Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 24
GKÐI fy/rir góótm mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hvort er heppilegra til leiðsagnar í kjörklefunum: Það, sem fólk hefur séð og lifað á nýliðnum órum — eða hægriáróður ,fviðreisnar '-manna, sem létu landflótta viðgangast JH — BH — Reykjavik — Allir vita, hvað áunnizt hefur við at- vinnubyltinguna, sem orðið hefur I landinu á siðustu þrem árum. t stað atvinnuleysis, iandflótta og vantrúar á framtið fjölda byggðarlaga, hafa komið ærin verkefni handa hverri hönd, sem vinna vill, heimfýsi og trú á landið og gæði þess. Svo að segja hvert einasta byggðarlag, sem hefur hafnaraðstöðu, hefur fengið skuttogara eða hlutdeild i sifku skipi og það hvarflar ekki að nokkrum manni, að slik miðlun mikilvirkra atvinnutækja hefði átt sér stað, ef „viðreisnar”- stjórninni hefði ekki verið hrundið af staiii 1971 og vinstri- stjórnin mynduð. Atvinnubyit- ingin er verk hennar i samvinnu við dugmikið fólk um land allt. Timinn hefur enn á ný rætt við menn úti á landi, sem sannarlega hafa kynnzt hvoru tveggja, „við- reisninni” og þvi, sem henni fylgdi, og siðan þeirri gerbylt- ingu sem varð, þegar til valda kom stjórn sem hafði fullan vilja til þess að koma til móts við fólkið og veita þvi þá fyrirgreiðslu, sem dugði. Nemendum i gagn- fræðaskóianum fækkaði um þriðjung Siglufjörður var eitt af olboga- börnum „viðreisnar”-stjórnar- innar, enda lá við borð, að þar færi allt i kaldakol, þrátt fyrir mikla atorku heimamanna. — Það talar kannski hvað skýrustu máli, að nemendum gagnfræðaskólans fækkaði úr 210 niður I 140, og svo aftur, að nú hefur þeim þó fjölgað upp I 160, sagði Jóhann Jóhannsson, skóla- stjóri á Siglufirði. Hér var fjöldi fólks atvinnulaus að staðaldri, og hérðan var mikill fólksflutningur árum saman. Fjöldi húsa i kaup- Mistök ÞAU MISTÖK urðu við prentun kosningahandbókar timans, sem fylgdi blaðinu á sunnudaginn, að i stað myndar af ólafi Olafssyni, kaupfélagsstjóra á Hvolfsvelli, fjórða manns á lista Fram- sóknarflokksins á Suðurlandi, birtist mynd af Ólafi E. Ólafssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra i Króksfjarðarnesi. Þetta leið- réttist hér um leið og við birtum hina réttu mynd og biöjum hlut- aðeigendur velvirðingar á mis- tökunum. Hofsós, sem bókstaflega var sem leystur úr álögum. staðnum stóð auður með neglt fyrir glugga, þvi að þeir, sem hröktust burt, gátu ekki selt fast- eignir sinar, nema þá fáir. Og þá var verðið svo lágt, að það var hrein og bein nauðungarsala. Nú hefur þetta snúizt við, svo að heldur er skortur á húsnæði og ofurlitið er byrjað að byggja, Dálítið hefur flutzt hingað af fólki á ný, bæði að sunnan og annars staðar frá. Við höfum fengiö tvo skuttogara, annan I fyrra og hinn i vor, og atvinna má heita næg, svo að jafnvel verður að fá skóla- fólk I uppskipunarvinnu á vetrum, þegar skip koma. Og þetta getum við, sem höfum lifað þessa tvenna sima á Siglufirði, ekki annað sagt en sé umtalsverð breyting — jafnvel atvinnubylting eins og þið hafið orðað það. Togskipin nýju eru bjargvættirnir — Atvinnuleysi mátti heita hér rikjandi um langt árabil, sagði Gunnlaugur Steingrlmsson, vél- virki á Hofsósi, sem var einn þeirra staða, er fullkomið tómlæti var sýnt á „viðreisnar-tlma- bilinu. En nú er skipt verulega um, aö það má segja, að atvinnu- leysiö sé úr sögunni með tilkomu togskipanna nýju — skut- togaranna, sem við Skagfirðingar fengum fyrir tilstuðlun núverandi stjórnvalda, og samstarf er um rekstur á milli Otgerðarfélags Skagfirðinga og útgerðarfélags Nafar hér á Hofsósi. Ég held ég fari rétt með það, aö á öllum stjórnartlma „við- reisnar”-flokkanna á annan tug ára, hafi veriö byggt hér eitt ibúðarhús. Það var engin hreyfing á neinum og við drógumst meira og meira aftur úr. Það tekur sinn tima að vinna það upp. En nú eru þó fjögur ibúðarhús I smiðum, svo að það má sjá, að hugur hefur færzt i fólk, og lokið hefur verið við myndarlegt