Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriðjudagur 25. júni 1974. Herta kaupir Alston V-þýzka 1. deildarliðiö Herta i Berlin hefur nú keypt hinn 25 ára gamla Astraliumann Adrian Alston á 200 þús. þýzk mörk. Alston þessi, sem lék með HM-liði Astraliu, er fæddur i Englandi, en gerðist ástralskur rikisborgari. Hann hefur leikið landsleiki fyrir Astraliu. Alston leikur stöðu miðherja og lék meö brezku liðunum Preston North End og Fleetwood, þegar hann var búsettur á Bretlandseyjum. -SOS. JÓHANNES ATLASON.ein- valdur”. Jóhannes „einvaldur” Reykjavíkurúrvalsins — hann hefur valið 16 manna hóp, sem leikur gegn úrvalsliði fró landsbyggðinni d sunnudaginn Jóhannes Atlason hefur verið gerður að „einvaldi" Reykjavjkur úrvalsins í knattspyrnu, en Reykjavíkurúrvalið mun leika tvo leiki á þessu keppnistímabili. Liðið mun leika gegn Kaupmannahafnarúr- vali 4. ágúst n.k. á Laugardalsvellinum, og á sunnudaginn kemur mun liðið mæta úrvals- liði frá landsbyggðinni. Jóhannes hefur nú valið 16 manna hóp fyrir leikinn gegn „Landinu", sem fer fram á Laugar- dalsvellinum á sunnu- daginn. Reykjavikurúrvalið verður skipað eftirtöldum leikmönn- um á sunnudaginn: Diðriki óiafssyni Vikingi, Magnúsi Þorv aldssy ni, Vikingi, Eiriki Þorsteinssyni, Vikingi, Jóhannesi Edvaidssyni, Val, Marteini Geirssyni, Fram, Guðgeiri Leifssyni, Fram, Jóni Péturssyni, Fram, Asgeiri Eliassyni, Fram, Atla Þ. Héðinssyni, KR, Jóhanni Torfasyni, KR Jóhannesi Bárðarsyni, Víkingi. Varamenn verða þessir: Árni Stefánsson Fram, Ólafur Ólafsson KR, Grimur Sæmundsson Val, Óskar Tómasson Vikingi, og Kári Kaaber Vlkingi. -SOS. Hér sjást þeir Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson (t.h.) fylgjast með leik Keflavfkurliðsins, ásamt Sigurði Steindórssyni og George Smith þjálfara. (Tlmamynd Jim). Óþekkjanlegir íslandsmeistarar Bitlaust Keflavíkurlið Ekki er nú hægt að þekkja Keflavíkurliðið fyrir sama lið og það, sem sigraði 1. deildar keppnina glæsilega sl. keppnistimabil — liðið sýnir lítið af þeim baráttu- anda, sem það flaggaði með þá. Það sást greini- lega á laugardaginn, þegar Valsmenn heimsóttu Kefl- víkinga. Þeir Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson hafa skilið eftir stórt skarð í Kefla- víkurliðinu — skárð, sem ekki verður fyllt, fyrr en að þeir byrja aftur að leika gerði jafntefli gegn Val, 0:0 með liðinu. Fjarvera þess- ara sterku landsliðsmanna hefur haft lamandi áhrif á Keflavíkurliðið, sem nú er hægtað líkja við litið lamb, en ekki úlfinn, sem beit svo grimmilega frá sér á síð- asta keppnistímabili. Það virðist enginn leikmaður vera í liðinu núna, sem get- ur hresst upp leikmenn liðsins, eins og þeir Einar og Guðni gerðu. Kefla- víkurliðið er nú orðið mið- lungslið, eins og gamall úlfur, sem er búinn að missa tennurnar. Keflavikurliðið náði aldrei að ógna Valsliðinu á laugardaginn, og leikurinn var frekar daufur Sú litla knattspyrna, sem þar sást, var hjá Valsmönnum, en þeir áttu að geta gert út um leikinn og nælt sér I sinn fyrsta sigur i 1 deildar keppninni. Valsmenn fengu tvö gullin tækifæri til að skora, fyrst Kristinn Björnsson i fyrri hálfleik og siðan Alexander Jóhannesson i siðari hálfleik. 