Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. júni 1974. TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. Sögulegar tilvitnanir í Morgunblaðið Það þarf ekki annað en að fletta nokkrum blöð- um af Morgunblaðinu frá vorinu 1971 til þess að komast að raun um, að fiskveiðilandhelgi Islands væri enn tólf milur, ef ,,viðreisnar”-stjórnin hefði haldið völdum áfram. Þá var stefna Sjálfstæðis- flokksins sú að fresta útfærslunni, a.m.k. þangað til hafréttarráðstefnan væri um garð gengin. Það, sem mestu réði um þetta, var ótti við aftur- haldssaman úrskurð Haagdómstólsins, ef Bretar og Vestur-Þjóðverjar kærðu okkur samkvæmt ákvæðum landhelgissamninganna frá 1961. í forystugrein Morgunblaðsins 4. april 1971, sem hét: Tryggjum rétt okkar með samkomulagi við aðra, var mjög fagnað yfirlýsingu frá stjórn Landssambands islenzkra útvegsmanna, er hófst á þessa leið: ,,StjórnLlú fagnar þeim áhuga, sem fram hef- ur komið hjá þjóðinni um útfærslu fiskveiðilög- sögu. Jafnframt harmar hún, að ekki hefur náðst samstaða á Alþingi um væntanlegar aðgerðir i málinu, þótt fyrir liggi, að allir aðilar virðast keppa að likum markmiðum. Stjórn Ltú telur að leita beri eftir samkomulagi við aðrar þjóðir um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og biða beri með einhliða aðgerðir, þar til séð verður, hvort sam- komulag tekst eða ekki á fyrirhugaðri hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hver réttur þjóða skuli vera um viðáttu fiskveiðilögsögu”. Þarna er ekki verið að tala á neinu tæpitungu- máli um það að fresta eigi útfærslunni fram yfir hafréttarráðstefnuna. Undir þetta tekur Mbl. mjög eindregið i forystugrein 15. april: ,,í tillögum rikisstjórnarinnar i landhelgismál- inu, sem samþykktar hafa verið á Alþingi, er ekki tekin endanleg ákvörðun um það, hvaða dag út- færslan komi til framkvæmda, enda eðlilegt með tilliti til hafréttarráðstefnunnar, sem haldin verður á árinu 1973”. í forustugrein Mbl. 28. april segir svo, að mikil samstaða hafi verið um það á nýloknum lands- fundi sjálfstæðismanna, að timasetja ekki út- færsluna. Hinn 14. mai birtir Mbl. svo viðtal við Noble, viðskiptamálaráðherra Breta, þar sem hann hót- ar nýju þorskastriði, ef íslendingar færa út fisk- veiðilögsöguna einhliða og hefur Mbl. ekkert við þá hótun að athuga. Til að árétta, að ekki sé held- ur mikil hætta á ferðum.segir i forustugein Mbl. 22. mai á þessa leið: „Niðurstöður itarlegra rannsókna um ástand og þol fiskstofnanna við ísland sýna, að þeir eru nú ekki ofveiddir, enda þótt ýmsir sjómenn séu vegna biturrar reynslu á annarri skoðun”. Fleiri dæmi úr forustugreinum Mbl. frá vorinu 1971 þarf ekki að tilgreina. Þetta nægir til að sýna, að íslendingar hefðu enn 12 milna fiskveiði- lögsögu, ef ,,viðreisnar”-flokkarnir hefðu sigraði kosningunum 1971. Þá væri enn fylgt þeirri stefnu, að biða eftir hafréttarráðstefnunni, þótt enn viti enginn hvenær hún lýkur störfum, eða hver niðurstaða hennar verður. Hver treystir til forustu i landhelgismálinu þeim mönnum, sem þannig beittu sér fyrir þvi vorið 1971, að fresta útfærslu fiskveiðilögsögunnar i