félagsheimili, sem byrjað var að reisa fyrir meira en áratug, en engin ráð voru til þess að fullgera fyrr en samn- ingar tókust við forsjármenn skólamála um samvinnu. Nú er tvennt, sem okkur ríður á — annars vegar hafnarbætur, hins vegar verulegar endurbætur á veginum á milli Hofsóss og Sauðárkróks. Við fengum fjár- veitingu á þessu ári I höfnina, en það hefur staðið á efni erlendis frá, svo að hæpið er, hvað unnt veröur að gera I sumar, og veginn er verið að hanna. Ég legg enn og aftur áherzlu á, hversu afarnauð- synlegt er, að við fáum góðan veg. „Aðra stjórn? Nei, það væri fráleitt” — Veigamesta málið hjá okkur hérna I Djúpavogi er bygging frystihússins, sem nú stendur yfir, sagði Hjörtur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Djúpavogi, þegar við ræddum við hann i gær. Þetta verður rúmlega 2000 fer- metra hús, og við erum búnir að steypa um það bil 1000 fermetra upp, og reiknum með þvl, að það komist I gagniö á næsta ári. Þarna er reiknað með 40 tonna af- köstum á 10 timum og svo verður þarna vinnsla fyrir saltfiskinn. — Hvernig var vertiðin hjá ykkur? — Vertiðin var nú heldur léleg, en humarinn byrjaði reglulega vel. Það hafa verið hálfgeröar ógæftir I vor. — Hvað er að segja um atvinnu- ástandið? — Það er mjög gott, fólkið hefur haft nóg aö gera, ekki aðeins i fiski, heldur hefur verið mikið um byggingavinnu. Hérna voru reist 10 hús I fyrra og ætli það sé ekki byrjað á einum 12-14 húsum I ár. Þetta er mjög ánægjulegt, hvernig málum er nú komið hér. Fólksflóttanum alveg snúið við — fólki fjölgar hérna, og það er alls- herjaruppbygging á öllum sviðum. — Eruð þið búnir að tryggja hráefnisöflun fyrir nýja frysti- húsið. þegar það kemst I gagnið?' — Já, það er vist hægt að segja það, þetta á að haldast I hendur, nýtt frystihús og kaup á nýjum sicuttogara. Við erum búnir að fá leyfi rikisstjórnarinnar fyrir þeim kaupum. — Og getið þið mannað hann sjálfir? — Já, ætli við höfum ekki eigin mannskap að mestu leyti, þó að við verðum að fara út fyrir byggðarlagið eitthvað til að byrja með. En það þýðir þá væntanlega fjölgun hér i byggð- inni. — Ýmislegt fleira stendur nú sjálfsagt yfir hjá ykkur? — Já, já, við erum að stækka barnaskólann og svo er hafin bygging félagsheimilis. Annars megum við ekkert vera að svona dútli, við verðum að fara að taka á móti ferðamannastraumnum! — Hvað segirðu, ferðamanna- straumnum? — Já, ég er hræddur um, að þið geriö ykkur ekki nándar nærri þvi nógu mikla grein fyrir þvi, þarna fyrir sunnan, hvað opnun hring- vegarins hefur mikið að segja fyrir okkur Austfirðinga. Þetta er okkar langtum stærsta mál, og á eftir að sýna mikilvægi sitt enn betur I framtlðinni. Ég er nú að spaugast með ferðamanna- strauminn, en það er svo sem satt, að hann er byrjaður. Ég skrapp niður á Höfn fyrir nokkrum dögum, og það voru glettilega margir bllar sem ég mætti og voru að koma að sunn- an. Nei, við megum snnarlega vera stjórninni okkar þáttlátir fyrir veginn. — Heldurðu ekki, .að stjórnin njóti vinsælda fyrir austan — eða hefurðu trú á þvi, að Aust- firðingar vilji kalla aðra rikis- stjórn yfir sig? — Aðra stjórn — og stöðva alla uppbygginguna á þessum stöðum? Fara aftur I sama hjakkið? Nei, svo vitlausir held ég ekki, að menn hér séu. Það væri fráleitt. Það er fyrst núna, sem einhver kraftur er i fram- kvæmdunum, og ég held, að það gerisér allir ljóst, að það er þess- ari stjórn að þakka. Ég hef ekki trú á þvi, að menn hér treysti öðrum en ölafi Jóhannessyni og ráðherrum hans til að skila af sér svona stóru máli eins og til dæmis hringveginum — og öllu hinu! Djúpivogur, þar sem nú er verulegur uppgangur. Þar er hringveg inum mjög fagnað. Siglufjaröarkaupstaður, þar sem fólk gekk slyppt frá eignum sinum á ,,viðreisnar”-árunum. Nú hefur fóiki fjölgað á ný eftir þriggja ára vinstristjórn og orðinn hörguli á húsnæði. Ólafur ólafsson kaupfélagsstjóri á Hvolsveili. Hagsæld í heimabyggðx-B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.