1 bæði skiptin tókst Þorsteini Ólafssyni, markverði Keflvikinga, að bjarga á siðustu stundu. Lauk þvi leiknum með jafntefli, 0:0, og var þetta fimmta jafntefli Valsliðsins i 1. deildar keppninni. Tveir leikmenn voru bókaðir i leiknum, það voru þeir Jón Gislason Val og Steinar Jó- hannsson Keflavik. —SOS. Tvö heims' met á 9 dögum Pólska hlaupa- drottningin Irene Szewinska, setti nýtt heimsmet í 400 m hlaupi á laugardaginn, þegar hún hljóp vegalengdina á 49.9 sek. á frjálsiþróttamóti i Varsjá . Þar með bætti hún heimsmet Jamaica- stúikunnar Marilyn Neufvilla um hvorki meira né minna en 1,1 sek.. Þetta er glæsilegur arangur hjá Szewinsku, sem er nú í stöðugri framför. Szewinska hefur sett tvö heimsmet á 9 dögum, þvi aö hún setti einnig heimsmet I 200 m hiaupi kvenna 13. júni sl. þegar hún hljóp á 22 sek. slettum. -sos. Hinir sterku mæt- ast — úrslifakeppnin hefst á morgun Á miðvikudaginn verður fyrsta umferðin I úrslita- keppninni. Liðunum hefur þegarveriðskiptltvoriðla, sem nefnast A-riðill og B-riðiII. í A-riðli spila A-Þýzkaland, Brasilia, Holland og Argentina, en I B-riðli spila V-Þýzkaland, Júgóslavia, Sviþjóð og Pólland. Virðast þetta vera állka sterkir riðlar, en liklegustu sigurvegarar eru Holland og I B-riðli verður án efa hörkukeppni milli Póllands, Júgóslaviu og V-Þyzkalans. Leikirnir I þessum riðlum verða sem hér segir: Miðvikudagur 26. júni kl. 6.30. A-riðill Holland -,. Argentina I Gelsenkrichen. Brasilia-A-Þýzkaland I Hannover. B-riðill Júgóslavia-V-Þýzkaland I Dusseldorf. Sviþjóð-Pólland I Stuttgart. Sunnudagur 30. júnl kl. 3. A-riðill Holland-Brasilia I Dortmund Argentina-A-Þýzkaland i Gelsenkirchen. A-Þýzkaland-Holland í Gelsenkirchen Argentlna-Brasilia i Hannover. B-riðill V-Þýzkaland-Sviþjóð i Dusseldorf. Júgsóslavia i Frankfurt. Miðvikudagur 3. júli kl. 6.30 A-riðill Sviþjóð-Júgóslavía i Dusseldordf. Pólland-V-Þýzkaland I Frankfurt. STAÐAN Lokastaðan i riðlunum varð þannig: 1. riðill: A-Þýzkaland 3 2 1 0 4-1 5 V-Þýzkaland 3 2 0 1 4-1 4 Chile 3 0 2 1 1-2 2 Astralia 3 0 1 2 0-5 1 2. riðill: Júgóslavia 3 1 2 0 10-1 4 Brazilia 3 1 2 0 3-0 4 Skotland 3 1 2 0 3-1 4 Zaire 3 0 0 3 0-14 0 3. riöill: Holland 3 2 1 0 6-1 5 Sviþjóð 3 1 2 0 3-0 4 Búlgaria 3 0 2 1 1-4 2 Uruguay 3 0 1 2 1-6 1 4. riðill: Pólland 3 3 0 0 12-3 6 Argentina 3 1 1 1 7-5 3 Italia 3 1 1 1 5-4 3 Haititi 3 0 0 3 2-14 0 Það verða þvi A-Þýzkaland, V-Þyzkaland, Júgóslavia, Brasilia, Holland, Sviþjóð, Pól- land og Argentina, sem halda áfram keppni. Markhæstu menn Andrzej Szarmach, Pólland 5 Grzegorz Lato, Pólland 4 Jonny Rep, Holland 3 Dusan Bajevic, Júgósl. 3 Kazimeirz Deyna, Pólland 2 Johnny Neeskens, Ilolland 2 Ralf Edström, Sviþjóð 2 Joe Jordan, Skotland 2 Rene Houseman, Argentinu 2 Hector Vazalde, Argentinu 2 Emmanuel Sanon, Haiti 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.