Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 40

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 40
 21. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið gott á grillið Gísli Þorsteinsson markaðs- stjóri Matvælarannsókna Íslands er vanur grillari og veit hvað er best á grillið. „Ég mæli með því að fólk velji sér stóra bita af kjöti í stað smærri og lambalæri er oft ágæt lausn ef grilla á fyrir fjóra til fimm full- orðna eða fleiri,“ segir Gísli. Ef bitarnir eru stórir er mikil- vægt að kjötið sé meyrt að sögn Gísla. „Lambalærið er ákaflega meyrt og tekur vel við kryddi, eig- inlega eftir smekk hvers og eins,” segir hann. Undirbúningur skiptir miklu máli að sögn Gísla ef vel á að tak- ast til við matargerðina. „Mik- ilvægt er að þíða lærið í ísskáp í þrjá til fimm daga hafi það verið keypt frosið. Þá er mjaðmabein og rófubein fjarlægt svo auðvelt sé að skera kjötið eftir að það hefur verið grillað. Lærið er kryddað með saltlausum kryddum eða sett í marineringarlög í einn til tvo sól- arhringa. Því er síðan pakkað inn í tvö til þrjú lög af álpappír og sett á grillið eins nálægt hita og mögu- legt er ef um gasgrill er að ræða eða á kolin ef kolagrill er notað. Gott er að láta lærið liggja í tut- tugu mínútur áður en því er velt á hina hliðina í aðrar tuttugu mínút- ur. Svo er því velt aftur eða þar til það er orðið nægilega steikt.“ Gísli segir að gott sé að stinga hitamæli í miðjan þykkasta vöðvann á lærinu á meðan það ligg- ur á grillinu svo hægt sé að fylgj- ast með því hvort að það sé orðið nægilega steikt. „Þegar hitastig- ið í miðju læri er orðið 56 – 57 °c er það orðið hæfilega steikt. Þá er það tekið af grillinu og látið jafna sig á álpappírnum í tíu mínútur áður en það er skorið. Kosturinn við að vera með læri er að það er hægt að fá mismunandi vel steikt kjöt af sama læri,“ segir Gísli. Meðfylgjandi er tillaga Gísla að maríneringu á lærið. Hráefnið er sett í matvinnsluvél eða blandara ásamt matskeið af púðursykri (má sleppa) og teskeið af salti. Maukinu smurt á lærið og það sett á álpappír. Þá er grein af fersku rósmaríni sett á lærið og því síðan pakkað inn. emilia@frettabladid.is Lambalærið best á grillið Gísli segir lambalæri góðan kost ef grilla á fyrir marga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þetta kartöflusalat er fljótlegt og auðvelt að framreiða. Það passar vel með flestum grillmat og fellur vel í kramið hjá öllum aldurshóp- um, enda er erfitt að klikka með blöndu af kartöflum, hvítlauk og tómötum. Byrjið á að sjóða kíló af kart- öflum. Þær þurfa að vera smáar og með góðu hýði. Ef veislan fer fram um kvöldið þá er gott að sjóða kartöflurnar á hádegi svo þær séu orðnar kaldar seinnipartinn. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar á að skera þær í báta og hafa hýðið á. Svo eru sólþurrkuðu tómatarnir saxaðir niður í smátt og hvítlaukur- inn pressaður og steiktur í olíunni af tómötunum. Þeim sem þykir hvítlaukur góður ættu endilega að steikja bara meira af honum. Að lokum er tómötum og kartöfl- um bætt á pönnuna og allt steikt í svolitla stund, eða þar til kartöfl- urnar eru örlítið brúnaðar. Setið í fallega skál, skreytið með sólblómafræjum, berið fram og njótið! mhg@frettabladið.is Suðrænt kartöflusalat Sólþurrkaðir tómatar og hvítlaukur gera þetta að einu gómsætasta kartöflusalati sem sögur fara af. Það er ýmislegt fleira hægt að gera á grillinu en grilla kjöt og fisk því eftirréttirnir geta verið virkilega ljúffengir af grillinu líka. Hér eru tvær hugmyndir að grilluðum eft- irrétti; réttur fyrir fullorðna og annar fyrir alla fjölskylduna. GRILLAÐAR FERSKJUR MEÐ MASCARPONE OG BRANDÍ Uppskrift fyrir sex: 3 ferskjur, steinlausar og skornar í fernt 2 msk. sykur 2 msk. brandí 1 msk. ferskur sítrónusafi 50 gr Galbani Mascarpone-ostur 1/4 tsk. vanilludropar 3/4 bolli þurrt hvítvín Carapelli Extra Virgin ólívuolía Penslið grindina á grillinu með ólífuolíu. Setjið ferskjurnar á miðl- ungs heitt grillið og grillið í 2 til 3 mínútur á hvorri hlið, í um 5 til 6 mínútur í allt. Þá ættu ferskjurn- ar að vera orðnar heitar í gegn og mjúkar og að auki komnar með þessi líka fínu grillrendur. Á meðan ferskjurnar eru á grill- inu er sykur, brandí og sítrónusafi sett í skál og blandað saman. Legg- ið síðan til hliðar. Þegar ferskjurnar eru tilbún- ar eru þær settar á grunnan disk. Hellið brandí-blöndunni yfir og hrærið svo blandan dreifist sem best. Leggið til hliðar í 15 mín. Setjið Mascarpone-ostinn og vanilludropana í skál og blandið saman. Skiptið ferskjunum (og brandí- blöndunni) á sex diska. Hellið hvít- víninu yfir. Setjið ostinn ofan á ferskjurnar og berið fram. GRILLAÐIR BANANAR Einn banani á hvern matargest. Mjólkursúkkulaði eða Mars Álpappír Rjómi Skerið rauf í endilangan banan- ann. Setjið súkkulaði í raufina og vefjið bananann inn í álpappír. Grillið í um það bil tuttugu mín- útur og berið fram með þeyttum rjóma. Grillaðir ávextir í eftirrétt Ferskjur eru góðar ferskar og gríðarlega góðar grillaðar. Grillaðir bananar með súkkulaði eru svakalega vinsælir meðal fólks á öllum aldri. Norm-X Heitir pottar Íslensk framleiðsla Heimasíðan okkar er www.normx.is Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sig í framleiðslu heitra potta sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd og ljósabúnað og tvær gerðir af lokum. Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og Seglaþjónustan ehf. sími 461-5077 Norm-X Auðbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899 www.normx.is normx@normx.is Setlaug 2050 L með legubekk Snorralaug 2000 L Setlaug 1200 LGrettislaug 1500 L

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.