Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 12
TÍMINN Þriöjudagur 25. júnl 1974. Þri&judagur 25. júni 1974. TÍMINN „Ég hlakka til heima og sjá að eiga hvað ég hér get gert" er fengin full vitneskja um hvern hlut, til hvers hann var notaður og hvernig unnið var með honum á sinum tima. Það er ekki nóg að eiga á safni góðan torfspaða, ef enginn veit til hvers og hvernig hann var notaður. Þvi þarf að lýsa, bæði I oröum og myndum, og það er einmitt þarna, serh vitneskja gamla fólksins er svo dýrmæt. Hana verður að nýta, áður en það er um seinan. Fær- eyskir stúdentar, sem stunda nám i Kaupmannahöfn á vetrum, hafa unnið mjög mikið starf á þessu sviði heima hjá sér á sumr- in. Þannig hefur verið reynt að tengja saman prófverkefni náms- manna annars vegar og safnið hins vegar. Svo eiga Fræeyingar auðvitað lika við sömu vandamál að striða og aðrir, þegar ný húsagerðarlist ryður sér til rúms. Gömlu, fær- eysku húsin voru mjög sérstæð, þau voru litil og lág, með torfþaki þar sem tyrft var ofan á næfra, og með tjargaðri framhlið úr timbri. Stundum voru grjótveggirnir tveir, en hinir úr timbri. 1 Færeyj- um er húsum oftast þannig valinn staður, að framhliðin er undan brekku og veit i suður. Hún var þvi oftast, eöa nær alltaf, úr timbri, en hitt, sem upp i brekk- una sneri, gat verið úr öðru efni. en grind húsanna var alltaf úr timbri. Um siðustu aldamót komu timburhús, byggð á háum kjallara. Seinna voru þau port- byggð með kvisti. 1 húsunum var „reykstofa” og „glasstofa”, og var hin fyrri gluggalaus, en hin siðari með gluggum og þiljuð inn- an. — Hafa verið gerðar rannsókn- ir á byggingartækni og húsakosti Færeyinga? — Já, það hafa margir haft áhuga á þvi máli, og fyrir tveim árum var hafin mikil könnun fær- eyskra húsa. Safnið gekkst fyrir þvi, að lýst yrði i orðum öllum færeyskum húsum, sem til voru við upphaf siðustu heimsstyrjald- ar, og þau ljósmynduð. Þessi vinna er þegar komin vel á veg. Þegar öll húsin verða þannig komin á spjaldskrá, á að velja þau hús úr, sem talin eru svo ein- kennandi fyrir færeyska húsa- gerðarlist, að þau megi alls ekki glatast. Siðan geta eigendur þessara húsa fengið hafst. lán til þess að endurreisa þau og enn- fremur ráð og leiðbeiningar um, hvernig það skuli gera. — Ætla þeir þá að búa áfram i þessum húsum, ef þeir byggja þau upp á eigin kostnað? — Það er alltaf miklu æski- legra að hús standi á sinum upp- haflega stað. Og það er lika tvi- mælalaust betra, að haldið sé áfram að búa i húsunum, en þau ekki látin standa auð. Með nútima tækni er vel hægt að búa svo um, að húsið veröi þægilegt og gott til ibúöar, án þess að eðli þess breyt- ist, — en að visu þarf þá til að koma skilningur þeirra sem i hús- inu búa, á hlutverki þess. Það er þá hvort tveggja i senn, verustað- ur fólks og menningarsöguleg heimild. Ahugi á gömlum húsum og fornminjum er geysimikill i Færeyjum um þessar mundir, þvi nú er mönnum að verða ljóst, hvað það er, sem þeir eru að missa. Fiskimaður, fjármaður, mjaltakona — En hvað var að gerast i sjálfu safninu, þegar þú varst þar? — Það, sem sjálfsagt hefur verið afdrifarikast, var, að fjárveitingin til safnsins var mjög góð þau ár. Það var ráðinn kenn- ari að safninu, að visu aðeins i hálft starf, en þó var það til mjög