Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 13

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 13
Ónafngreindur einkaaðili hefur á alþjóðlegu flugsýningunni í París lagt fram pöntun á Airbus A380-risaþotu, til notkunar sem einkaþotu. Að því er greint er frá á fréttavef BBC segja talsmenn Airbus að kaupandinn, sem sé hvorki frá Evrópu né Bandaríkjun- um, myndi nota vélina „til persónulegra nota fyrir sig og fylgdarlið sitt“. A380-þotan er á tveimur hæðum, með nýtanlegt rými upp á 900 fermetra og kostar sem svarar um 19 milljörðum króna. Sérþjálfaða flugmenn þarf til að fljúga vélinni og hún getur ekki lent nema á sumum flugvöllum. Sautján ára piltur hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur í hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn stúlku sem þá var þriggja ára gömul. Pilturinn neitaði sök en var sakfelldur fyrir að hafa í fyrra- sumar nuddað kynfæri þriggja ára systurdóttur sinnar utan- klæða á heimili hennar. Hann var ákærður fyrir að hafa káfað á stúlkunni innanklæða og fróað sér að henni ásjáandi en var sýknaður á grundvelli staðfastr- ar neitunar sinnar og reikuls framburðar stúlkunnar. Þá var hann sýknaður af því að hafa nuddað og sleikt kynfæri og rass fjögurra ára stúlku sum- arið 2005. Ekki þótti sannað að hann hefði gerst sekur um athæf- ið þar sem stúlkan sagði við eina yfirheyrsluna að henni hefði tek- ist að færa sig frá piltinum þegar hann reyndi að snerta hana og sleikja. Í dómnum kemur fram að brot hans hafi haft talsverð áhrif á systurdóttur hans. Hún hafi sýnt óeðlilega kynferðislega hegðun í kjölfarið, gréti við minnsta áreiti, og vildi helst ekki fara að sofa, allra síst í eigin rúmi. Við ákvörðun refsingar var litið til ungs aldurs piltsins, auk þess sem læknir sagði piltinn „með þroskafrávik og ekki ganga heill til skógar.“ Þá myndi fang- elsisvist hafa á hann slæm áhrif. Sautján ára á skilorð fyrir brot gegn barni göngu- sumarsins garpa Fyrir SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Deuter Aircontact 65+10 l Poki ársins í sínum flokki árið 2004 og 2006 hjá Outdoor tímaritinu. Verð 23.990 kr. Einnig 60+10 l.: 23.990 kr. Deuter Aircontact 75+10 l Stór poki í Aircontact línunni. Fyrir þá sem fara lengra! Verð 25.490 kr. okar - ár eftir ár ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Nú er rétti tíminn til að kaupa SENTINEL garðtraktor Á BETRA VERÐI! 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 76 cm sláttubreidd, afturkast 5 hraða skipting, grassafnari. 199.000,- 18 ha Briggs & Stratton mótor 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast 5 hraða skipting, grassafnari. 279.000,- 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast 5 hraða skipting. 169.000,- 15,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 209.000,- 17 ha Briggs & Stratton mótor 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 239.000,- 18 ha garðtraktorinn er með stýri á öllum hjólum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.