Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 78
 Ísland mætir Serbum í kvöld í þriðja leik sínum í undan- keppni EM í Finnlandi 2009. Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína, gegn Grikkjum og Frökkum. Ser- bar eru með sterkt lið en möguleik- arnir á að komast í lokakeppnina virðast mjög raunhæft markmið. „Við höfum nokkrum sinnum verið á mörkunum með að kom- ast í lokakeppni en herslumuninn hefur vantað. Nú erum við kannski með aðeins sterkari hóp og það er búið að fjölga í tólf þjóðir í úrslita- keppninni. Þetta lítur því vel út en það er mikil vinna eftir,“ sagði fyrirliðinn Ásthildur Helgadótt- ir í gær. Serbar unnu Slóveníu 5-0 í eina leiknum sínum til þessa í riðlinum en með þeim leika fjórar stúlkur sem spila á Íslandi. „Serbar eru einum styrkleika- flokki fyrir neðan okkur en við vanmetum þær alls ekki. Þær verða að keppa við okkur og Frakka um að komast áfram,“ sagði Ásthildur. Serbía er í sæti númer 31 á styrkleikalista FIFA en Ísland númer 21. „Við verðum að vera áfram grimmar í návígi og sýna sömu baráttu og gegn Frökkum. Ég vona að við verðum aðeins meira með boltann og getum spilað meira saman. Við þurfum núna að taka það skref og sýna stöðugleika sem hefur verið skortur á hjá okkur,“ sagði fyrirliðinn. Stemningin í kringum landslið- ið er með besta móti en stelpurn- ar eru einbeittar í verkefninu. Þóra B. Helgadóttir, systir Ást- hildar, segir stelpurnar í landslið- inu einkar samheldnar. „Við töl- uðum um það eftir Frakkaleikinn að það var áþreifanleg stemningin og liðsheildin í hópnum, hjá öllum átján. Þær sem voru á bekknum komu virkilega vel inn og liðs- heildin er mjög sterk. Það skipt- ir öllu máli í þessu, þetta er hóp- íþrótt en ekki einstaklingsíþrótt,“ sagði Þóra. Til marks um stemninguna í hópnum þá beittu stelpurnar skemmtilegri aðferð til að ná sér niður fyrir Frakkaleikinn. „Það var mjög góð stemning inni í klefa fyrir leikinn þar sem Katrín var jú aftur fremst í flokki. Við sett- um tónlistina í botn og dansinn dunaði. Við gerðum þetta til að ná spennustiginu niður. Það hefur plagað okkur að vera með of hátt eða of lágt spennustig og í leik eins og þessum á móti Frökkum þurftum við að ná þessu niður,“ sagði markmaðurinn knái. Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er liður í undan- keppni EM sem fram fer í Finnlandi 2009. Eftir frábæran sigur á Frökkum hafa stelpurnar undirbúið sig vel og stemningin í hópnum er einkar góð. Kvennalandsliðið gisti á flughótelinu í Keflavík í nótt og fer í göngutúr og á fund í dag fyrir leik- inn í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Sig- urður Ragnar Eyjólfsson vann svo sannarlega heimavinnuna fyrir sig- urleikinn gegn Frökkum. Undirbún- ingur hans fyrir þennan leik hefur verið mikill. „Ég er búinn að skoða þær vel. Þær gerðu fjórar breytingar á hópnum frá 5-0 sigurleiknum gegn Slóveníu. Við einbeitum okkur samt sem áður fyrst og fremst að okkar leik. Við vitum hvað við þurfum að gera. Þetta er erfiður andstæðingur en ég hef fulla trú á liðinu. Við erum með sjálfstraust- ið í botni og við höfum þegar sýnt hvað við getum. Ég hef trú á því að við sönnum það enn frekar,“ sagði Sigurður. Gegn Frökkum lá liðið mikið til baka og treysti á skyndisóknir en taflið snýst líklega við í kvöld. Ísland er fyrirfram talið sigur- stranglegri aðilinn í leiknum. „Við þurfum að halda boltanum betur innan liðsins og finna framherjana okkar. Við stefnum á sigur og því ætlum við að sækja en halda jafn- framt áfram þeim sterka varnar- leik sem við höfum sýnt,“ sagði Sigurður en Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í undankeppn- inni. Landsliðsþjálfarinn segist ekki finna fyrir pressu eftir sigurinn frækna gegn Frökkum, einu besta liði heims. „Nei, en það er bara gaman að þessum meðbyr. Við erum ánægð með árangurinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Við erum með sjálfstraustið í lagi Leikur Íslands og Ser- bíu fer fram klukkan 21.15 í kvöld sem er frekar óhefðbundinn tími. Það má rekja til þess að setning alþjóðaleika ungmenna verður á Laugardalsvelli fyrr um daginn. Í dag eru sumarsólstöður, lengsti dagur ársins og því má búast við góðu sumarkvöldi á vellinum í kvöld en aðeins kostar 1.000 krón- ur á leikinn. „Það er tilhlökkun í mér fyrir leikinn og vonandi fjöl- mennir fólk á þennan Jónsmessu- leik,“ sagði Ásthildur Helgadótt- ir við Fréttablaðið í gær og hvatti fólk til að fjölmenna í kvöld. „Það er ekki spurning að áhorf- endur geta skipt sköpum fyrir okkur. Vonandi fjölmennir fólk í kvöld og styður við bakið á okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Jónsmessuleikur í Laugardal Engin táfýla af skónum, bara sigurlykt Glæsileg verðlaun: 1. sæti: Flugmiðar að verðmæti 50.000 krónur 2. sæti: 25.000 kr. gjafabréf í Golfbúðinni Hafnarfirði 3. sæti: 15.000 króna inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði Nándarverðlaun á tveimur holum: 7.500 króna inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði Þátttökugjald kr. 4.500 Súpa og brauð innifalið eftir mót. Opna FEDEX fer fram á Vífilstaðavelli, laugardaginn 23. júní. Höggleikur með og án forgjafar. P IP A R • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.