Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Fleiri en tvö hundruð þúsund manns hafa farist og milljónir eru á flótta. Þrátt fyrir neyðina hefur alþjóðasamfélagið brugð- ist við hörmungunum í Darfur-héraði í Súdan með hálfkæringi og seinagangi. Amnesty International hef- ur opnað heimasíðuna www. eyesondarfur.org til að kynna heiminum málið. Snemma morguns 25. apríl árið 2003 réðust uppreisnarmenn Frels- ishers Darfur á súdanska flugstöð í norðurhluta Darfur, eyðilögðu stríðstól og rændu vopnabúr. Frels- isherinn krafðist umbóta í Darfur, sjálfsstjórnar handa héraðinu og að vera viðurkenndur sem stjórnmála- afl. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru að skipa vígahópa til höfuðs upp- reisnarmönnunum, sem kallaðir eru Janjawid. Átök þeirra og stjórn- arhersins við Frelsisherinn og aðra uppreisnarhópa hafa hrjáð Darfur héraðið í þau rúmu fjögur ár sem liðin eru frá árásinni á flugstöðina. Janjawid-vígahóparnir er skipaðir aröbum úr ættbálkum Baggara. Hóparnir hafa farið um Darfur með eldi og brennisteini, eyðilagt brunna, akra og guðshús og tortímt lífsnauðsynjum íbúa héraðsins. Ríkisstjórn Súdans viðurkennir ekki að hún styrki Janjawid-hóp- ana, þó ljóst liggi fyrir að hún hafi ljáð þeim fjármuni og aðstoð og tekið þátt í skipulögðum árásum þeirra á ættbálka héraðsins. Mikið hefur verið deilt um hvort flokka megi stríðsglæpi Janjawid og stjórnarhersins sem þjóðar- morð. Þó að svertingjar og ættbálk- ar þeirra hafi helst þurft að sæta harðræði, segja Sameinuðu þjóð- irnar að aðgerðir stjórnvalda bein- ist ekki sérstaklega gegn svarta kynþættinum. Sumir vígamann- anna hafi það þó kannski á dag- skránni að drepa blökkumenn. Stríð stjórnarhersins og Jan- jawid gegn vopnuðum vígahópum er ekki eina vandamálið sem steðj- ar að héraðinu. Fjögurra ára stríðs- átök hafa boðið upp á gróðatæki- færi. Menn hafa hrifsað til sín eignir stríðhrjáðra bænda, rænt neyðarbirgðum og farartækjum og kúgað fé út úr íbúum héraðsins. Uppreisn Frelsishersins og heiftar- leg viðbrögð ríkisstjórnarinnar við henni hafa valdið gríðarlegum hörmungum í héraðinu. Yfir 200 þúsund hafa farist. Tvær og hálf milljón manna hafast við í flótta- mannabúðum í landinu og 200 þús- und til viðbótar hafa flúið til nágrannaríkisins Tsjad. Flóttamannabúðirnar eru yfir- fullar og undirmannaðar. Starfs- menn mannúðarsamtaka leggja sig í mikla hættu með veru sinni þar og engri stofnun er treyst til að halda uppi vörnum, lögum og reglu í búð- unum. Fyrir ári fóru sjö konur frá bænum Kalma út úr flóttamannabúðunum sem þær dvöldust í til að safna eldi- viði. Liðsmenn Janjawid réðust á þær, börðu þær og skiptust á að nauðga þeim. Þegar þeir höfðu lokið sér af rifu þeir konurnar úr öllum fötunum og hlógu að þeim þegar þær hlupu naktar burt. Ein þeirra var ófrísk þegar árásin átti sér stað. Vígamenn Janjawid hafa beitt nauðgunum óspart sem vopni gegn konum. Í Súdan eru konur taldar óhreinar hafi þeim verið nauðgað og gerðar brottrækar úr samfélag- inu. Stundum er þeim nauðgað á fjölförnum stöðum til að auka nið- urlæginguna. Ein af flóttakonunum sagði full- trúum Amnesty International frá því þegar Janjawid rændu henni og fleiri konum úr þorpinu hennar í vesturhluta Darfur. „Á daginn börðu þeir okkur og hrópuðu: „Við munum útrýma ykkur, svörtu konunum. Þið eigið engan Guð.“ Á næturnar var okkur nauðgað aftur og aftur.“ Colin Powell, þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í september 2004 að hann teldi að stjórnarherinn og Janjawid fremdu þjóðarmorð í Darfur. Þrátt fyrir yfirlýsinguna breyttist stefna Bandaríkjanna í samskiptum ríkj- anna ekkert. Hinn 31. ágúst í fyrra ákvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að senda 17.300 manna friðargæslulið til Darfur. Ríkisstjórn Súdans mót- mælti þessu og skipaði herliði Afr- íkubandalagsins, sem hefur haft viðveru í héraðinu síðan 2004, að yfirgefa svæðið. Ríkisstjórnin hefur ekki leyft friðargæsluliði SÞ að grípa inn í átökin og nýtur þar stuðnings Kín- verja, sem hafa mikil ítök í örygg- isráðinu. Í maí síðastliðnum lýsti George Bush Bandaríkjaforseti yfir efna- hagsþvingunum gegn Súdan fyrir að hafa ekki afvopnað vígahópana og andstöðu yfirvalda við friðar- gæslulið SÞ. Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, einn stofnenda Lækna án landamæra, heimsótti Súdan á dögunum til að ræða mögu- lega aðkomu Frakka að friðarum- leitunum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að þvinga ríkisstjórn Súdans til að stöðva blóðbaðið. Hörmungar fjarri augum heimsins Getur leitt í ljós alvarlega fæðingargalla Þurfa að hafa flúið land 6021 SÁ ALLR A ÓDÝRAS TI Kr. 8.990,- VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA GERÐUVERÐSAMANBURÐ ÓDÝRASTIBLUETOOTH SÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.