mikilla bóta. Hlutverk sliks safns er nefnilega ekki sizt fræðslu- starfsemi, og ekki aðeins fyrir skólanemendur, heldur engu sið- ur fyrir allan almenning. Jafn- framt höfðum við myndasmið, sem myndaði alla gripi safnsins, sem siðan voru allar númeraðar og skráðar. Þetta tel ég mjög nauðsynlegan þátt safnstarfsins, ekki sizt þar sem söfn eru i örum vexti, eins og þarna er. Vinnuað- staða var orðin mjög góð á skrif- stofu safnsins, þegar ég var þar, en aftur á móti fór geymslurýmið þverrandi, eins og oft vill verða á söfnum, það er þeirra eðli að vaxa og hlaða utan á sig. Og það eru ekki aðeins litlir stofumunir, sem bætast i búið, heldur einnig bátar og vélar. í upphafi sóttust söfnin aðallega eftir hlutum, sem voru mjög gamlir, verðmætir eða listrænir. A siðari tlmum hefur þetta breytzt og verkahringur safna vikkað til mikilla muna. Nú eru komin til sögunnar atvinnuleg og þjóðháttaleg sjónarmið og sum söfn halda sig meira að segja nærri eingöngu á þeim vettvangi. Þá er lögð höfuðáherzla á að finna góð dæmi um lifnaðarhætti fólks á serstökum stöðum, á tilteknum tima og jafnvel i einstökum at- vinnugreinum. Þá er ekki verið að leita að hinu einstæða og óvenjulega, heldur er reynt að finna góða fulltrúa fyrir hið al- menna lif þjóðarinnar. Til þess að finna þetta, skrá það og varð- veita, getur þurft bæði ljósmynd, segulband og penna — auk hlutar- ins sjálfs, sem á safninu er geymdur. I atvinnuháttum gleymist það fljótt, sem ekki eru lengur not fyrir. Eins er þetta með örnefni. Menn þekkja fyrst og fremst nöfn þeirra staða, þar sem leiðir þeirra liggja i hinni daglegu önn. Þessu til skýringar vil ég segja dæmi frá Færeyjum, sem mér þótti ákaflega athyglisvert. Sjómaður, sem ég ræddi við,þekkti nöfn á hverju skeri, steini og flúð á svæðinu sem næst lá leið hans á miðin. Hann þekkti lika svo til hverja þúfu á strönd- inni upp I tiu til fimmtán metra hæð yfir sjó, en þá var þekking hans á þrotum. Þá hitti ég að máli smala. Hann vissi litið um nöfn i fjörunum, en þar sem þekkingu sjómannsins þraut, tók hans þekking við. Og hann þekkti bók- staflega hverja þúfu, laut og hól þaðan og upp á efstu brún. En með þessu er ekki öll sagan sögö. I landareign fjárhirðisins höfðu konur gengið út i haga á hverjum degi, kvölds og morgna til þess að mjólka kýr, en i Fær- eyjum voru kýr jafnan mjólkaðar úti. Þessar mjaltakonur áttu sin örnefni á leiðinni _r þær gengu til mjaltanna og þær kunnu marg- ar sögur, sem tengdar voru þeim nöfnum. Þannig bjó hver yfir sinum fróðleiksforða, sem tengd- ur var daglegu lifi og störfum. Það er þetta, sem Færeyingar eru að gera núna. Þeir ætla ekki aðeins að skrásetja öll örnefni, heldur hverja sögu.sem þeim er tengd. Hvert kviaból og hver f jár- gata (þær heita á færeysku geil- ar) eiga sina sögu, og þær þarf að skrá, þvi að bráðum verða þær aðeins minningin ein, hagnýt not þeirra eru óðum að hverfa. — Voru ekki stundum sýning- ar i safninu, þegar þú varst þar? — Jú, fyrir kom það, og það fannst mér alveg sérstaklega gaman, þvi áhugi fólksins var svo mikill. Mér er i minni, þegar við fengum myndir frá sýningunni Isiandia, sem haldin var hér i Norræna húsinu i Reykjavik. Það var kaldur nóvemberstormur, — Raett við nýráðinn borgarminjavörð Islenzku við