Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 25. júni 1974. TÍMINN 15 Prestastefna íslands 1974 Dagskrá Þriðjudaginn 25. júni: Kl. 10.30 Messa i Dómkirkjunni. Sr. Eirikur J. Eiriksson, prófastur, prédikar. Sr. Andrés Ólafsson og sr. Bragi Friðriksson þjóna fyrir altari. Kl. 14.00 Prestastefnan sett i safnaðarsal Hallgrimskirkju. Sr. Gunnar Björns- son leikur á celló vð undirleik sr. Guðjóns Guðjónssonar. Biskup flytur yfirlitsræðu. Kl. 16.00 Kirkjan og samtiðin. Framsögumenn: Sr. Halldór Gunnarsson og sr. Þórhallur Höskulds- son. Skipað i umræðuhópa. Kl. 18.00 Þjóð og kirkja i þúsund ár, svipmyndir I tali og tónum eftir sr. Hauk Agústsson. Söng annast Garðakórinn við undirleik höfundar. Söngstjóri Þorvaldur Björnsson. Kl. 21.00 Kaflar úr kvikmyndinni „Kirkja i lifi þjóðar”, sem Vilhjálmur Knud- sen hefur gert að tilhlutan kirkjuráðs i tilefni þjóðhátiðarársins undir umsjón sr. Péturs Sigurgeirssonar, vigslubiskups. Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN frysti-og kæliklefa ÞAKPAPPALOGN í heittasfalt Armúli H VIUKiVI f Vestmannaeyjum • Sími 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 É Stn&a ritnrn i y-.y1. V.As' i Heiisuverndarstöðinni er laus tii umsóknar frá 1. júli n.k. Askilin er starfsreynsla og leikni i vélritun. Verzlunar- skóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavikurborgar við borgina. Umsóknir, er tilgreina aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu framkvæmdastjóra fyrir 1. júli n.k. Reykjavik, 24. júni 1974 Heilsuverndarstöð Reykjavikur k w sgí V»s.' .!-v y- v >.* f, •/., r1>V, KeykjaviKur 0 Hrollvekja stöðvunarhaldi á nýloknu alþingi til þess að hindra eðlilega milli- færslu milli fjárfestingarsjóð- anna og annarra sjóða, eins og lif- eyrissjóðanna, sem hafa safnað miklu fé að undanförnu. Hér er þvi aðeins um bráðabirgðavanda aö ræða, sem Sjálfstæðisflokkur- inn sem óvandaður stjórnarand- stöðuflokkur hafði búið til. En Mbl. lærist seint að vikja af vegi blekkinga. Nú er það byrjað á nýrri blekkingaiðju, sem er fólgin i þvi að fullyrða, að við- reisnarstjórnin hafi skilið við allt i blóma. Styzta og áhrifamesta svarið við þvi er að minna á um- mæli ólafs Björnssonar, færasta hagfræðingsinsinnan vébanda Sjálfstæðisflökksins, sem hann lét falla haustið 1970, þegar „við- reisnar”-stjórnin greip til bráða- birgðaverðstöðvunar fram yfir kosningar, i stað raunhæfra að- gerða. Ólafur Björnsson komst svo aö orði, að við þjóðinni myndi blasa hrein hrollvekja, að verð- stöðvuninni lokinni! Það urðu orð að sönnu. öllum ferli „viðreisnar”-stjórnarinnar á siðasta kjörtimabili verður ekki betur lýst en á þann veg, að hann hafi verið næstum samfelld hroll- vekja. óneitanlega hlýtur mönn- um að koma hrollvekja fyrst i hug, þegar þeir minnast gengis- fellinganna, kjaraskerðinganna, atvinnuleysisins og landflóttans á þessum tima. Þvi munu kjósend- ur nú fylkja sér um Framsóknar- flokkinn og koma þannig i veg fyrir nýja „viðreisnar”-stjórn. Kjörorð dagsins er: Aldrei aftur „viðreisn”. 0 Hringvegurinn arsumarið 1974. Gerð hringveg- arnins var tekin upp I stjórnar- .sáttmálann 1971 og þá var endan- lega ákveðið, að honum skyldi lokið 1974. Hringvegurinn markar tima- mót I sögu þjóðarinnar, sagði Ey- steinn Jónsson i viðtali við Tim- ann. Mér kæmi ekki á óvart þótt I framtiðinni yrði miðað við gerð þessa vegar, þegar timasetja skal atburði — svo stórkostleg er breytingin. Allt viðhorf til land- nýtingar gjörbreytist meö hring- veginum, og nú getum við til fullnustu fært okkur i nyt þá land- kosti, sem samgönguleysiö hefur til þessa gert okkur ókleyft að nýta. Með þessu er einangrun Austurlands lika endanlega rofin. Langt er siðan veg var komið um Möðrudalsöræfi og einangrun Austurlands að norðan þannig rofin, og nú er loks runninn sá dagur, að brú er komin á Skeiðar- á og önnur vötn á sandinum og þannig á komið vegarsamband að sunnan. Það var mikið heilla- verk, þegar núverandi stjórn tók hringveginn upp i stjórnarsátt- málann 1971 og ákvað, að honum skyldi lokið 1974, sagði Eysteinn að lokum. „Parkett" Lamell-parkett, eik og litað beiki 13. og 23 m/m þykktir. Full lakkað. Mjög hagstætt verð. Bændur Við erum ung hjón og höfum áhuga á aö eignast jörð (með búskap i huga). Þyrfti að vera i Borgarfjarðar- eða Mýra- sýslu eða Arnes- og Rangárvallasýsiu. Einnig kæmi til greina i Hnappadalssýslu. Skipti á íbúð I Reykjavík koma til greina. — Og þið, sem hafið hugsað ykkur að bregða búi i haust eða næsta vor og hafið áhuga á aö selja, vinsam- legast sendið inn nafn ykkar og heimilisfang til afgreiðslu Timans, merkt 1815, eða hringið i sima 8-57-35. Koparfittings EIRRÖR - RÖRSKERAR - FLANGSARAR ARMULA 7 - SIMI 84450 Uppbygging nýs Miðbæjar (N.M.B.) í haost og á næsta ári er gert ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist við uppbyggingu fyrsta áfanga sbr. uppdrátt. Hverfi þetta er ætlað fyrir verzlun, þjónustu, skrifstofur, ibúðir auk opinberra stofnana. Óskað er sérstaklega eftir umsókhum fyrir verzlanir og þurfa þær að hafa borizt skrifstofum borgarverkfræðingsins I Reykjavik að Skúlatúni 2, eígi síðar en 1 5. júli n.k. Nauðsynlegt er að greinilega komi fram í umsókn m.a. tegund starfssemi og stærð húsnæðis flokkað i verzlunarhúsnæði og vöru- geymslur. Æskilegt er að umsækjendur verzli andi vörutegundir: blóm bækur og ritföng hljómplötur hárgreiðslustofa leðurvörur raftækjaverzlun t.d. með eftirfar- skór snyrtivörur sportvörur tómstundavörur úrog skartgripir vefnaðarvörur Allar nónari upplýsingar verða veittar að Skúlatúni 2, 3. hæð, kl. 9—11 þriðjudaga og miðvikudaga. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavlk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.