Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 25. júni 1974. Skömmustuleqir yfirqáfu ítalir leikvanginn,,, — þeir áttu aldrei möguleika gegn Pólverjum ítalir, sem margir höföu búizt viö að myndu leika úrslitaleikinn í þessari keppni/ og jafnvel verða hei msmeista ra r, eru dottnir út úr keppninni. Þeir áttu aldrei minnsta möguleika gegn hinu stór- skemmtilega pólska liði/ sem hefur sýnt það og sannað/ að það var engin tilviljun, að þeir slógu Englendinga út úr keppn- inni. Fyrri hálfleikurinn í leik Pól- lands og Italiu fór að mestu fram á vallarhelmingi Itallu. Vörn Ital- anna hélt þar til á 40. minútu, að hún varð að láta undan hinni miklu pressu, sem á henni hafði veriö, og það ekki einu sinni, heldur tvisvar á siðustu fimm minútum hálfleiksins. I bæði skiptin var það Kasperczak, sem gaf góðan bolta inn fyrir vörnina. A 40. minútu kom Szarmach á fullri ferð og skallaði inn send- ingu hans, óverjandi fyrir Zoff. Og á 45. minútu var það fyrirlið- inn Deyna, sem rak endahnútinn á sókn, sem Kasperczak var upp- hafsmaður að. Á Sminútum hafði þvi staðan breytzt úr 0-0 i 2-0 fyrir Pólland. betta gerði útslagið á leikinn. ttalirnir voru tauga- óstyrkir allan seinni hálfleikinn og áttu fá tækifæri umtalsverð. Aftur á móti varð Zoff aö taka á öllu sinu tit þess að hindra, að Pólverjarnir skoruðu fleiri mörk. Það var svo á 86. minútu, að Itölum tókst að skora mark, og var Capello þar að verki. En þeim vannst ekki timi til aö jafna, og það voru skömmustulegir Italir, sem yfirgáfu leikvanginn, þegar dómarinn flautaði leikinn af. Italirnir á áhorfendapöllunum létu óánægju sina i ljós og púuðu á italska liðið, þegar það gekk af leikvelli. Leikur þessi var nokkuð harð- ur, en ekki ruddalega leikinn. Þrir voru samt bókaðir, þeir Kasperczak og Musial frá Pól- landi og Boninsegna frá ítaliu . Áhorfendur voru 73000 á Wald- stadion i Frankfurt, og hrifust þeir flestir af skemmtilegum leik Pólverjanna, sem komu til leiks með þeim eina tilgangi að vinna, þótt það væri öruggt, að þeir áttu þegar tryggt sæti i úrslitakeppn- inni. Italir þurftu aðeins jafntefli i þessum leik til að komast áfram ásamt Pólverjunum, en þeir áttu aldrei möguleika gegn þeim. Ó.O. V-Þjóöverjar forðuðust Hollendinga — þeir voru ónægðir með úrslitin gegn A-Þjóðverjum Flestum á óvart sigruöu A-Þjóö- verjar V-Þjóðverja I Ilamborg á laugardagskvöldið með einu marki gegn engu. Volkspark- stadion var troðfullur af áhorf- endum, sem vonuðust eftir góðum leik. En þar sem þau voru fyrir leikinn bæði örugg um áfram- haldandi keppni, tóku þau enga áhættu í þessum leik. Leikurinn bauð þannig áhorfendum ekki upp á mikla spennu, þau léku ró- legan fótbolta, sem að visu skap- aði nokkur tækifæri, en áhuginn til að nýta þaö sem bauðst var i lágmarki hjá leikmönnum lið- anna. Fyrir þennan leik var vitað mál, að það liö, sem lenti f öðru sæti I þessum riðli, myndi fá nokkuð auðveldari milliriðil. Lið- iö, sem yröi i fyrsta sæti lenti örugglega með Brasilfu og likast til HoIIandi og ttallu I undanúr- slitariðli. Það var þvi ekki að mikiu að keppa, að ienda I fyrsta sæti, og má þvi ekki taka úrslitin i þessum leik mjög alvarlega. En svo að vikið sé að gangi leiksins, þá áttu bæði liðin góð tækifæri i fyrri hálfleik, sem ekki tókst þó að nýta. Það næsta, sem þau komust, var þegar Muller skaut í stöng fyrir V-Þjóðverja. 1 seinni hálfleik skipti Helmut Schoen Netzer inn á fyrir Over- ath. Kom Netzer mjög vel út úr leiknum, þvi að i seinni hálfleik sóttu V-Þjóðverjar stanzlaust, en þeir notuðu ekki þau færi, sem buðust. 