Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. júni 1974. TÍMINN 9 50 mílurnar hafa gjörbreytt óstand- inu ó íslandsmiðum Rætt við Hjdlmar Vilhjdlmsson, fiskifræðing Hjálmar Vilhjálms- son, 36 ára gamall fiski- fræðingur skipar 10. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins i Reykjavik við þessar kosningar. Hjálmar er þjóðkunn- ur fyrir rannsóknir sinar á loðnu og kenningar um loðnugöngur, sem m.a. hafa orðið til þess að loðnuveiðar eru að verða þýðingarmikill at- vinnuvegur og hluti af sjávarafla íslendinga. Við hittum Hjálmar að máli nú fyrir skömmu og inntum hann eftir þvi, hvers vegna hann skipar sér i röð þeirra er vinna að þvi að Framsóknar- flokkurinn eflist, en hann hefur ekki áður tekið virkan þátt i stjórnmálum. Er á móti öfgum — Hvers vegna tókstu sæti á fra mboðslista Framsókn- arflokksins? — Ástæðan til þess að ég fylgi Framsóknarflokknum er sú fyrst og fremst, að mér er illa við allar pólitlskar öfgar og tel að öfga- laust beri að vinna að stjórnmála- legum vandamálum. Ég vil styðja framfarir i þessu landi, og tel Framsóknarflokkinn bezt fall- inn til þess að koma þeim málum fram, án óþarfa röskunar i þjóð- félaginu, sem oftast fylgir öfga- mennskunni. — Mér hefur einu sinni áður verið boðið að taka sæti á fram- boðslista flokksins en hafnaði þvi þá, þviég tel að min verkefni liggi ekki á stjórnmálasviðinu. — Ég hefði lika sagt nei nú, ef ýmis öfgaöfl, sem mér leizt hreint ekki á, hefðu ekki sagt skil- iö við flokkinn og gengið i lið við aðra flokka, sem hentuðu þeim betur. — Aðdragandi þessara kosn- inga er óvenjulegur. Sótt er að Framsóknarflokknum úr öllum áttum, og sprengiframboðin geta orðið honum hættuleg. Þess vegna vildi ég ekki skerast úr leik að þessu sinni. Mikill árangur af 50 milunum — Svo vikið sé að landhelgis- málinu. Ýmsir halda þvi fram að útfærslan i 50 sjómilur hafi ekkert raunverulegt gildi. Sóknin á mið okkar hafi ekki minnkað teljandi við samningana við Breta. Hvað segir þú um það? — Þetta er alrangt. 50 milurnar hafa gjörbreytt ástandinu á Is- landsmiðum. Það sem menn oft gleyma er það að geysiöflugur erlendur togarafloti færist til milli fiskimiða i Atlantshafi. Sterkir áragangar i Barentshafi uröu til þess aö þjóðirnar stefndu skipum sinum þangað um það leyti og áður en landhelgin var fært út hér. Misheppnað klak i Barentshafi á seinni árum varð til þess að skipin urðu að leita annað til þess að fiska. Ef ekki hefði ver- ið búið að færa út landhelgina hér við land, þá hefðu fiskveiðiþjóð- irnar beint sinum skipum af full- um þunga á Islandsmið. Við sjá- um að brezkum togurum fjölgaði á íslandsmiðum. Það vildu sumir skilia sem mótmæli. Það væri sterkt að auka sóknina á Islands- mið I pólitiskum tilgangi. Þetta varekki pólitik, þetta voru aðeins fullkomlega eðlileg viðbrögð. Það vantaði fisk og hann var ekki lengur i Barentshafi og þvi stormuðu þeir til íslandsmiða. Sama hefði gerzt með rúss- neska, pólska og austur-þýzka út- hafstogara, sem mjög hafa komið við eyðileggingarsögu fiskimiða við Nýfundnaland og viðar, en þessar þjóðir hafa viðurkennt landhelgina með þvi að halda skipum sinum fyrir utan 50 mil- urnar. — Þetta verða menn að hafa i huga, þegar staðan i landhelgis- málinu er skoðuð. Að einblina á afla- tölur Breta i þorskastriðinu segir sem betur fer ekki alla söguna. Búið er að bægja stóru útnafs- togurunum frá tslandi i eitt skipti fyrir öll, þótt staðið hafi á form- legri viðurkenningu. 