ótiltekinn tima? Ritstjórnargrein úr The Econonist: Réttur íbúanna verður að ráða Portúgalsstjórn hefur hafið vandasama samninga VALDAAFSAL Portúgala i nýlendunum i Afriku veröur aö byggjast á skýrri grund- vallarreglu, ef það á að vera ómaksins vert, og sú grund- vallarregla hlýtur að vera réttur ibúanna i nýlendunum til þess að ákveða, hver eigi að stjórna þeim. Nýja stjórnin i Portúgaí verður ekki sökuð um neina höfuðskyssu i af- stöðu sinni til nýlendnanna enn sem komið er. Hún hefir lýst vilja sinum til að veita þeim frelsi hverri fyrir sig. Portúgalstjórn hefir þegar hafið samninga um fram- kvæmd þessa áforms i Guineu og byrjað umræður um vopna- hlé i Mozambique. Stjórninni hefir einnig tekizt að koma i veg fyrir, að hvitir harðlinu- menn i Angóla gerðu ráð- stafanir til sjálfstæðisyfir- lýsingar á eigin spýtur, en þar var einna mest hætta á sliku. Fjöllin, sem áður lokuðu leið stjórnar Caetano til friðar, hafa lækkað til mikilla muna og nálgast það nú að teljast fremur til hóla. SUMIR þessara hóla eru óneitanlega allháir og ómögu- legt að komast framhjá þeim. Til dæmis má nefna svertingj- ana, sem hafa barizt I portú- galska hernum, hvitu menn- ina, sem bornir eru og barn fæddir i Afriku, Cape Verde- eyjar, þrjú hundruð mflur undan ströndum Guineu, — en ibúum þeirra kemur siður en svo saman um að vilja lúta stjórn sjálfstæðrar Guineu, — og loks má nefna Asiumenn i Mozambique, sem óttast mjög að lenda áður en varir undir hörðum skóhæl Amins grimma. Efalaust verður deilt um fyrirkomulag og stofnanir, sem bezt fái fullnægt þörfum ibúanna, sem eru afar litið menntaðir og nálega reynslu- lausir i allri stjórn. Einnig mun koma upp alvarlegur ágreiningur um, hve Portúgal, fátækasta rlki Vestur-Evrópu, geti beint mikilli fjárhagsað- stoö til nýlendnanna, sem hafa lagt sitt af mörkum til rikisins á liðinni tið, en þessar nýlend- ur eru óneitanlega meðal van- þróuðustu svæða i Afriku. Við væntanlega samninga um sjálfstæði nýlendnanna verður einnig að taka tillit til áhyggna og ótta ibúanna i granriríkjunum, hvort sem þeir eru svartir eða hvitir. Eins verður að hafa I huga hagsmuni erlendra aðila, einkum þó oliufélaganna, sem eiga miklar eignir i Angóla. Ekki má heldur gleyma stór- veldunum, sem láta sig Ind- landshaf miklu varða og leið- ina fyrir Cape Verde, sem er hernaðarlega mikilvæg. OFANNEFNDIR annmarkar verða efalaust nægilega sverir i fangi og ærin ástæða til að reyna að komast hjá þvi að auka nýjum erfiðleikum við og bæta þannig gráu ofan á svart. Svo gæti þó farið, ef samning- ar strönduðu á ágreiningi um þjóðaratkvæði. Þar er komið að kjarna þess, sem Spinola sagði um sjálfsákvörðunar- réttinn i ræðu fyrir skömmu. Sennilegt er, að meirihluti ibúanna i nýlendum Portúgala I Afriku vilji öðlast sjálfstæði. Meirihluti Guineumanna kann að óska eftir stjórn Sjálf- stæðisflokks Guineu og Cape Verde-eyja (PIAGC), en ibúar Mozambique að óska eftir stjórn Frelimos. Meiri vafi leikur á um af- stöðu ibúanna i Angóla og á Cape-Verde-eyjum. Skæru- ef Portúgalir sjá um atkvæða- greiðsluna, og eins af þvi, að Portúgalir hafi hvorkir