Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 66
Í Síldarminjasafninu á Siglufirði ætla menn að þinga á laugardag um Síldina og skáldið – þar verður málþing um Guðsgjafaþulu Hall- dórs Laxness. Hefst þingið á laug- ardag kl. 14 og stendur fram undir kvöldmat. Guðgjafaþula er eins og kunnugt er sagan af Íslandsbersa og ganga flestir út frá því sem vísu að fyr- irmynd þess mikla síldarspekúl- ants og útgerðarmanns sé Óskar Halldórsson útgerðarmaður. Er þá bæði vitnað til gagna frá Halldóri um að hann hafi heitið Óskari að skrifa ævisögu hans og einnig eru í sögunni fjöldi minna sem tengj- ast Óskari en hann hafði um langt skeið aðsetur á Siglufirði. Þingið á laugardag setur Guðný Dóra Gestsdóttur, forstöðumaður setursins á Gljúfrasteini. Þá les Theodór Júlíusson leikari kafla um Guðsgjafaþulu úr óútgef- inni samtalsbók Ólafs Ragnars- sonar bókaútgefanda við Halldór Laxness um líf hans og verk, en þeir Ólafur og Theodór eru báðir heimamenn. Bók Ólafs er væntan- leg í haust. Þá taka við bókmenntafræðing- ar: „Hér er ég að rekja þá einu sögu þar sem ævisaga mín skiftir ekki máli...“ – Haukur Ingvars- son, bókmenntafræðingur, skáld og Víðsjármaður spyr hvaða sögu segir Guðsgjafaþula? Stallsystir hans í bókmennta- stofnun, Katrín Jakobsdóttir þing- maður, kallar sitt innlegg „Guði sé lof það var bara arsenik.“ um brennivín, Halldór Laxness og Guðsgjafaþulu. Hannes Baldvinsson ásamt Ör- lygi Kristfinnssyni rekur þá stað- fræði sögunnar í samhengi raun- veruleikans: Guðsgjafaþula og siglfirskar fyrirmyndir og loks skyggnist Sigurjón Jóhannsson, leikmyndahönnuður og Siglfirð- ingur um sögusviðið. Þá lesa Theodór Júlíusson og Þór Tulinius upp. Að lokinni dag- skrá eru pallborðsumræður með þeim Katrínu Jakobsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Gunnari Rafni Sig- urbjörnssyni. Ríkisútvarpið verður með nema og band á staðnum og má vænta þess að þessu merka þingi verði gerð skil á Rás 1 á komandi mán- uðum, en það er fyrsta alvarlega tilraunin til að taka sögu Halldórs til skoðunar á alvarlegan máta. Um kvöldið kl. 18 verður fram- reiddur í Bátahúsi kvöldverður: síldarborð nema hvað og sungið undir borðum. Þá verður minnst hundrað ára afmælis Róalds- brakka. Eftir mat verður stiginn dans á bryggjunni við harmon- ikuspil og saltað í nokkrar tunn- ur í tilefni dagsins. Það er Síld- arminjasafnið sem stendur fyrir þessu og er svo að sjá að nú hygg- ist Siglfirðingar eigna sér sög- una en lengi hafa menn þar og úr Djúpuvík á Ströndum þóst eiga þann stað sem Halldór skóp í sögu sinni. Gestir og heimamenn geta hald- ið áfram ferð um horfnar sögu- slóðir síldarinnar: á sunnudegin- um verður farið að rústum Evang- ersverksmiðju austan fjarðar og er lagt upp kl. 14 og nýr áningar- staður ferðamanna vígður. Guðsgjafaþuluþing haldið á Siglufirði Myndlistarsýningin SPIK verður opnuð í Selasetri Íslands á Hvammstanga laugardaginn 23. júní kl. 16. SPIK er samstarfsverkefni hóps myndlistar- manna sem kallar sig Selínu. Hópurinn hefur hefur um tveggja ára skeið unnið að undirbúningi þessarar sýningar og meðal ann- ars farið í nokkra rannsóknarleiðangra á Vatnsnes- ið til þess að gaumgæfa seli og afla efnis og hug- mynda fyrir verkefnið. Verkin á sýningunni eru unnin í margs konar efni en eiga það sameiginlegt að byggja á hugmyndum þar sem selurinn er í aðal- hlutverki á einn eða annan hátt. Verkin fjalla meðal annars um þá þjóðsagna- kenndu dulúð sem oft birtist í sögnum um seli og heimkynni þeirra, samskipti manns og náttúru, hamskipti, ævintýri og þjóðsögur. Í tengslum við sýninguna verður safnað sögum um seli. Verkefnið er unnið í samstarfi við Selasetur Ís- lands og verður listaverkunum komið fyrir innan um sýningargripi setursins. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Anna Guðjónsdóttir, Anna Hallin, Anna Líndal, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Eygló Harðardóttir, Olga Bergmann og Ólöf Nordal. Einnig taka arkitekt- arnir Hrefna Björg Þorsteindóttir og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir þátt í sýningunni. Sýningin er opin á opnunartíma setursins og stendur yfir til ágústloka. Nánari upplýsingar eru á www.selasetur.is Selir með mannsaugum JÓNSMESSU TÓNLEIKAR LAUGARD. 23. JÚNÍ 2007 SIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1000 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA MEGAS & KK SÉRSTAKIR GESTIR REGGIE-KÓNGAR ÍSLANDS HÚ HJÁLMAR „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.