Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 10
Af rúmlega fjögur hundruð liðum á fjárlögum ríkisins fóru 135 framúr áætlun á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er svipað hlutfall og á síðasta ári. Fjárlaganefnd hefur fjallað um málið og óskað skýringa. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segir ýmsar skýr- ingar geta legið að baki framúr- keyrslunni og vill, að svo stöddu, ekki úrskurða ástandið óviðunandi. „Það geta verið ýmsar skýringar á að menn haldi sig ekki innan ramm- ans. Hugsanlega eru einhverjar sveiflur í rekstrinum sem ekki var tekið tillit til í áætlanagerðinni. Það er þá eðlilegt. Hafi hins vegar orðið miklar breytingar á rekstri ein- stakra stofnana eða einstaka reikni- líkön eru röng er mikilvægt að fara yfir það strax,“ segir Gunnar. Fyrstu þrír mánuðir árs gefa ekki endilega fyrirheit um árs- rekstur enda geta útgjöld verið misjöfn eftir árstíma. Ríkisrekstur fyrsta ársfjórðungs var kynntur fjárlaganefnd Alþingis fyrr í vikunni og á fundi nefndar- innar var ákveðið að óska eftir skýringum á framúrkeyrslunni. „Við biðjum fjármálaráðuneytið að óska eftir skýringum frá fagráðu- neytum sem aftur byggja væntan- lega sínar skýringar á svörum ein- stakra stofnana,“ segir Gunnar. Jafnframt óskaði nefndin eftir að hálfs árs uppgjör liggi fyrir sem fyrst svo sem gleggstar upplýsing- ar liggi fyrir þegar vinna við fjár- aukalög hefst. Gunnar, sem varð formaður fjár- laganefndar eftir kosningarnar í vor, boðar aukið aðhald og eftirlit með ríkisrekstrinum. „Nýjum mönnum fylgja nýir siðir og ég legg ríka áherslu á aga og festu í rekstri ríkisstofnana,“ segir hann en kveðst jafnframt ekki ætla að fella dóm yfir fyrri fjárlaganefndum. Hins vegar hafi nefndin í gegnum tíðina varið miklum kröftum í fjárlaga- gerðina en minni í framkvæmd fjárlaga. „Ég vil að það verði annað meginhlutverk nefndarinnar að fylgjast með framkvæmdinni og legg mikið uppúr að hún sé með eðlilegum hætti.“ Þingið krefst aga í rekstri ríkisstofnana Þriðjungur fjárlagaliða fór fram úr áætlun á fyrstu þremur mánuðum ársins. Formaður fjárlaganefndar óskar skýringa og leggur áherslu á aga og festu í rekstri ríkisstofnana. Ýmsar skýringar kunna að liggja að baki framúrkeyrslu. ÞÚ ÁTT AÐ BORÐA ÞAÐ HÆGT! Ekki borða annars hugar – njóttu bragðsins. McVitie´s Digestives er nefnilega súkkulaðikex sem verðskuldar alla athygli þína. ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 3 76 44 0 6/ 07 ÓMISSANDI Á SS PYLSUNA Mannréttindastofa Íslands hvetur stjórnvöld til að styðja við alþjóðlega sáttmála gegn ríkisfangsleysi. Tilkynning þess efnis var send út í gær, á alþjóðadegi flóttamanna. Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Samein- uðu þjóðanna, en er eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi SÞ um ríkisfangs- leysi né samningi um réttarstöðu ríkisfangs- lausra. Alþjóðadagur flóttamanna er haldinn 20. júní árlega. Dagurinn er notaður til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem þurfa að yfirgefa heimili sín vegna ofsókna eða ofbeldis. Íslensk stjórnvöld hafa frá 1956 boðið 451 flóttamanni vernd í samvinnu við Flóttamanna- stofnun, Rauða krossinn og sveitarfélög landsins. 247 flóttamannanna hafa komið hingað eftir 1996. Í haust verður tekið á móti hópi þrjátíu flótta- manna frá Kólumbíu, en þetta er í annað sinn sem stjórnvöld taka við flóttamönnum þaðan. Verja þarf rétt ríkisfangslausra Tæplega tuttugu þúsund erlendir ríkisborgarar voru búsettir á Íslandi um síðustu áramót. Það eru um sex prósent af heildarfjölda landsmanna. Í hópi erlendra ríkisborgara eru Pólverjar lang fjölmennastir, tæplega sex þúsund eða tæplega tvö prósent landsmanna, um þriðjungur af erlendum ríkis- borgurum. Næst fjölmennastir aðfluttra voru Litháar sem voru um eitt þúsund. Heildarfjöldi aðfluttra frá Eystrasaltslöndun- um var um 1.400 manns. Til samanburðar voru um 1.700 manns frá hinum Norðurlöndun- um. Útlendingar um sex prósent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.