Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 25. júni 1974. TÍMINN 21 Urðu óðir af gleði — þegar Argentínumenn fréttu úrslit leiks Póllands og Italíu Argentínumenn urðu óðir af gleði og dönsuðu sannkallaðan striðsdans, þegar þeir fréttu i hálfieik, að Pólverjar höfðu 2- Oyfir Itölum i hálfleik. Staðan i leik Argentfnu og Haiti var þá 2-0 fyrir Argentinu og þurftu þeirþvi aðeins að bæta vi.ð einu marki i seinni hálf- leik, til þess að komast áfram, ef Pólverjarnir héldu forskoti sinu. Argentinumenn unnu seinni hálfleik 2-1 og leikinn 4- 1, og nægði það fyrir þá til aö komast áfram á markatölu. Þegar þeir fréttu úrslit i leik Póllands og ítaliu ætlaði allt vitlaust að verða, og áhang- endur Argentinu á áhorfenda- pöllunum ruddustinn á völlinn til að fagna Argentinumönn- um. Leikur Argentinu og Haiti var einstefna á mark Haiti, eins og búizt var við, en mark- vörðurinn góði, Francillon kom i veg fyrir miklu stærra tap sinna manna. Þegar eftir 18 minútna leik leiddu Argentinumenn með 2-0. Fyrra markið skoraði marka- kóngur Evrópu, Yazalde, en hann leikur með portúgalska liðinu íiporting Lisabon. Siðara markið skoraði svo Houseman, sem skoraði markið á móti ítaliu. Enn sóttu svo Argentinumenn, en allt strandaði á Francillon i marki Haiti. Staðan i hálfleik var þannig 2-0. í seinni hálfleik upphófst sami leikurinn, og á 54. minútu skoraði hinn mjög svo siðhærði Ayala þriðja mark Argentinumanna. Emmanuel Sannon skoraði mark Haiti eftir mistök i vörn Argentinu á 65. minútu, en Argentinu- mennirnir voru fljótir að svara fyrir sig, og aðeins tveim minútum siðar lá knött- urinn i marki Haiti og var þar Yazaldi að verki i annað skipti. Myndi nota Bremner Haft er eftir kappaksturs- hetjunni frægu, Jackie Stewart, sem varð heims- meistari i fyrra, að ef hann þyrfti að nota mann til að knýja bilinn sinn áfram myndi hann nota Billy Bremner. Dansaðí Buenos Aires... „Argentina vann, Argentina vann”.hrópaði fólkið á göt- um Buenos Aires, þegar þær fréttir bárust, að Argentinu- menn væru búnir að tryggja sér sæti i 8-liða úrslitunum. Fólkið i höfuðborg Argentinu dansaði um götur borgarinnar, aigjöriega tryllt af gleði, veifandi fánum og söng. Fólkið fagnaði eins og „hetjurnar þeirra” hefðu orðið heimsmeistarar með sigrinum yfir Haiti. Það er ekki til nema einn Cruyff ■ - ■ ,• _ , ••. ■ ■ Superstjarnan Johan Cruyff var maðurinn á bak við sigur Hollands á móti Búlgariu 4-1. Var hann svo áberandi bezti maður á vellinum, að jafnvel hinn frábæri Christo Bonev féll algjörlega I skuggann af honum. Sigur Hollands var of litill miðað við gang Ieiksins og hefði hann hæglega getað endað með tveggja stafa tölu, ef Hollending- arnir hefðu ekki verið svona kærulausir, eftir að sigur þeirra var orðinn augljós. Strax á 6. mlnútu leiksins var Cruyff brugðið innan vítateigs, og hinn ástralski dómari leiksins, Tony Bockovic, varð fyrstur allra til að dæma vitspyrnu 1 þessari heimsmeistarakeppni. Neeskens skoraði úr spyrnunni, en hann þurfti að tvitaka hana, þar sem markvörðurinn hreyfði sig of fljótt i fyrra skiptið. A 45. mlnútu leiksins sendi Cruyff „draumasemngu” inn I vlta- teiginn til Wil Jansen, sem þá var brugðið. Dómarinn dæmsi um- svifalaust vitaspyrnu, sem Neeskens skoraði örugglega úr aftur. Hollendingar áttu aragrúa af tækifærum I fyrri hálfleik fyrir utan þau, sem nýttust. Aftur á móti voru upphlaup Búlgaranna sárafá, en næst komst Bonev þvi að skora mark. 1 seinni hálfleik hélt Cruyff áfram glansleik slnum og sendingar hans splundruðu vörn Búlgara. Kæruleysi þeirra, sem á móti tóku, varð til þess,að ekki urðu mörkin fleiri en 4. Þriðja markið kom á 71. minútu, þegar Johnny Rep skoraði eftir fyrirgjöf Cruyffs. A 78. minútu varð Krol fyrir þvi óhappi að setja knöttinn i sitt