rétt til að bjóða frelsi né synja um það. FRELIMO olli mestu um þann gang nýlendustyrjaldar- innar, sem var undirrót og ástæða valdatöku Caetanos. Forustumennirnir kunna þvi að telja aðstöðu sina það góða, að þeir þurfi ekki að slaka neitt til, en það væri miður farið. Mjög er brýnt að koma á friði i Mozambique og koma þar á laggirnar rikisstjórn, sem getur talið sig fulltrúa- stjórn ibúanna. Hvorki Portúgalir né for- ustumenn Frelimo hafa reynslu i framkvæmd kosn- inga. Þarna gæti birzt gagn- legt að leita aðstoðar Samein- uðu þjóðanna og láta þær hafa eftirlit með atkvæðagreiðslu, þar sem ibúar Mozambique gætu annars vegar greitt at- kvæði með eða móti sjálfstæði og hins vegar með eða móti stjórn Frelimo. Vitaskuld yrði að gera ráð fyrir, að Samein- uðu þjóðunum takist að til- nefna hlutlausan aðila til þess að hafa eftirlit með atkvæða- greiöslunni. Ef til vill yrðu úr- slitin Frelimo i hag, en ef ekki væri atkvæðagreiðslan engu siður réttlætanleg. Ef úrslitin yrðu Frelimo hagstæð væri fullnægt þeirri ósk Portúgala, að afhenda meirihlutanum völdin i land- inu. Forustumenn Frelimo gætu þá tekið við stjórnar- taumunum án þess að þurfa að lúta valdi Portúgala og allur umheimurinn gæti sannfært sig um, að ein einræðisstjórn væri efeki að afhenda annarri völdin Leiðtogafundur Ein- ingarsamtaka Afrikurikja er um það bil að hefjast i Moga- dishu, og fundarmenn ættu eindregið að hvetja skæruliða til þess að fara þessa leið. liðahópa I Angóla greinir mjög heiftarlega á. Nýlendustríðið hefir aldrei náð til Cape Verde-eyja og heimamenn hafa efnt til kröfugangna bæði til þess að krefjast sjálfstæðis og andmæla þvi. Viðræður um sjálfstæði Angóla eru ekki hafnar og vel má vera, að samkomulag náist um Cape Verde-eyjar i viðræðunum við PIAGC, en þær eru fyrir stuttu hafnar og fara fram i Alsir. Meginatriðið er að komast að raun um óskir ibúanna sjálfra þar sem þess er kostur. VANDINN verður sennilega minnstur i Mozambique. Þar hefir komið fram allmikill al- mennur stuðningur við Freli- mo allt siðan að byltingin var gerð i Lissabon. Landsmenn eru þó hvergi nærri einhuga um stuðning sinn við Frelimo. Makua er fjölmennasti ætt- flokkurinn og Makuamenn hafa verið einna tregastir til þess að gerast sjálfboðaliðar i Frelimo, að nokkru leyti vegna þess, að Portúgalir höfðu kænsku tii að notfæra sér óvild þeirra i garð Makondemanna, sem voru uppistaðan i Frelimo fyrst framan af. Frelimo er þó eng- an veginn bundið við ákveðna ættflokka, eins og fjöldafundir viðs vegar i nýlendunni benda til. Skýrast hefir þetta þó komið fram i þvi, að önnur stjórnmálasamtök hafa yfir- leitt tileinkað sér markmið Frelimo með timanum. Afstaða Frelimo er á þá leið, að frelsið sjálft sé ekki samn- ingsatriði, heldur aðeins með hvaða hætti þvi verði komið á. Portúgalir segjast fúsir að veita nýlendubúum frelsi, en þó þvi aðeins, að meirihluti þeirra óski þess. Þeir hafa þvi stungið upp á þjóðaratkvæða- greiðslu, en forustumenn Frelimo eru andsnúnir þeirri aðferö, bæði vegna þess, að þeir tortryggja niðurstöðuna — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.