1 þessum hálfleik þekktu menn loks hinn „gamla” Netzer, — hinar löngu hárnákvæmu sendingar hans sköpuðu mikinn usla i vörn A-Þjóðverja. Má telja það vist, að hann á eftir að koma við sögu i sjálfri úrslitakeppninni. Það var svo á 78. minútu eftir mikla pressu V-Þjóðverja, að A- Þjóðverjar fengu skyndiupp- hlaup, sem endaði með þvi, að Jurgen Sparwasser átti skot að marki, sem Maier réði ekki við. Eftir þetta mark sóttu V-Þjóð- verjar áfram, en svo virtist samt, að þeir væru ánægðir með þessi úrslit. Ekki er óliklegt, að þeir hafi verið að reyna að forðast Hollendinga, — viijað heldur mæta þeim i úrslitum. Með þvi að lenda i öðru sæti, verða V-Þjóð- verjar I riðli með Júgóslaviu, Svi- þjóð og Póllandi. ó.O. WORLD CUPI® JAIRZINHO... skoraði fyrsta mark Brasiliumanna f HM. Brassarnir vekja ekki hrifningu — 30 þús. óhorfendur létu óspart í Ijós óónægju sína með leik heimsmeistaranna gegn Zaire Brasiiiumenn vissu fyrir þennan leik, að ef þeir ynnu 3-0, þá væru þeir öruggir með sæti i úrslitakeppninni. Þessi vitneskja þeirra virt- ist gera þá taugaóstyrka og gerðu þeir mistök I leiknum, sem ekki eiga að sjást hjá heimsmeisturum. En að Iokum fór allt vel hjá þeim og þeir náðu þessum 3-0 sigri, en það var alls ekki átakalaust. Að visu byrjuðu þeir vel, ekki voru liðnar nema 12 mínútur, þegar Jairzinho, maðurinn, sem skoraði I hverri umferð i HM 1970 i Mexikó, skoraði fyrsta mark þeirra i þessari keppni- En svo leið næstum klukkustund áður en næsta mark kom. Brasiliumenn voru stöðugt I sókn, en inn vildi knötturinn ekki. Annað hvort bjargaði marvörðurinn, Kaladi vel, eða Zairemennirnir björguöu undursam- lega á linu. A 34. minútu voru Zairemenn nærri búnir að skora, þegar varnarmaður Brasiliu, Mario Marinho lagði knöttinn fyrir fætur Myanga, en Leao varði meistaralega skot hans. En Brasiliumenn urðu fyrir áfalli i leiknum. Strax á fimmtu minútu meiddist Leicinha illa, og kom Valdomiro inn á 1 hans stað. Er búizt við að Leicinha missi af leiknum á móti A-Þýzkalandi á miðvikudaginn. í seinni hálfleik héldu Brasiliumenn áfram sókn sinni og loks á 65. minútu bar hún árangur. Rivelinó átti skot með sinum fræga vinstra fæti af tuttugu metra færi, og rataði þaðrétta boðleiö I netmöskvana. Við þetta mark færðist fitónskraftur I Brasiliumenn, þar sem þeir voru nú svo nærri takmarki sinu. Og sókn þeirra bar árangur á 80. minútu, þegar Valdomiro átti að þvi er virtist saklaust skot að marki, en markvörðurinn missti knöttinn mjög klaufalega undir sig. Brasiliumenn voru mjög ósannfærandi i leiknum, og verða þeir að taka á honum stóra sinum, ef þeir ætla sér ekki að tapa öllum leikj- um úrslitakeppninnar. Leikur þessi fór fram I Gelsenkirchen að við- stöddum 30.000 áhorfendum, sem létu óspart I ljós óánægju sina með brasilíska liðið. Liðin voru þannig skipuð: Brasilia: Leao, Nelinho, Pereira, Mario Marinho, Francisko Marinho, Piazza, Rivelino, Paulo Cesar, Jarizinho, Levinha, Edu. Zaire: Kaladi, Mwepu, Mukombo, Buhanga, Libilo, Kibonge, Tishinabu, Mana, Ntumba, Kidumu, Mayanga. — Ó.O. Kvöddu með —jafntefli___ Ástralíumenn nældu Chile varð að vinna þennan leik til þess að eiga einhverja von um að komast áfram. Það leit lengi vel út fyrir að ieikurinn gæti ekki haf- izt á réttum tima, þvi að i Berlín rigndi óskaplega og ólympiu- völlurinn varö mjög erfiður tii keppni. En rétt fyrir leikinn stytti upp, og gat hann þvi hafizt sam- kvæmt áætlun. Chilemenn sóttu stanzlaust, en án árangurs, þvi að vörn Ástralíumanna var góð og gaf hvergi undan. t raun og veru átti Chile aðeins eitt skot að marki i fyrri hálfleik, sem mark- vörðurinn varði, án fyrirhafnar. í leikhléi kom óskapleg skúr, og varð dómarinn að fresta seinni hálfleik um 5 minútur. Þegar leikurinn átti að fara að hefjast að nýju, hljóp inn á hópur fólks, sem var með þvi að mótmæla núver- andi stjórn Chile, Tókst fljótlega sér í stig gegn Chile að fjarlægja hópinn og leikurinn gat hafizt. En leikurinn varð mjög þóf- kenndur, þar sem völlurinn var mjög háll og mönnum gekk mjög illa að fóta sig. Chilemenn sóttu meira, en af og til áttu Astraliu- menn hættuleg skyndiupphlaup. A 85. minútu rak dómarinn Ray Richards frá Astraliu af leikveili fyrir að koma i veg fyrir að Chiie- menn gætu tekið aukaspyrnu. Richards þessi hafði fengið bókun fyrr I ieiknum. Leiknum lauk án þess að mark væri skorað og mega Astraliu- menn vel við una, að hafa krækt sér i stig i HM. Chilemenn þurftu aftur á móti að vinna ieikinn 3-0, en það mistókst algjörlega hjá þeim, enda eru þeir ekki vanir að keppa við þessar aðstæður. Ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.