eigið mark á mjög klaufalegan hátt, og minnkaði þannig muninn I 3-1. En Hol- lendingar áttu lokaorðið og varamaðurinn deJong skoraði siðasta markið, auðvitað eftir sendingu frá Cruyff. Leikur þessi fór fram I Dortmund að viðstöddum 54.000 áhorfend- um, þar af 30.000 Hollendingar, sem öskruðu sig hása af hrifningu yfir hverju þvi, sem undramaðurinn Cruvff gerði. Hollendingar eru nú taldir liklegastir til að verða heimsmeistar- ar, þvi að þeir — ásamt Pólverjum — hafa sýnt langbeztu leiki keppninnar til þessa. En það er ekki til nema einn Cruyff, og gæti það ráðið úrslitum keppninnar, að svo vill til að hann leikur með landsliði Hollands. — ó.O. JOHAN CRUYFF... sýnir hvern snilldarleikinn á fætur öðrum. Vill leika Evrópu — segir „Haiti-kötturinn" „ícg hef mikinn áhuga að gerast atvinnumaður með eitthverju félagsliði i Evrópu” .... sagði hinn „fljúgandi Haiti- köttur” Henry Francillon, mark- vörður Haiti. Francillon hefur vakið mikla athygli i HM- keppninni, fyrir frábæra inarkvörzlu. Nokkur þekkt féiagslið hafa nú áhuga á að fá Francillon. Það má búast við, að hann skrifi undir samning við eitthvert þeirra nú á næstu dögum. Hellström heldur markinu hreinu... — hann hefur varið mark Svía d aðddunarverðan hdtt. Svíarnir voru einum of góðir fyrir Uruguay-menn Sviþjóð kom mjög á óvart, þegar lið þeirra vann Uruguay 3-0 i Dusseldorf á sunnudaginn. Ahorf- endur voru aðeins 17.000. Ekki voru bundnar miklar vonir við Sviana fyrir keppnina, en þeir hafa barizt eins og hetjur og kom- ust I gegnum forkeppnina án þess að fá á sig mark. Er þar stærstur hiutur Ronnie Heilström í mark- inu, sem oft hefur varið á undur- samlegan hátt, þegar mark virt- ist Iiggja i loftinu. í fyrri hálfleik leiksins sóttu Uruguaymenn mest, en Sviar áttu þess á milli vel útfærð skyndiupphlaup. Þrátt fyrir hve tap Uruguaymanna er stórt, var sagt, að þessi leikur hafi verið sá bezti, sem þeir spiluðu i keppn- inni. Vörn Svia var vel á verði sem oftar og ekki komu Uruguay- menn knettinuin i mark. Þeir áttu skot rétt framhjá og Hellström i markinu bjargaði einnig oft vel. Skyndiupphlaup Svianna voru RONNIE HELLSTRÖM..... hefur varið frábæriega. hættuleg, en ekki tókst þeim að binda endi á þau sem skyldi. Munaði þar mestu um, að Ove Kindvall misnotaði þrjú góð færi. Síðari hálfleikur var ekki nema minútu gamalf, þegar fyrsta mark Svianna kom. Ove Kindvall gaf góðan bolta fyrir mark Uru- guay, Rolf Edström var þar fyrir og drap boltann fallega áður en hann skaut sannkölluðu þrumu- skoti á markið, sem hinn frábæri Mazurkiewicz átti ekki mögu- leika á að verja. Eftir þetta mark sóttu Uru- guaymenn mikið, þvi nú urðu þeir að skora tvö mörk, ef þeir ætluðu sér að komast áfram. Denis Millar skaut i slána á sænska markinu og einu sinni var einn sænski varnarmaðurinn nærri búinn að skora sjálfsmark, þegar hann breytti stefnu á bolta, sem var á leið til Hellströms, en honum tókst að bægja hættunni frá á siðustu minútu. Annað mark Svia kom svo á 74. minútu. Aftur var Kindvall á ferðinni, er hann lagði góðan bolta fyrir Roland Sandberg, sem var nokkuð fyrir utan vitateig. Skaut hann óverjandi skoti að marki, i stöng og inn. Eftir þetta mark var Kindvall tekinn út af og Thorstenson settur inn á. I fyrsta skipti, sem hann kom við boltann, gaf hann góða sendingu fyrir markið og Edström var þar fyrir og stýrði knettinum i netið. Við þetta mark gáfu Uruguaymenn upp alla von og Sviar létu sér nægja þennan sigur. Var þvi litið um tækifæri siðasta korterið. Hjá Svium voru beztir þeir Hellström i markinu, Bo Larsson á miðjunni og svo marka- maskinurnar, Edström og Sand- berg frammi. Uruguaymenn reyndu eins og þeir gátu, en Sviarnir voru bara einum of góðir fyrir þá. ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.