Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 86

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Nú er ekkert kjaftæði í gangi. Þetta verður gert af fullum krafti í þetta sinn,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sem nú er kominn í einkaþjálfun hjá líkamsræktarmógúlnum Arn- ari Grant. Hittast þeir félagar nú nánast daglega í Laugum þar sem Arnar þrælar borgarfulltrúanum út. „Ég vinn mjög mikið og ég finn að þegar ég er ekki í góðu líkam- legu formi þá bitnar það á vinn- unni,“ segir Björn Ingi. Markmið borgarfulltrúans í ræktinni end- urspeglast þó ekki í þyngdartöl- um eða fituprósentum heldur vill hann fyrst og fremst halda góðri heilsu. „Markmiðið er að vera í góðu formi, líta sæmilega út og vera ekki með spik framan á sér. Þetta er ekki einhver skyndimegr- un heldur snýst þetta um lang- tímaárangur.“ Líkamlegt form Björns Inga hefur fengið töluverða athygli upp á síðkastið og hefur hann ekki farið leynt með þá staðreynd að hann hafi bætt á sig eftir sveitar- stjórnarkosningarnar fyrir rúmu ári. Ljóstraði hann því síðan upp í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu að kílóin væru orðin 108. „Þetta er hörkupúl en það er þess virði,“ segir Björn Ingi um æfingarnar hjá Arnari. Þjálfarinn sjálfur er mjög ánægður með framgöngu Björns Inga til þessa í tækjasalnum og sparar ekki stóru orðin þegar kemur að mögulegum langtíma- markmiðum. „Hann er sterklega byggður frá náttúrunnar hendi og hefur allt að bera til að ná góðum árangri. Ég er að reyna að færa hann upp á næsta stig í líkams- rækt og vil meina að hann verði góður kandídat í fitness eftir tvö ár ef fram heldur sem horfir.“ Arnar segir að áherslan hjá Birni Inga sé fyrst og fremst þrí- þætt, að minnka fituprósentuna, auka styrkinn og bæta úthald- ið. „Vandamálið er að það er svo ótrúlega mikið að gera hjá honum, hann þarf því að vera gríðarlega skipulagður. En við erum smám saman að komast í rétta taktinn,“ segir Arnar. Björn Ingi kveðst mjög ánægður með samstarfið við Arnar en auk þess að stjórna Birni Inga í tækja- salnum býr Arnar til matseðilinn fyrir hann þess dagana. Þá er Björn Ingi undir ströngum fyrirmælum um að sofa nóg. „Mér gengur miklu betur þegar ég er í einkaþjálfun. Þá er meira aðhald og meiri agi og það er gott að þurfa að hitta einhvern og standa sig. Maður er ekki alltaf nægilega harður húsbóndi sjálfur.“ Einar Bárðarson í félagi við Tón- vís, fjárfestingarfélag á vegum FL Group og bresku lögfræði- skrifstofunnar New Media Law hafa stofnað saman alþjóð- lega umboðsskrifstofu í London. Einar hefur um ára- bil verið einn helsti um- boðsmaður margra af vinsælustu íslensku tónlistarmönnun- um en skrifstof- an, sem hefur verið gefið nafnið Mother Management, mun í fyrstu sinna skandinavískum listamönnum. Stefnan er þó tekin á að stækka þann viðskiptahóp enn frekar. Ekki verður þó eingöngu augum beint að tónlistarmönnum heldur verða viðskiptavinir stof- unnar fyrirsætur, leikarar og aðrir frambærilegir listamenn. Að sögn Einars var stofan stofnuð til að sjá um mál Garðars Thors Cortes en ferill hans hefur verið á mikilli uppleið í London að undanförnu. „Það er mikið að gera hjá Garð- ari og við viljum ná almenni- legum tökum á því fyrst,“ segir Einar en fram- kvæmdastjóri Moth- er Management verður Mark Devine sem hefur unnið mikið með íslenskum leikur- um á borð við Hilmi Snæ Guðna- son og Ingvar E. Sigurðsson. „Leiðir okkar lágu saman hérna úti í London og þetta er virkilega kröftugur náungi sem getur hjálp- að Garðari mikið hérna úti.“ Í fréttatilkynningu frá hópnum kemur fram að þetta er sami hópur og stendur að plötufyrirtækinu Believer Music sem hefur gefið út plötur Garðars og Nylon-flokksins. „Málin hafa þróast þannig að við höfum verið að fá mikið af beiðnum frá tón- leikahöldurum þannig að þessi um- boðsskrifstofa á eftir að reynast íslenskum tónlistarmönnum vel,“ segir Tryggvi Jónsson hjá Tónvís sem verður stjórnarformaður um- boðsskrifstofunnar. Hann telur að þetta sé bara enn einn anginn af hinni margumræddu útrás Íslend- inga „Við erum vön því að fást við lítinn markað og gerum alla hluti frá A til Ö sjálf. Þegar við komum á svona stóran markað nálgumst við og gerum hlutina á allt annan hátt og það hefur nýst okkur vel hingað til.“ Opnar alþjóðlega umboðsskrifstofu í London Á virkum dögum er ég mjög heilsusamleg og fæ mér rúg- brauð með osti, grænt te og ávexti. Um helgar hins vegar fríka ég út og fer annaðhvort í ítarlega bakarísferð eða fæ mér pönnukökur útataðar í sírópi. Svo er það alveg á spes dögum sem ég fæ mér egg, beikon, ný- kreistan appelsínusafa og kaffi. „Við leggjum af stað aðfaranótt sunnudags,“ segir Björn Kristinsson en hann ásamt félaga sínum, Bjarka Hermannssyni og kærustu hans, Hel- enu Sigurðardóttur, ætla að stýra fjarstýrðum bíl í kringum landið á þjóð- vegi 1. Hringvegurinn er rúmir þrettán hundruð kílómetrar en bíllinn sem er af gerðinni HPI Racing er töluvert stór af fjarstýrðum bíl að vera og notast við 95 okt. bensín sem blandað er með gengisolíu. Hann kemst upp í allt að 80 kílómetra hraða en Björn segir þá félaga ætla að halda sig við fimmtíu alla leiðina. Að sögn Björns er áætlað að ferðalagið taki um fjóra daga og verður það í þremur áföngum; fyrst verður farið suður um til Hafnar í Horna- firði. Þaðan verður síðan haldið til Akureyrar og frá höfuðstað Norður- lands liggur leiðin aftur heim. „Hugmyndin kviknaði fyrst þegar við lásum um mann sem gerði slíkt hið sama í Arizona-eyðimörkinni og taldi að það væri hægt að leggja mun meira á ökutækið.“ Björn mun sjálfur sjá um viðhald bílsins á meðan ferðin stendur en Bjarki stýrir bílnum. Vinirnir verða í bíl fyrir aftan hinn fjarstýrða en Helena keyrir við hliðina á honum á fjórhóli til að koma í veg fyrir að hann verði keyrður niður. „Og svo verðum við auðvitað í lögreglufylgd,“ útskýr- ir Björn. Að sögn Björns er „ökuferðin“ ekki eingöngu eitthvert stundargaman heldur hyggjast þau afla fjár fyrir Rjóður, hvíldarheimili fyrir lang- veik börn. Á fjarstýrðum bíl um landið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.