Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 25. júni 1974. r-------------- A. Conan Doyle: Eimlestin, sem hvarf v______________ HERBERT DE LERNAC, sem nú bíður dóms og dauða- refsingar í AAarseilles, hefur lagt fram játningu, sem varpar Ijósi yfir einn undarlegasta og óskiljanlegasta glæp, er framinn var á öldinni sem leið. Ég hygg, að sá glæpur eigi engan sinn líka í afbrotamálum nokkurs lands. Þó að lítið sé um þennan atburð rætt á æðri stöð- um, og þótt blöðin hafi litlar fregnir getað f lutt um mál- ið, eru ýmis atvik, sem staðfestu framburð þessa erki- bófa, og benda eindregið til þess, að nú sé loksins f undin ráðningin á einu af ótrúlegasta og furðulegasta glæpa- verki. Þar semþessi atburðurgerðistfyrirátta árum, og ýmsir atburðir stjórnmálalegs eðlis drógu athygli manna frá honum, þá sýnist mega einu gilda, þótt gögnin séu nú lögð f ram, þau er málið varða. Þessi málsgögn eru tekin úr dagblöðunum í Liverpool, úr málsskjölum varðandi John Slater vélarmeistara, og úr skýrslu járnbrautarfélagsins West Coast Railway Company, sem félagið leyfði mér góðf úslega aðgang að. Stuttur útdráttur úr þessum heimildum fer hér á eftir: Hinn 3. júní 1890 kom maður nokkur, AAonsieur Louis Caratal að nafni, og bað um viðtal við hr. James Bland, yfirmann og aðalforstjóra járnbrautarlinunnar milli Liverpool og London. Þetta var miðaldra maður, lítill vexti, með dálitla kryppu, dökkur á brún og brá. í för með honum var risavaxinn maður, og mátti þegar sjá af virðulegri framkomu hans og vökulli athygli, að hann hafði einhverju mikilverðu hlutverki að gegna. Hann lét ekki nafns síns getið, en dökkur hörundslitur og útlend- ingslegt yfirbragð benti endregið til þess, að hann væri Spánverji eða Suður-Ameríkumaður. Það vakti eftirtekt að i vinstri hendi hélt hann á lítilli, svartri skjalatösku, sem f est var með ól við úlnlið hans. Eftir þá atburði, sem næst gerðust, rif jaðist þetta upp, og virtist mundi geta haf t einhverja þýðingu. AAonsieur Caratal var vísað inn á skrifstof u hr. Blands, en förunautur hans beið úti fyrir á meðan. Erindi Caratals var fljótlega afgreitt. Hann hafði komið þennan sama dag með skipi frá AAið-Evrópu. Hann hafði misstaf Lundúnalestinni. Knýjandi nauðsyn krafðist þess, að hann kæmist til Parísar án allrar tafar. Hann varð að fá aukalest þegar í stað. Kostnaðurinn hafði enga þýðingu, timasparnaðurinn var fyrir öllu. Ef járnbrautarfélagið vildi greiða för hans áfram, var því heimilt að ákveða gjaldið eftir eigin geðþótta. Herra Bland hringdi bjöllu, talaði við hr. Potter Hood, umferðarstjórann, og greiddu þeir úr málinu á fáum mínútum. Eimlestin gatorðið ferðbúin eftir þrjá stundar f jórðunga. Á þeim tíma var unnt að ganga úr skugga um að járbrautarlínan væri ,,f rí", þ.e. laus við aðra um- ferð. öflug eimreið, Rochdale nr. 247, var tengd við tvo vagna, var hinn aftasti flutningsvagn, þar sem varð- maður hafði aðsetur sitt. Vagninn, sem næstur var eim- reiðinni var tómur og skyldi hann aðeins draga úr ruggi og titringi eimreiðarinnar. I næsta vagni var skipting klefanna eins og venja var til, voru þeir f jórir: fyrsta flokks farrými, fyrsta flokks reykingaklefi, annars flokks farrými og reykingaklefi, er tilheyrði því. Far- þegarnir tveir settust að í 1. fl. farrýminu, en hinir þrír vagnarnir voru auðir. Varðmaðurinn i eimreiðinni var James AAcPherson. Kyndarinn, William Smith, var nýr maður í þjónustunni. AAs. Caratal og félagi hans voru mjög óþolinmóðir yfir biðinni, áður en hægt var að leggja af stað. Eimlestin kostaði 50 pd. sterling og 5 shill- ings, greiddu þeir upphæðina þegar í stað. Þeir létu því næst vísa sér á klefa sinn og settust þar að, þótt þeir yrðu að bíða 3/4 stundar áður en brautin var rýmd. En nú kom fyrir einstætt atvik í skrifstofu forstjóra brautarfélagsins. Um leið og AAonsieur Caratal fór út þaðan eftir að hafa greitt farareyri sinn, kom þar annar ferðamaður. Beiðni um aukalest er mjög sjaldgæf ur við- burður á þessum slóðum, en að tvær slíkar beiðnir komi