Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 68
Tökur á fjórðu Indiana Jones- myndinni hófust á mánudaginn en frá þessu er greint á heima- síðu kvikmyndatímaritsins Emp- ire. Mikið hefur gengið á í und- irbúningi myndarinnar og hefur fleiri tugum handrita verið kastað út af borðinu. En nú er allt klapp- að og klárt og þeir Steven Spiel- berg, George Lucas og að sjálf- sögðu Harrison Ford eru samein- aðir á nýjan leik. Kvikmyndaspekúlantar úti í heimi hafa þó efast um þetta framtak og bent á að Ford sé orðinn rúm- lega sextugur sem sé ekki beint „rétti“ ald- urinn fyrir ofurhuga á borð við Indy. Framhjá því verði varla horft að átján ár séu liðin síðan Ford setti upp hattinn góða og barðist við illræmda nasista og vafasamar kærustur. Lítið fæst uppgefið um eigin- legan söguþráð myndarinnar en þó eru taldar mestar líkur á því að Shia LeBeouf leiki son Indiana Jones. Ef marka má leikarahópinn er þó ljóst að aðstand- endur myndarinnar hyggjast leggja allt í sölurnar til að tryggja áfram- haldandi vel- gengni Indiana Jones en meðal leikara má nefna Ray Win- stone, John Hurt og Cate Blanchett. A Night at the Roxbury er tímalaus klassík Sumarið hefur verið und- irlagt af framhaldsmynd- um og um helgina verður þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk frumsýnd. Ekki sér fyrir endann á þessu því í næstu viku kem- ur fjórða myndin um John McClane og síðan koma þær til landsins ein af annarri. Til viðbótar við Skrekk er verið að sýna framhaldsmyndirnar um sjóræningjana á Karíbahafinu og Köngulóarmanninn í kvikmynda- húsum borgarinnar. Auk þeirra má rekast á áframhald af lík- amsmeiðingum í Hostel, vírus í 28 Weeks Later og glæsibófum Ocean-geng- isins. Að ógleymdum sum- arsmellinum um hin Fjögur fræknu og Silfurbrimbretta- kappann og Goal II. „Samkvæmt talningum á vefnum verða í kring- um tuttugu fram- haldsmynd- ir af ein- hverju tagi frumsýnd- ar á þessu ári þar vestra,“ segir Ól- afur H. Torfason, kvikmyndarýnir Rásar 2, og játar að þetta sé hreint ótrúlegt sumar hvað þetta varðar. Ólafur útskýrir hins vegar að þetta sé engin tilviljun, kvik- myndaiðnaðurinn í Bandaríkjun- um gangi frekar illa heima fyrir og sé í hálfgerðri vörn. „Aðsókn- in hefur verið að dragast saman enda hefur fólk yfir að ráða full- komnum heimabíóum auk niður- halsins af netinu.“ Því sé gripið til þess ráðs að framleiða kvikmynd- ir með persónum sem fólk þekkir ágætlega. „Slíkt gerir alla mark- aðssetningu auðveldari vegna þess að þú þarft ekki að kynna eitthvað nýtt fyrir neytandanum.“ Ól- afur bendir jafnframt á að í dag snúist allt um að fanga fólk fyrstu helgina, taka áhorfend- ur með trompi áður en kvikmyndin fer að spyrjast út. Undir þetta tekur Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri vefsíðunnar logs.is. Hann segir að svo lengi sem þessar mynd- ir skili gróða verði þeim haldið áfram. „Hollywood er bara buisness. Og á meðan þetta er góður buisness sér ekki fyrir endann á þessu.“ Hann bætir þó við að þetta sé síður en svo nýtt af nálinni í Hollywood. Þetta hafi allt byrjað í kring- um áttunda áratuginn þegar pen- ingamaskínan í Englaborginni fór að rúlla fyrir alvöru með kvik- myndum á borð við Jaws og Star Wars. „Þá sáu menn að hægt var að græða gommu af peningum. En um leið fylgdi þeim meiri kostnað- ur, leikarar heimtuðu hærri laun og myndir urðu sífellt dýrari enda urðu þær að verða stærri smellir. Og þá fóru menn að hugsa hvort það væri ekki hagkvæmara að vinna með sama umfjöllunarefn- ið.“ Ólafur telur þetta vissulega vera varhugaverða þróun og beri að einhverju leyti vott um hug- myndafátækt. „Þetta segir manni líka hverjir eru komnir til valda í kvikmyndaverunum, mennirn- ir með dollarana í augunum.“ Ás- grímur bendir þó á að þegar horft er yfir bandarískan kvikmynda- iðnað megi kannski ekki einblína um of á þessa sumarsmelli og dæma hann út frá því. Enda fái áhugamenn um gæðamyndir sitt- hvað fyrir sinn snúð í janúar og febrúar þegar væntanlegir keppi- nautar fyrir Óskarinn koma til landsins. Marc Forster hefur verið ráð- inn leikstjóri næstu myndar um James Bond en hún verður sú 22. í röðinni. Daniel Craig verður að sjálfsögðu í hlutverki breska leyniþjónustumannsins en síð- asta mynd, Casino Royal, gekk framar vonum og er sú tekju- hæsta í þessum vinsæla kvik- myndabálki. Ekki verður hins vegar annað sagt en að þessi ákvörðun Brocc- oli-fjölskyldunnar komi mörgum James Bond-aðdáendum í opna skjöldu. Jafnvel meira en valið á Daniel Craig í hlutverk Bond á sínum tíma. Forster er nefnilega þekktur fyrir kvikmyndir sem seint verða sakaðar um að vera þjakaðar af hvers kyns sprengjum og hraða. Hann hefur nýlokið við gerð kvikmyndarinnar Flugdrekahlaup- arinn sem byggð er á samnefndri metsölubók Khal- ed Hosseini. Þar áður hafði hann gert rólyndis- myndina Finding Neverland með Johnny Depp í aðalhlutverki og Stranger than Fiction þar sem Will Ferrell fór á kostum. Áætlað er að tökur hefjist í London í lok desember á þessu ári en hún verði síðan frumsýnd ári seinna. Henni hefur ekki verið gefið nafn en vitað er að Ósk- arsverðlaunahafinn Paul Hagg- is skrifar fullbúið handrit ásamt Forster. Nýr Bond-stjóri Fjórða myndin komin í tökur – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.