Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 48

Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 48
 21. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið gott á grillið Andinn leitar út í náttúruna þegar sumarið gengur í garð. Valentína Björnsdóttir eigandi Móður Náttúru finnur fyrir þessu og nýtir sér gróðurinn í kringum sig þegar hún útbýr villta náttúrugrillveislu. „Nú er loks runnin upp þessi lang- þráða árstíð þar sem gróðurinn er allur að springa út og jurtirnar eru hvað kraftmestar, töfrandi birtan og seiðandi sumarilmur fylla vitin á fögrum sumarkvöldum,“ segir Valentína Björnsdóttir dreymin á svip. „Allt þetta yndi vekur upp hjá manni löngun til að verða eitt með náttúrunni og finna hvernig augnablikið. Er þetta ekki einmitt góð ástæða til halda villta náttúru- veislu og fagna lífinu?,“ spyr hún með bros á vör. HEILSUHAMBORGARI MEÐ BLÓÐBERGSSVEPPUM 4 stykki 1 pakki sneiddir sveppir 10 blóðbergsgreinar eða ferskt ti- mjan 1 hvítlauksrif saxað 1 msk. smjör. (Allt sett á álpappír og búið til um- slag og grillað í u.þ.b. 10 mínútur.) 4 hamborgarabrauð 4 kjúklingabaunabuff frá Móður nátt- úru BBQ sósa 8 kúrbítssneiðar 4 þykkar rauðlaukssneiðar fetaostur 4 msk. sólskinssósa 1/2 dl sýrður rjómi Grænt salat Buffin eru smurð með BBQ sósu og grilluð. Rauðlaukur og kúrbítur penslaður með olíu og grillaður á báðum hliðum. Hamborgarabrauðið hitað á grillinu. Salat, sósa og kúrbítur sett á brauðið. Næst buffið, rauðlaukur- inn, sveppirnir og fetaosturinn. GRILLUÐ HUMMUS TORTILLA Þessi uppskrift miðast við eina tort- illu. 1 tortilla 10 tommu 2 msk. hummus frá Móður Náttúru 2 msk. sólskinssósa frá Móður Nátt- úru 7 strimlar paprika 3 kirsuberjatómatar skornir í tvennt 1 msk. sneiddur rauðlaukur 3 msk. rifinn ostur Hummus smurt á tortilluna og síðan sólskinssósu. Grænmetið er sett í miðju tortillunnar og dreift aðeins úr því. Ostinum er stráð yfir og smá sóskinsósu. Tortillan er brotin inn á í hliðunum og rúllað upp. Tortillan er grilluð í 4 mínút- ur á hvorri hlið á efri grindinni, eða þar til fallegur litur er kominn á tortilluna. Borið fram með brak- andi grænu salati. RABARBARAUNAÐUR 300 gr eplamús 1/2 bolli dökkar súkkulaðirúsínur 1/2 kg rabarbari sneiddur 1/2 bolli hlynsíróp 1 msk. kanill Öllu blandað saman og sett í ál- form með álpappír yfir, grillað í 25 mínútur á efri grindinni með grillið lokað. Borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Villt náttúrugrillveisla Valentína Björnsdóttir við gnægtarborð náttúrunnar. Kjúklingabuff er notað í stað hefðbundins hamborgara.Hamborgari með blóðbergssveppum. Rabarbara-unaður með súkkulaðirúsín- um og kanil. Grilluð hummustortilla með papriku og rauðlauk. Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar G S æ g r e i f a n s Humarsúpa r i l l ve is l a Fiskur á grillið Hin fullkomna humarsúpa samkvæmt New York Times

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.