okkur. En það kom alltaf talsvert margt af Islending- um til okkar, og þess vegna heyröi ég hana oft talaða. — Þú hefur þá veriö komin af barnsaldri, þegar þú fórst að læra máliö? — Nei. Þegar ég kom hingað til tslands i fyrsta skipti, var ég að- eins fimm ára. Þá var ég hér heilt sumar, og þá lærði ég máliö. Seinna var ég tvö sumur i sveit á Islandi, það var á Hvanneyri i Borgarfirði. Það var bráð- skemmtilegur timi, aö þvi ógleymdu, að þá styrktust mjög tengsl min við islenzkuna. — Hvað tók svo við hjá þér að stúdentsprófinu loknu? — Ég fór til Lundar og byrjaði á að læra norrænu, en siðan forn- leifafræði og loks þjóðháttafræði. — Laukst þú prófi i þessu öllu saman? — Já. Kerfið er þannig, að maður getur tengt saman marga liði i einu prófi. Ég tók fil. kand. próf árið 1964, en hélt svo áfram með þjóðháttafræðina og fór til Englands og var þar háskóla- kennari i þjóðháttafræði i Leeds. Leeds er sjálfsagt aðallega kunn Islendingum vegna þess, að þar er stórt islenzkt bókasafn (safn Boga Melsted), og þar er kennd islenzka. — Þarna hefur þú unað þér vel innan um Islenzkar bækur? — Já, það var óviðjafnanlegt að hafa allar blessaðar ferðasög- urnar, sem svo mikið er af i safn- inu, svona alveg við hendina. Færeyjar eru heillandi land Næst fór ég til Kaupmanna- hafnar og vann þar á Dansk folkemuseum, sem er deild i danska þjóðminjasafninu. Að þvi loknu fór ég til Fæeryja. — Hvað varstu lengi þar? — Ég var þar i hálft annað ár og likaði mjög vel að vera þar. Þar er allt svo hlýlegt og vinalegt, bæöi land og fólk. Ég kom þar fyrst árið 1964 og skrifaði þá rit- gerð um breytingar á atvinnu- háttum og vinnubrögðum I Nólsey á þessari öld. Af eðlilegum ástæðum hafði ég alltaf haft mikinn áhuga á eyjun- um úti i Atlantshafinu, Færeyjum og Islandi. Ég hafði stundað nám I Osló, þar sem hinn ágæti fær- eyski fræðimaður, Mortan Nolsöe var kennari minn, og þvi var mér það kærkomið að fá aö dveljast i Færeyjum og kynnast landi og þjóð. — Er ekki alltaf þoka og rign- ing i Fæeryjum? — Nei, nei, langt i frá! Að visu rignir þar nokkuð oft, en þar er alltaf hlýtt. Birtan er sibreytileg, og það er ekki sizt hún, sem gerir landið svo aðlaðandi sem raun ber vitni. Fyrir mig voru Færeyjar ekki sizt heillandi vegna þess, að þar er margt likt og á íslandi og lika þvi sem er I Danmörku. Færeyjar eru einhvers staðar þarna mitt á milli. Þeim sem kunnugir eru á tslandi, finnst margt gamaldags i Færeyjum, og það er einmitt sú hlið á færeysku þjóðlífi, sem Is- lendingum þykir skemmtilegust. Það er ekki fyrr en á siðustu ár- um, sem hæ^t er að tala um peningaveltu i Færeyjum. Fisk- verð hefur farið hækkandi, Fær- eyingar fiska með nýtizku skipum og afli hefur verið góður. — Eru lifsgæðakapphlaupið og hraðinn þá komin til Færeyinga eins og flestra annarra þjóða hér á Vesturlöndum? — Sem betur fer, held ég að flest sé rólegra i Færeyjum en annars staðar, þar sem ég þekki til. Færeyingum er tamt aö hugsa sitt ráð og fara sér að engu óðs- lega. Þeir hugsa sem svo, að þótt gott sé i ári i svipinn, þá sé engan veginn vist að svo verði alltaf. Þess vegna kappkosta þeir ekki aö eyða hverjum eyri um leið og hans hefur verið aflað, heldur reyna þvert á móti að leggja ein- hvern hlut teknanna til hliöar og eiga