fram á sama kvöldinu, var með öllu óvenjulegt. En svo varð þó nú í þetta skipti. Herra Bland brautarstjóri hafði naumlega afgreitt erindi Caratals, fyrr en annar ferða- maður kom fram með sömu beiðni. Sá nefndist Horace AAoore, og leit út fyrir að vera hermaður. Kona hans, sem var í London, hafði orðið skyndilega fárveik, og hann varð að komast áleiðis til London, hvað sem það kostaði. Sorg hans og hugarangist var svo augljós, að hr. Bland vildi reyna að gera sitt ýtrasta, til að greiða úr málinu. Um aðra aukalest var ekki að ræða. Eimlestin, sem Caratal fékk, hafði þegar valdið truf lun á eðlilegri umferð um frekari umferðarhindrun gat ekki verið að ræða. Eitt úrræði aðeins virtist vera fyrir hendi. Reyn- andi væri fyrir hr. Horace AAoore að fá far í eimlestinni, sem Caratal hafði tekið á leigu. Nóg var rúmið í lestinni, þrír auðir klefar og auk þess f lutningsvagninn, svo örð- ugt var að sjá nokkra meinbugi á þessu. En reyndin varð þó sú, að þegar hr. Potter Hood bar f ram þessa málaleit- un þá neitaði Caratal kalt og ákveðið að verða við henni. Hann kvaðst hafa umráð yf ir lestinni og greitt f yrir f ullt gjald, ekki þyrfti að nef na far fyrir f leiri. Allar fortölur um að falla frá þessari ákvörðun reyndust árangurs- lausar, og var því f rá henni horf ið. Herra Horace AAoore varð f rá að hverfa í m jög þungu skapi, því nú var sá einn kostur að bíða hinnar hægfara lestar, sem fara átti frá Liverpool kl. 6. Klukkan 31 mínútu yfir f jögur fór aukalestin af stað frá Liverpool, með krypplinginn Caratal og hinn tröll- vaxna förunaut hans. Brautin var nú hrein, og skyldi hvellI G E I R I i D R E K I J K U B B U R I ' Ku“bU j V11 I o öv“bul Hvell Geiri eyöi^ hann beint i G lagöi áform hennar greipar henni. ilU ii:l I Þriðjudagur 25. júnl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.00 Prestastefna sett i Hall- grimskirkjuBiskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson flytur ávarp og yfirlits- skýrslu um störf og hag þjóðkirkjunnar á synodus- árinu. 15.15 Miödegistónleikar: ts- lensk tónlist a. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir Popphorn- iö 17.10 Tónleikar. 17.40 Sagan „Fólkið mitt og fleiri dýr” eftir Gerald Durrell.Sigriöur Thorlacius les þýöingu sina (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Húsnæöis- og bygg- ingarmál. Ólafur Jensson ræöir við Gisla Júliusson verkfræðing um varmadælu til upphitunar húsa. 19.50 Siimarkvæði eftir Ingóif Jónsson frá Prestbakka Knútur R. Magnússon les. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Stjórnarskráin og lýö- ræöiö. Ólafur Hannibalsson flytur erindi. 21.30 Kórsöngur i útvarpssal: Karlakórinn Þrestir syngur lög eftir Pál Isólfsson, Pál Þorleifsson, Friðrik Bjarnason, Mozart, og Sig- fús Halldórsson. Einsöngv- ari: Ólafur H. Eyjólfsson. Undirleikari: Agnes Löve. Stjórnandi: Eiríkur Sigtryggsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Eiginkona i álögum” eftir Alberto Moravia Margrét Helga Jóhanns- dóttir les sögulok (13) 22.35 Harmonikulög. Örvar Kristjánsson leikur. 22.50 A hljóöbergi.Hneyksli i Bæheimi: Basil Rathbone les sögu af Sherlock Holmes eftir Sir Arthur Conan Doyle. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 25. júnil974. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Dagdraumar. Finnskur leikþáttur án orða. Höfund- ur Matti-Juhani Karila. Leikstjóri Risto Linnus. Að- alhlutverk Anneli Sari og Markku Putkonen. Leikur- inn gerist um aldamótin sið- ustu og fer að mestu fram i hugarheimi lestarstjóra, sem árið um kring ekur lest sinni fram og til baka hina mörkuðu leið án tilbreyting- ar. Hann leitar þvi á náðir i- myndunarinnar, og i litlu húsi, skammt frá járn- brautinni, býr stúlka, sem hann heimsækir i vöku- draumum sinum. 21.05 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 21.40 lþróttir. Meðal efnis verða myndir frá tslands- glimunni 1974 og heims- meistarakeppninni i knatt- spyrnu. Dagskrárlok óákveðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.