Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 25. júni 1974. NÝR FLUGFREYJUBÚNINGUR í BYRJUN næsta mánaðar verða teknir i notkun nýir flugfreyju- búningar hjá Loftleiðum. Verða þá liðin rúm þrjú ár, frá þvi er meiriháttar breytingar voru gerðar á flugreyjubúningum félagsins. Var sá búningur, sem þá var upp tekinn all fráburgðinn þeim hefðbundnu „uniformum” er tiðkazt höfðu fram að þessu, og sniðinn mcir að kröfum kvenlegr- ar tisku. Hinn nýi búningur fylgir sömu hefð kvenleika og tizku, og hafa flugfreyjur sjálfar verið hafðar með i ráðum um útlit hans og snið, efnisval o. fl. Hönnuður er Jón Þórisson og eru búningarnir saumaðir hjá fyrirtæki hans, Model Magasin h.f. Þeir eru dökkbláir að lit, stangaðir með rauðu. Efnið er franskt, svonefnt Soperlaine, en það mun vera blanda af ull og gerviefnum tergal endingargott og krumplast ekki. Búningurinn er kápa, jakki, pils og skokkur — allt i dökkbláum lit. Hattur er rauður „knapahattur”, blússan hvit með stórum rauðum og bláum doppum.hanskar og skór dökkbláir, veski litil rauð hliðartaska og silkilútur i rauð- um, bláum og hvitum litum. Við þjónustustörf bregða stúlkurnar um sig svipmiklum, hárauðum smekksvuntum. Þegar haustar bætast sibuxur við búninginn og hvit eða rauð peysa með rúllu- kraga. Hér sjást nokkrar flugreyjanna skarta hinum nýja búningi. Þær eru Susann Þorvaldsson, Ragn- hildur Gunnarsdóttir og Jenný Matthiasdóttir. NÝBORG Armúla 23 9 Sterkar # Endingargóðar # Auðveldar í uppsetningu 0 Gott verð önnumst uppsetningu Sendum í póstkröfu Plast-bakrennu Almennur kjósendafundur Framsóknarfélögin ó Akureyri og Eyjafjarðarsýslu efna til kosningafundar að Hótel KEA í kvöld þriðjudaginn 25. júní kl. 21. — Frambjóðendur Framsóknarflokksins flytja stutt óvörp. — Þeir: Hilmar Daníelsson Heimir Hannesson Ingi Tryggvason Ingvar Stefán Gíslason Valgeirsson Omar Ragnarsson flytur nýjan skemmtiþátt Fundarstjóri: Jón Kristinsson Stuðningsmenn flokksins eru hvattir til að fjölmenna á þennan síðasta opinbera fund flokksins fyrir kosningar í þessu kjördæmi. — Fundurinn er Öllum opinn og veittar verða kaffiveitingar í sölum hótelsins. — B-LISTINN. Það er ekki ganrýnisiaust að nýi búningurinn er skoðaður. Á viðreisnartíma Viðreisnarstjórnin olli landflótta árið 1969, en það hafði aldrei gerzt áður undir islenzkri rik- isstjórn, og ætti það að nægja viðreisnarstjórn- inni til ævarandi skammar á spjöldum sögunn- ar. Vorið 1969 birtist i Morgunblaðinu auglýsing, þar sem iðnrekendur voru hvattir til að sam- einast um útflutning á þeim vélum, er þeir höfðu notað til starfsemi sinnar. Nokkur dómur er það um viðreisnina. K.Sn. L Söluskattur Hér með úrskurðast lögtak fyrir söluskatti 1. ársfjórðungs 1974, svo og viðbótar- álagningum söluskatts v/eldri timabila. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. A sama tima verður stöðvaður atvinnu- rekstur þeirra, sem ekki hafa gert full skil á söluskattinum, án frekari aðvarana. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 21. júni 1974 Sigurgeir Jónsson. Hestaþing Faxa verður haldið að Faxaborg sunnudaginn 21. júli og hefst kl. 15 með hópreið félags- manna. Keppt verður i þessum greinum: Skeið 250 m, stökk 800 m, stökk 300 m, stökk 250 m, brokk 1500 m. — Gæðinga- keppni A og B flokkur. Gæðingar mæti laugardaginn 20. júli kl. 16. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. júli til Þorsteins Valdimarssonar, Borgarnesi. simi 7190og 7194 eftir kl. 7 á kvöldin. DANSAÐ Á PALLI að loknum kappreið- um: Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.