Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 65

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 65
Þriðja kvöldganga sumarsins sem kennd er við Kvosina, fer fram á sólstöðum og er í umsjá Listasafns Reykjavíkur. Í göngunni mun Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeild- ar Listasafns Reykjavíkur, sýna elstu og yngstu hús miðbæjarins. Í för sinni leitast hún við að lesa í form, efni og frágang húsanna sem og tengingu þeirra við staðinn. Þegar líður á gönguna er lagt til að gestir skyggnist eftir góðum stað fyrir daggarbað Jónsmessu- næturinnar. Meginhluti bygginga borgarinn- ar er reistur eftir aldamótin 1900 og hafa því flestar byggingarnar sprottið úr hugmyndafræði mód- ernismans sem snýst um hreina fagurfræði óháða sögulegri teng- ingu við eldri byggingar hvað varðar form, efni eða staðbundinn menningararf. Undir aldamótin 2000 hyllti hins vegar undir þörfina fyrir að hnýta aftur saman sjálfs- ímynd og sérkenni hvers staðar og byggingarlistin tók í auknum mæli mið af landslagi sínu, bæði hvað varðar náttúrulegt umhverfi og eldri hús sem fyrir voru með sögu og sál í farteskinu. Gangan hefst kl. 20 og tekur um klukkustund. Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 og er þátttaka ókeypis. Sumarsólstöðuganga Kómedíuleikhúsið stendur fyrir leiklistarhátíðinni Act Alone á Ísa- firði í næstu viku en hátíðin verð- ur nú haldin í fjórða sinn. Hátíð- in Act Alone er helguð einleikjum og er eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi. Dagskráin er þegar orðin smekkfull því boðið verður uppá hvorki fleiri né færri en átján ein- leiki auk leiklistarnámskeiða og fleira skemmtilega einleikið dag- ana 27. júní til 1. júlí næstkomandi. Á fyrstu einleikjahátíðinni 2004 var boðið uppá þrjá íslenska ein- leiki auk fyrirlesturs um einleiks- formið. Hátíðin hefur vaxið og dafnað æ síðan og eru nú yfir tut- tugu viðburðir skipulagðir í tengsl- um við hátíðina. Hátíðin verður sett í Alþýðuhús- inu á Ísafirði næstkomandi mið- vikudag með sýningu heimilda- myndarinnar „Leikur einn“ sem gerð var um hátíðina í fyrra. Um kvöldið verða sýndir tveir stutt- ir einleikir eftir Benóný Ægisson í Hömrum á vegum Litla Leikklúbbs- ins. Leikstjóri þeirra sýninga er Elfar Logi Hannesson, hvatamað- ur hátíðarinnar og innsti koppur í búri Kómedíuleikhússins sem sinnt hefur einleikjaforminu betur en flestir. Síðan taka við fjölbreyttir við- burðir, til dæmis námskeið um brúðuleikhús og einleiki auk mál- þings um hið síðarnefnda. Meðal gesta á hátíðinni er danski leikhús- listamaðurinn Ole Brekke sem mun skemmta gestum í líki trúðsins Ot- omoto líkt og í fyrra. Síðan er von á gestasýningu frá Eistlandi. Stoppleikhópurinn, Sögusvuntan, Möguleikhúsið og fyrrgreint Kóm- edíuleikhús eru síðan meðal þeirra fjölmörgu leikhópa er munu sýna á verk á hátíðinni. Undir lok hátíðarinnar mun Guð- rún Ásmundsdóttir flytja ásamt fríðu föruneyti óvenjulegt verk sem heitir „Ég lít í anda liðna tíð“ en þar segir hún frá leikferð á Ísa- fjörð með hið fjölsýnda gaman- verk Ævintýri á gönguför. Með í för voru Ísfirðingarnir Brynjólfur Jó- hannesson og Áróra Halldórsdótt- ir sem sögðu henni frá leikhúsinu á Ísafirði og þar kynntist hún einnig leikkonunni Sigrúnu Magnúsdótt- ur. Inn í sögu þeirra verður flétt- uð saga Sigvalda Kaldalóns, þegar hann lifði og starfaði sem læknir að Ármúla við Ísafjarðardjúp. Karl Oluf Bang fóstursonur Sigvalda kemur einnig við sögu í leiknum. Þarna verður á ferð einstakt sögu- leikhús með söngvum sem enginn ætti að missa af. Þá verður einnig opnuð myndlist- arsýning í félagsheimilinu Haukdal í Dýrafirði á verkum eftir listahjón- in Gunnar Guðmundsson og Guð- mundu Jónu Jónsdóttur frá Hofi í Dýrafirði. Bæði fóru sínar eigin leiðir í listinni og eru því í hópi svo- nefndra einfara í hinum íslenska myndlistarheimi. Stjórn Act Alone 2007 skipa Brynja Benediktsdóttir, Elfar Logi Hannesson, Jón Viðar Jónsson og Marsibil G. Kristjánsdóttir en allar nánari upplýsingar er hægt að nálg- ast á heimasíðunni www.actalone. net. Einleikið vestra Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Eldhús Bekkur með útdrægu rúmi Rúm 196x122 cm Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.