Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 34

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 34
Eftirspurn eftir hreinlætis- vörum frá Sonett eykst í Evrópu. Starfsmenn Sonett voru nýlegar staddir hérlendis til að kynna hrein- lætisvörur fyrirtækisins, sem eru framleiddar með umhverfisvæn sjónarmið að leiðarljósi, og njóta síaukinna vinsælda. „Í grunninn gera þrír þættir vör- urnar okkar alveg einstakar,“ útskýrir Beathe Oberdorfer, full- trúi Sonett, sem flutti fyrirlestur um innihald og virkni hreinlætis- varanna í versluninni Yggdrasil, ásamt Gerhard Heid. „Í fyrsta lagi notum við eingöngu efni sem leys- ast alveg upp með eðlilegum hætti úti í náttúrunni og eru ekki ofnæm- isvaldandi. Í öðru lagi notum við nánast eingöngu olíur, sem verða til með lífrænni ræktun. Síðan en ekki síst eins hreint vatn og völ er á.“ Að sögn Beathe eiga þessi atriði sinn þátt í því að gera Sonett-hrein- lætisvörurnar einstakar út frá vist- vænu sjónarhorni og hafa þær hlotið viðurkenningu fyrir stimpl- ana ecogarantine og ecocontriol, sem eru gefnir út frá ströngum mælikvarða um umhverf- isvænar vörur. Auk þess eru Sonett- hreinlætisvörurnar unnar úr hráum jurta- og stein- efnum og þar af leiðandi lausar við kemísk efni, ens- ími, litar-, lyktar- og rot- varnarefni. Bleikiefni eru síðan ekki í sjálfu þvotta- efni fyrirtækisins, heldur í sérstökum umbúðum sem fylgja með í pakkningun- um. Beathe segir rotvarn- ar- og ilmefnin einmitt vera eina helstu orsakavalda ofnæmis. „Svo hættir ilmefnum dæmigerðra hreinlætis- vara til að sitja eftir, safna í sig skít og menga andrúmsloftið,“ bendir hún ennfremur á. „Þannig að þótt yfirborðsóhreinindi séu ef til vill á bak og burt, fylgja því ýmsir ókost- ir að nota þessi dæmigerðu hreinsiefni.“ Þess má loks geta að vörurnar frá Sonett eru í síauknum mæli að ryðja sér til rúms í Evrópu, þótt Beathe viðurkenni að hlutur umhverfisvænna hreinlætisvara sé enn lítill á markaðnum. „Vonandi á það bara eftir að breytast, enda um góðar og skil- virkar vörur að ræða. Svo ekki sé nú talað um umhverfisvænar.“ Umhverfismál í öndvegi DALTON Litir: Ljós / Beige – Ólífugrænn – Malt-brúnn 3ja sæta Verð áður 109.000 kr. Nú 87.200 kr. Svefnsófi Verð áður 159.000 kr. Nú 127.000 kr. Stóll Verð áður 82.000 kr. Nú 65.600 kr. Skemill Verð áður 48.000 kr. Nú 38.400 kr. 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.