varasjóð, ef á þarf að halda siðar. Þetta þýðir þó ekki, að þeir neiti sér um öll þægindi. Þeir hafa til dæmis keypt mikið af góðum heimilistækjum og eru þar siöur en svo eftirbátar annarra. At- vinna er næg og kaupgjald frem- ur hátt, svo ekki er annað hægt að segja, en að almenn velmegun sé i landinu. Föroya Fornminnissavn er vaxandi menningar- stofnun — En viltu ekki segja okkur eitthvað um safnið sem þú vannst við i Færeyjum? — Jú, það vil ég gjarna. Föroya Fornminnissavn er 75 ára gömul stofnun. Það er að visu ekki mjög umfangsmikið safn, en það er mjög athyglisvert að þeir skyldu stofna það fyrir svo löngu, og það hefur að geyma marga góða muni úr gamla bændasamfélaginu i Færeyjum. Þessir munir eru geymdir uppi á lofti hjá bóka- safninu, og þar biða þeir eftir nýj- um húsakynnum. Svo er lika sérstök deild með veiðarfærum og bátum, en færeyski báturinn er eitt af sérkennum verkmenningar Færeyinga. Sjálft safnið var upp- haflega litil stofnun, sem hafði vaxið upp af starfi áhugamanna. En á siðari árum hefur það stækkað og eflzt, enda verður svo að vera, ef það á að fylgjast með timanum. Þegar örar framfarir verða i húsabyggingum og vega- gerð, eins og nú á seinni árum, er óhjákvæmilegt að margt komi i ljós, sem jörðin geymir. Þessa hluti þarf að taka til handar- gagns, og það strax, en það tákn- ar vitanlega, að fljótt þregnist i húsakynnum safnsins. I Kvivik var grafið upp langhús frá vikingatima, algerlega sam- bærilegt við önnur vikingaaldar- hús, sem fundizt hafa. Rústir þess geta allir séð, sem til Kvivfkur koma. I Tjörnuvik hafa lika verið grafin upp gömul hús, en niður- stöður þeirra rannsókna hafa enn ekki verið birtar. Ennfremur hef- ur mikil vinna verið lögð i Kirkju- bæ, sem margir Islendingar kannast við. Þar hefur mikið ver- ið grafið, enda var áhugi Færey- inga á Kirkjubæ vaknaður þegar fyrir hundrað árum. A siðari árum hafa verið teknar upp rannsóknir á þjóöháttum. Fjárveitingar til þessara hluta hafa verið rausnarlegar, þvi nú eru menn farnir að skilja, hversu örar breytingarnar eru og hve hætt er við að maður „missi af strætisvagninum”, ef ekki er ver- ið vel á verði. Gamla fólkið, sem enn er á lifi, getur sagt frá sam- félagi, sem nútimamönnum getur sýnzt hreint miðaldaþjóöfélag, þótt i raun og veru sé þaö ekki al- veg svo, því að óneitanlega er mikill munur á miðaldaþjóðfélagi og þeim samfélagsháttum sem núiifandi menn þekkja. Varðveizla færeyskra húsa Fram að þessu hefur aðal- áherzlan verið lögð á söfnun muna, en það er ekki nema hálfur sigur I þvi fólginn, á meðan ekki Þetta hús stóö áður inni I mi&ri Reykjavlk og hét þá Laufásvegur 31. Nú er það komib aO Arbæ. EINS OG ÞEIR VITA, sem fylgzt hafa meö fréttum útvarps og blaða á landi hér upp á si&kast- ið, hefur nú verið ráðinn nýr borgarminjavöröur I Reykjavlk. Það er Nanna Stefania Her- mannsson, fil. lic. Hún er svo ný- komin hingað til lands, að það má heita sjálfsagður hiutur að kynna hana ofurlitiö islenzkum blaða- lesendum, og þvi brá blaðamaður frá Timanum sér upp að Arbæ fyrir skömmu og spjallaöi viö hana litla stund. Nanna Her- mansson var gestrisin og góð heim sð sækja, svo sem vænta mátti, og leysti með stakri þolin- mæði úr fávíslegum spurningum gestsins. íslendingur i aðra ætt- ina, Svii