Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. júni 1974. TÍMINN 3 „Dýr myndi Hafliði allur": Heimta 22 þúsund krónur fyrir orðið — málshöfðun Vl-manna árás á tjáningarfrelsið? HHJ-Hvik — Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum er nú I uppsigl- ingu eitthvert umfangsmesta meiðyrðamál, sem komið hefur til kasta islenzkra dómstóla. For- vigismenn undirskriftasöfnunar þeirrar, sem kennd er við „Varið land” hafa stefnt niu mönnum vegna blaðaskrifa, sem þeir telja ærumeiðandi og krefjast margra milljóna I miskabætur. Einar' Bragi rithöfundur er I hópi þeirra manna sem stefnt er. Hann hefur nú farið þess á leit viö stjórn Rit- höfundasambands tslands, að hún skipi nefnd 12 rithöfunda, sem falið verði að meta, hvort hún telji kærumál af þessu tagi árás á tjáningarfrelsi manna eða ekki. Einar Bragi hefur að öðru leyti ákveðið að verja sjálfur mál sitt, þegar það kemur fyrir dóm- stól. Bréf Einars Braga til stjórnar Rithöfundasambandsins er svo- hljóðandi: „Með stefnu útgefinni i Reykja- vik 20. júni s.l. hafa 12 nafn- greindir menn, sem kalla sig að- standendur alkunnrar undir- skriftasöfnunar, er fram fór á siðast h.vetri, höfðað meiðyrða- mál á hendur mér vegna tiltek- inna orða og ummæla I grein eftir mig i Þjóðviljanum 18. jan. 1974. Telja stefnendur, að i henni sé „farið ærumeiðandi ummælum um undirskriftasöfnunina og að- standendur hennar”. Hin um- stefndu orð eru þannig greind i stefnu aðstandenda: „Stefnendur telja, að eftirgreind orð og um- mæli i hér umræddri grein . . . séu ærumeiðandi fyrir sig: 1. fyrirsögn greinarinnar: „Votergeit-vixillinn”. 2. Eftirfarandi ummæli i grein- inni: „Upp er risinn hópur hug- prúðra dáta, sem grátbiðja þjóð- ina að hefja minningarár ellefu alda búsetu i landinu á þvi að undirrita beiðni um erlenda her- setu á Islandi . . .” ” önnur eru stefnuatriðin ekki. Þetta eru 28 orð að meðtöldum fjórum forsetningum, 'tveimur nafnháttarmerkjum og einu til- visunarfornafni. Fyrir þetta krefjast aðstandendur sex hundr- uð þúsund króna i miskabætur, tuttugu og fimm þúsund króna i öðru skyni og þar á ofan 9% árs- vaxta frá 18. janúar 1974 til greiðsludags. Það gerir tuttugu og tvö þúsund þrjú hundruð tuttugu og eina krónu fimmtiu og sjö aura á orð, að ótöldum vöxt- um. Vegna þess að i skilgreiningu á hlutverki Rithöfundasambands Islands er tekið fram, að tilgang- ur þess sé m.a. að standa vörð um tjáningarfrelsi, fer ég hér með fram á, að stjórn Rithöf- undasambandsins tilnefni svo fljótt sem verða má 12 rithöfunda í 28 ár BH—Reykjavik — Það er alveg áreiðanlegt, að ónauð- synlegar flikur háðu ekki mannfólkinu á þeim stöðum, þar sem heitast var um helgina. Hitinn var geysi- mikiil um land allt. og að þvi er Knútur Knudsen verður- fræðingur fræddi okkur um, var nánast engin úrkoma. Hins vegar læddist úrsvöl þoka inn yfir landið vestan- vert á sunnudag. —- Það er engin vafi á þvi, að sunnudagurinn er heitasti dagur sumarsins og gerir talsvert strik i reikninginn, þvi að júni mánuður leit út fyrir að ætla að verða tals- vert undir meðallagi. Hitinn sló öll met á Akureyri fyrr og siðai.. reyndist vera 29,4 stig — og er raunar með þvi allra heitasta, sem mælzt hefur yfirleitt á landinu. Aðeins örfáum sinnum hefur hiti mælztyfir30stig. Ég fæekki betur séð en einu dæmin fyrir ofan þetta séu frá Teigarhorni 30 stig, sama i nefnd, sem falið verði að leggja mat á, hvort kærumál og fjár- heimtur af þessu tagi séu árás á tjáningarfrelsi manna eða ekki”. Timinn hafði samband við Sigurð A. Magnússon formann Rithöfundasambands Islands og spurði hann um þessa málaleitan Einars Braga. — Ég mun kalla saman stjórn- arfund til þess að ræða þetta mál i dag eða á morgun, sagði Sigurð- ur. Að minu viti ber Rithöfunda- sambandinu að verða við ósk Ein- ars Braga, en að