hann hjólaði I veg fyrir bilinn og hljóp sfðan heim grátandi. Arekstur þessi varð á gatnamótum Garöastrætis og Ránargötu á föstudagskvöld um klukkan 8,30. Þar sem haldiö var, að drengurinn kynni að hafa slasazt eitthvað, var hann fluttur i Slysavarðstofuna, en hann reyndist ómeiddur. Tfmamynd: JIM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.