i hina. — Fyrst langar mig að spyrja þig, Nanna: Hvar áttir þú heima, áður en þú komst hingað að Ar- bæ? — I Sviþjóð, þar sem ég fæddist og ólst upp. Þetta er samt ekki min fyrsta ferð til tslands, þvi að ég kom hingað fyrst strax á barnsárum. Móðir min er is- lenzk. — Hvaðan af íslandi er hún? — Faðir mömmu var Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Hún fæddist á ísafirði, en ólst upp á Sauðárkróki. Móðir min lærði hjúkrun hér á tslandi, en stundaði framhaldsnám i Sviþjóð og giftist þar. Siðan hefur hún verið búsett i Helsingborg. Faðir minn er Svii, lögfræðingur að mennt, og heitir Olle Hermansson. — Þú hefur þá auðvitað gengið hina venjulegu leið menntaskóla og háskóla? — Já, ég var fyrst i skóla i Helsingborg, en svo fór ég til Is- . lands og var i menntaskólanum á Akureyri. Ég settist i fimmta bekk árið 1958, og lauk stúdents- prófi á Akureyri vorið 1960. — Það er þess vegna, sem þú talar svona góða islenzku. — Ég veit nú ekki, hvort ég tala hana alveg nógu vel. Það var ein-, göngu töluð sænska á æskuheimili minu i Helsingborg. Við krakkarnir svöruðum mömmu alltaf á sænsku, svo það þýddi ekkert fyrir hana að reyna að tala Stúlkur I þjó&búningum á tröppum Dillonshúss. EMBÆTTI borgarminjavarðar i Reykjavik er bæði umfangsmikið og vandasamt, og veltur þvi á miklu, að það sé vel skipað. Við þvi hefur nú tekið ung kona, NANNA HERMANSSON, islenzk i aðra ættina en sænsk i hina. Hún fæddist og ólst upp i Sviþjóð, en var sem barn i sumardvöl i is- lenzkri sveit, tók stúdentspróf frá menntaskólan- um á Akureyri vorið 1960 og talar islenzku ágæta vel. Blaðamaður frá Timanum hitti Nönnu á heimili hennar i Árbæjarsafni fyrir skömmu og ræddi við hana um stund. Fer það samtal hér á eftir. Við bjóðum Nönnu velkomna til íslands og ósk- um henni alls velfarnaðar i hennar ábyrgðar- mikla embætti. uærri eins og hann getur orðio verstur I Færeyjum, þegar sýningin var hjá okkur, en fólkið kom samt, og meira að segja bæði börn og fullorðnir. Hér er fagurt um að lit- ast — Já, við gætum vist talað um Færeyjar i allan dag, en timinn liður og ég má ekki tefja þig endalaust. — Hvenær var það, sem þú réðist að Arbæjarsafninu? — Ég tók hér við störfum fyrsta dag aprilmánaðar nú i vor. — Þú litur þetta þá að nokkru með gestsaugum ennþá? — Já, það má vist alveg orða það svo. Ég hlakka mjög til þess að sjá, hvað i þessu starfi er fólg- ið, þvi það er langt frá að mér sé það allt ljóst enn sem komið er Hér er mjög mikið starf óunnið, en það liggur ekki allt á yfirborð- inu, heldur leynir á sér, eins og safnvinna er vön að gera. Það hafa verið gerðar margar framtiðaráætlanir hér og ég vona að við getum hrundið þeim i framkvæmd, sumum að minnsta kosti. Svæðið hér i kringum Arbæ er framúrskarandi fagurt og vel lagað til sinna nota. Ég veit ekki, hvort hér er fegursta útsýni i allri Reykjavik, þvi það er viða harla gott, en þetta er að minnsta kosti meö þvi fallegasta. — Það er stundum sagt, að við tslendingar séum viðkvæmir fyr- ir þvi, sem annarra þjóða menn segja um land okkar og þjóð. Engu að siður langar mig að spyrja þig, hvernig þér lizt á þetta hvort tveggja, þegar þú nú Nanna Hermansson. Lesmál: Valgeir Sigurðsson AAyndir: Guðjón Einarsson kemur hingað til þess að setjast