öðru leyti er fátt um þetta að segja að svo komnu máli. ' dag 30.2 stig á Kirkjubæjar- klaustri, og svo 30.0 stig á Hallormsstað 17. júli 1946, en þetta eru nú kannski ekki alveg áreiðanlegar tölur. — Hverjar eru orsakirnar til þessa óskaplega hita? — Orsakirnar eru hæð yfir landinu og hægviðrið, stillan og sólskinið. Það er nefni- lega eðlishlýtt loft yfir land- inu, sem nær allt inn á h&- lendið. Það er alveg jafn heitt inni á hálendi og úti við ströndina. — Hvaðan kemur þetta heita loft? 1 — Þetta heita loft kemur alla leið sunnan úr Evrópu, suðaustan að. Ég býst ekki við miklum breytingum, nema hvað það dregur auð- vitað úr hitanum. Annars held ég veðrið verði heldur aðgerðalítið. Ég held þokunni vestanlands létti, en það er annars sólskin um allt landið, glaðasólskin strax austan við fjall. Ekki jafnheitt Ja & 1 10 i Þær fréttir, sem Veiðihorninu hafa borizt til þessa, eru allar á eina leið, að veiðin sé með allra bezta móti nú i byrjun veiðitimabilsins. Vonandi helzt þetta út allt veiðitimabil- ið. Elliðaár. A skrifstofu Stangveiðifé- lags Reykjavikur fengum við þær upplýsingar, að á hádegi i gær hefðu 98 laxar verið komnir á land við Elliðaár. Þeir stærstu eru um 16-17 pund, en nú er veitt á fjórar stangir. Meöalstærð laxanna er um 12-14 pund. Veiði hófst eins og kunnugt er 10. júni i Elliðaám. A hádegi i gær höfðu fjögur hundruð laxar farið um teljarann, sem er of- arlega i ánum. Metveiði i Laxá i Kjós Veiði hófst i Laxá i Kjós 10. júni, og er nú veitt á tiu stang- ir. Við hringdum I Jón Er- lendsson veiðivörð rétt eftir hádegi i gær, og tjáði hann Veiðihorninu, að á hádegi hefðu verið komnir 275 laxar á land, en á sama tima I fyrra voru þeir aðeins 170. Stærsti laxinn, sem veiddist rétt fyrir hádegi I gær, reyndist vera nitján pund. Lax inn var sérstæður að þvi leyti, að hann var merktur, og var álitið, að honum heföi verið sleppt i Bugðu fyrir tveimur árum, þá sem niðurgöngu- seiði, en þau eru venjulega um 12-18 sm á lengd. Þessi lax var aftur á móti orðinn einn metri á lengd. — Meðalþyngd lax- anna, sem komnir eru á land, er um tólf til fimmtán-sextán pund. Jón Erlendsson sagöi, aö þaö liti sérlega vel út með veiði i ánni i sumar, og að ekk- ert hefði orðið vart við smá- laxinn enn, sem er góðs viti. Allir veiðidagar i ánni i sumar hafa nú verið seldir, það er að segja þeir, sem til sölu voru, þvi landeigendurnir taka alltaf nokkra daga fyrir sig. Norðurá Björg örvar, starfstúlka i veiðihúsinu við Norðurá, tjáði Veiöihorninu i gær, að um 390 laxar væru komnir á land, en veiði hófst 3. júni. Þyngstu laxarnir eru þetta 16-17 pund, en meðalþyngdin mun vera um 10 til 14 pund. Um hádegi á fimmtudag voru 284 laxar komnir á land, þannig að um 106 laxar hafa veiðzt siðan á fimmtudag til mánudags, og má kalla það mjög góða veiði. Grimsá Við hringd- um i Þórunni ráðskonu I veiði- húsinu við Grimsá, og tjáði hún okkur, að veiði hefði verið fremur dræm, þó nokkuð minni en á sama tima I fyrra. í gærdag voru 88 laxar komnir á land, en veiði hófst 15. júni. Dagana 22. og 23. júni veiddist ekkert, en I gærmorgun lifnaði heldur yfir veiðimönnum, þvi þá var landað ellefu löxum fyrirhádegi. Þórunn sagði, að nýr hópur veiðimanna, sem væru vanir ánni, hefðu komið I gær, og eins lofaði veðrið góðu, það væri fyrsta flokks veiðiveður. Svo vonandi er laxveiðin i Qrimsá nú að taka góðan fjörkípp, eftir fremur dauflega daga. Þyngsti laxinn úr Grimsá til þessa var sextán og hálft pund, en meðalþyngd- in er um tólf pund. 1 gær var byrjað að veiða með 10 stöng- um, en fullskipaö mun á alla veiðidaga Grimsár i sumar. Sldum skjaldborg um Einar Ágústsson Alþingiskosningarnar ó sunnudaginn eru mjög þýðingarmiklar. Þær skera úr um það.hvort áfram verður haldið á þeirri framfara- braut, sem rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefur markað, eða hvort við tekur ihaldsstjórn Geirs Hallgrímssonar með tilheyrandi kjara- skerðingu og atvinnuleysi, sem ríkjandi var á viðreisnarárunum. Framsóknarmenn I Reykjavik hafa mjög hæfum frambjóðendum á að skipa, og mál- efnastaða þeirra er sterk. En sökum þess áróð- urs, að Framsóknarflokkurinn hafi svo og svo mörg umframatkvæði, er þingsæti Einars Agústssonar i hættu. Þaðyrði meiriháttar slys, ef Einar Ágústsson næði ekki kjöri, sá þing- maður Reykvikinga, sem staðið hefur I eldlinu utanrikismálanna s.l. 3ár og m.a. haft forystu um útfærslu landhelginnar. Það er áriðandi, að Reykvíkingar slái skjaldborg um Einar Agústsson i kosningunum á sunnudaginn. Hvort skyldi vera alvarlegri verknaður? Mikla athygli hefur vakið, að forystumenn „Varins lands” hafa stefnt ritstjórum og blaðamönnum Þjóðviljans og krafizt hárra fé- bóta. En það er athyglisvert, að á sama tima og Þjóðviljamönnum er stefnt vegna ummæla um „Varið land”, þegja forystumenn þess þunnu hljóði, þó að Mbl. og foringjar Sjálfstæðisflokksins misnoti gróflega þessa hreyfingu, sem fólk úr öllum flokkum stendur að. Þannig talar Geir Hallgrimsson t.d. um Sjálfstæðisflokkinn og rúm- lega 55 þúsund þátttakendur I undirskriftasöfnuninni i sömu andránni. Og Sjálfstæðisflokkurinn dreifir áróðursmiðum merktum „Varið land” um allar trissur. Hvortskyldi nú vera alvarlegri verknaður, þegaraöer gáð, um- mæli Þjóðviljans, þótt ruddaleg séu, eöa misuotkun Sjálfstæðis- flokksins á „Varið land”? Svara þeir sjólfir til saka? Ef forystumenn „Varins lands” mótmæla ekki þessari augljósu misnotkun Sjálfstæðisflokksins, brjóta þeir trúnað gagnvart miklum fjölda fólks úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokkn- um, sem þátt tóku 1 undir- skriftasöfnuninni, þvi að i upp- hafi voru samtökin „Varið land” algerlega ópólitisk. En nú virðist svo komið, að þau hafa verið gerð að deild innan Sjálf- stæðisflokksins. Hvað finnst mönnum eins og Unnari Stefánssyni og Jónatani Þór- mundssyni um slíkt? Treysta þeir sér til að skrifa undir það, að „Varið land” og Sjálfstæðisflokk- urinn sé eitt og það sama? Mótmæli Þór Vilhjálmsson og félagar ekki opinberlega misnotk- un Sjálfstæðisflokksins á „Vörðu landi”, styrkist sá grunur, að öll gögn og tölvuúrvinnsla i sambandi við undirskriftirnar séu nú á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Og þá stvttist kannski i það, að einhverjir verði að svara til saka aörir en ÞjóðvMjamenn. Vítin eru til að varast þau Bjarni Guðnason skrifar forystugrein I „Nýju iandi”, sem hann nefnir „Vitin eru til að varast þau”. Þar segir hannm.a.: „Tveir fyrrverandi ráðherrar og forystumenn I Samtökunum fluttu vantraust á rikisstjórnina og menntamálaráðherrann, flokks- bróðurinn. Nú hafa þessir menn horfið frá Samtökunum, annar gengið i Alþýðuflokkinn og hinn lýst yfir stuðningi við hann. Fram- bjóðandi Samtakanna á Vestfjörðum varð andvigur stjórninni undir lokin, en vill nú nýja vinstri stjórn með sömu aöilum. Sannast sagna er enginn endir á vitleysunni. Og hvað er nú eftir af Samtökunum? Eins og nú er komið fyrir Samtökunum, þjóna þau engum jákvæð- um tilgangi i islenzkum stjórnmálum. Þau höfðu tækifærið, en hafa rnisst af þvi. Eftir situr menntamálaráðherrann með nokkra hlaupastráka úr Framsóknarflokknum, sem hafa tekið öll völd I Samtökunum. Vinstri menn eiga að læra af reynslunni og láta af sundrungu og illdeilum sln á milli. Að kasla atkvæði sinu á Samtök- in er að cfla glundroðann. Vitin eru til að varast þau”. — a.þ. Varizt ,,viðreisnar"-slysin — Aldrei framar landflótta x B Stúlka óskast strax til sumar-afleysinga á Sjúkrahúsi Bolungarvikur. Upplýsingar gefnar i simum 7147 og 7247. Bæjarskrifstofur Bolungarvikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.