50 milna útfærslan hef- ur gert friðunarsjónar- miðum gagn — Sérstaklega vil ég lika taka það fram, að sú mikla umræða, sem varð I sambandi við land- helgismálið og 50 milurnar hafa gert mjög mikið gagn, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur kennt mönnum að lita hafið og náttúruna öðrum augum en þeirgerðu. Mönnum er það nú ljóst að auðlindir hafsins eru ekki óþrjótandi og þetta hefur oröið til þess, að mjög sterkt al- menningsálit hefur skapazt gegn hvers konar rányrkju og sóun á náttúruauðlindum hafsins og það er mikill ávinningur. Ég tel að það hafi orðið hugarfarsbreyting, sem gjarnan hefði mátt koma fyrr. — Nokkuð sem þú vilt segja sérstaklega við kjósendur. — Já, ég vil biðja alla góða menn að kjósa með framförum og kjósa þá, er hafa staðið að friðun hafsins og uppbyggingu atvinnu- lifsins um allt land. En fyrst og fremst vil ég vara við flokksbrot- um og öfgaöflunum, sem ekkert erindi eiga inn á þingið. Framsóknarflokkurinn hefur áratugum saman unnið að mark- vissri uppbyggingu og almennri félagshyggju, öfgalaust og af þrautseigju. Ég vil þvi hvetja menn til að greiða honum atkvæði sitt. JG Hítarvatnsslysið Gsal-Reykjavik. — Mennirnir tveir, sem drukknuðu i Hitarvatni að morgni laugardags, þegar bát þeirra hvolfdi á vatninu, hétu Björn Jónasson, 36 ára, til heimilis að Flúðum, Hrunamannahreppi, og Erling Kalman Alfreðs- son 37 ára, til heimilis að Unnarbraut 8, Seltjarn- arnesi. Þeir láta báðir eftir sig konur og börn. Slysið varð um klukkan 6.30 á laugardagsmorgun, og var eng- inn sjónarvottur að slysinu. Tveir félagar Björns og Erlings voru sofandi i tjaldi skammt frá vatn- inu, og vaknaði annar þeirra við hróp utan af vatninu. Þegar hann kom út úr tjaldinu, sá hann hvar bátur þeirra var á hvolfi um 200 metra frá landi, og voru mennirn- ir þá báðir utan á bátnum. Fór hann strax að leita hjálpar og hitti hóp fólks, sem voru á tal- stöövarbil. Slysavarnafélaginu var strax gert viðvart. Þegar maðurinn kom aftur að tjaldinu og leit út á vatnið, voru mennirnir horfnir frá bátnum, og sást ekkert til þeirra. Slysavarnafélagið sendi strax þyrluna Gná af stað uppeftir með froskmenn, og eins fóru menn frá björgunarsveitinni i Borgarnesi að Hitarvatni með báta. Fyrstu fréttir af slysinu voru mjög óljósar, en strax og ljóst var, að um alvarlegt slys var að ræða, voru gerðar ráðstafanir til að fjölga leitarmönnum, og kom m.a. björgunarsveit Slysavarn- arfélagsins á Akranesi að vatninu meö slöngubáta og útbúnað til að slæða vatnið. Ennfremur komu fleiri froskmenn til leitar. Allan laugardaginn var leitað að líkunum, og tóku nokkrir tugir manna þátt i leitinni. Siðdegis á laugardag fannst lik annars mannsins, en hitt likiö fannst um klukkan eitt um nótt- ina. Bílvelta í Hveradölum SJ-Reykjavik A sunnudagsmorg- un valt Volkswagenbifreið skammt vestan við Skiðaskálann i Hveradölum. Okumaður, sem var einn i bilnum, slasaðist og er talinn höfuðkúpubrotinn. Slysið var á beygju neðan við skálann. Bifreið og ökumaður voru úr Reykjavik. Tók að þessu sinni sæti á framboðslista Framsóknarflokksins, en hafði óður neitað að vera í framboði Hvetur alla til að kjósa B-listann í kosningunum Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, sem skipar 10. sætiö á fram- boðslistanum í Reykjavik. Hjálmar hefur vakið mikla athygli fyrir rannsóknir sinar á loðnu, sem meðal annars hafa oröiö til þess að loönuvertiöin hefur nú skipt um svip og unnt hefur revnzt að skipu leggja veiðarnar frá grunni, þannig að veiðarnar hafa aiikizt og marg- faldazt. Hjálmar er sonur Vilhjálms Iljálmarssonar, alþingtsmánns frá Brekku i Mjóafirði. Hann hefur ekki tekið þátt i stjórnmálum fyrr, en telur.sig nú þurfa að styðja framsóknarmenn, þar sem sprengiframboð hafa skapaö nýja hættu. Hjálmar býr i Reykjavik og er kvæntur Kolbrúnu Sigurðardóttur og eiga þau 4 börn. Húseigendur — Bændur Tökum að okkur alls konar viðgerðir og viðhald, utanbæjar sem innan. Vanir menn. Simi 3-76-06 kl. 8-10, annars skila- boð. Megrunar Fæst í öllum apótekum KEX AAEGRUN ÁN SULTAR SUÐURLANDSBRAUT 30 P. O. BOX 5182 REYKJAVlK - ICELAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.