hér að. — Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja. Mig er lengi búið að langa til þess að koma hingað til veru, og þegar ég sá þetta starf auglýst, fannst mér það eins og hvatning til min. Ég hlakka til að eiga hér heima og sjá, hvað ég get gert hér. — VS. Ennþá er uppi tippið á Svíum Leikfélag Hafnarfjarðar: Leifur, Lilla, Brúður og Blómi eftir Suzanne Osten Tónlist: Gunnar Edander Leikstjórn: Kári Halldór Þýðing: Hörður Torfason Hvort heldur sem litið er á Leif, Lillu, Brúði og Blóma sem foreldrafræöslu i uppeldismál- um eða tilraun i leikstjórn eða leiktúlkun hefur hvorki höfundurinn, Suzanne Osten og samskaparar hennar né leik- stjórinn neitt nýtt og frumlegt, ihugunarvert og gáfulegt til fyrrnefndra mála að leggja. Þar sem aðeins er leitast viö af veikum mætti og tak- markaöri andagift aö sýna með nokkrum títttuggðum dæmum og þvældum i hverju vanræksla, ábyrgðarleysi og kærleiksleysi foreldra gagnvart börnum sin- um sé fólgin, hlýtur leikhúsverk þetta að vera litt fallið til að vekja djúpar hræringar i brjóst- um manna, valda þeim sam- vizkukvölum, hvetja þá til að gera iðran og yfirbót, tileinka sér sannkristilegt hugarfar temja sér aukið umburðarlyndi gagnvart afkvæmum sinum. I Leifi, Lillu, Brúði og Blóma kynnumst viö fólki, sem hefur hvorki tima né löngun til að sinna börnum sinum né auðsýna þeim ómissandi ástúö og hlýju Ýmsar ólikar manngerðir eru leiddar hér fram á samtiðar- sviö, eins og til að mynda lang- þreytt og taugaveikluð úti- vinnukona, — hjón, sem eru á barmi skilnaðar, önnur hjón, sem heyra ekki harmagrát barns sins vegna glaums heims- ins og gleði og loks enn önnur hjón, sem stunda hvatalif af sliku algleymi, að þau mega ekki vera að þvi, að hugsa um ávexti hvilubragða sinna. Eins og i öðrum sænskum nútimaverkum af sama sauða- húsi, er hispursleysi og „raun- sæi” ákaft haldiö á loft. Eftir fjögurra stafa sagnorði, sem smábarn beinir til foreldra sinna, aö dæma, mætti ætla, að sænsk börn séu kynþroskaðri og búi yfir meiri oröaforða heldur en Islenzkir jafnaldrar þeirra. Þótt siðar verði vikiö litillega að frammistöðu leikenda, er rétt að geta þess þegar i stað, að Þóra Lovisa Friöleifsdóttir og Hörður Torfason sýna ótviræð- ustu tilþrif sýningarinnar á meðan fyrrnefnd hjón eru i heljargreipum frygðar. Hvilik innlifun og iþrótt! Þótt þetta sé fremur rislágt verk og ófrumlegt, þá eru höfundum þess þrátt fyrir allt ekki alls varnað. A stöku staö bregöur fyrir smáglettni og hugdettum, sem vekja hlátur þakklátustu áhorfenda. Þóra Lovisa Friðleifsdóttir á nokkrar þokkalegar leikstundir, enda þótt auðheyrt sé, að hvell- ur rómur spillir enn fyrir heil- steyptri persónusköpun. Túlkun Haröar Torfasonar er yfirleitt slétt og felld. Honum hættir þó til aö ýkja sitthvað og ofgera, eins og t.d. skælur Blóma litla og grettur. Að minu viti eru þau Sigriður Eyþórsdóttir og Gunnar Magnússon jafnbetri, stilörugg- ari og aðsópsmeiri heldur en fyrrnefndir leikarar, en vonandi skilur enginn orð min svo, að þau fari á hreinum kostum leik- inn á enda. Leikstjórnarhæfi- leikar Kára Halldórs eru enn sem komið er óráðin gáta og þess vegna veröur ekki fjölyrt um þá hér. Reykjavik 18/6 Halldór Þorsteinsson 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.