Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 11
Hugsanlegt er að sérstakir kvennavagnar verði teknir í notkun í jarðlestakerfi Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, á næsta ári. Með því á að draga úr kynferðislegri áreitni sem kvenkyns farþegar verða fyrir. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin og þaðan af síður hvort kvennavagnarnir verði í notkun allan daginn eða einungis á mestu annatímum. Árið 1992 var reynt að hafa sérvagna fyrir konur, fatlaða og aldraða á annatímum, en því var hætt þar sem engin leið reyndist að koma í veg fyrir að karlar notuðu vagnana. Sérvagnar fyrir konur í bígerð Stofnmælingu Haf- rannsóknastofnunar á innfjarðar- rækju er nýlokið með þeirri niður- stöðu að hvergi er mælt með rækjuveiðum. Of lítið er af rækju í þeim fjörðum sem könnunin náði til og of mikið af ungfiski, aðallega ýsu, til að stofnunin geti mælt með veiðum. Aðrar fiskirannsóknir eru gerðar meðfram stofnmælingu rækju og benda fyrstu niðurstöður til að 2007 árgangur þorsks sé slakur. Fyrstu merki um 2007 árgang ýsu benda hins vegar til að sá árgangur sé tals- vert yfir meðaltali á grunnslóð. Dálítill bati virtist vera á rækju- stofninum í Ísafjarðardjúpi og einnig virðist rækjustofninn í Arn- arfirði hafa náð sér aðeins á strik. Nýliðun rækju virtist góð í Ísafjarð- ardjúpi, Skjálfanda og Öxarfirði. Í haustkönnun Hafrannsókna- stofnunarinnar á rækjumiðunum eru stundaðar fæðurannsóknir á þorski, ýsu og lýsu, mælingar á öllum fiski og sýni tekin til aldurs- ákvörðunar ásamt skráningu fjölda þorsk- og ýsuseiða. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum um virðist 2007 árgangur þorsks slakur og svipaður og árin 2004 til 2006. Minna var af eins árs þorski og eldri á öllum svæðum en verið hefur síðustu vetur. Hins vegar var mikið af ýsu eins árs og eldri, eink- um fjögurra ára ýsu, en sá árgang- ur hefur verið áberandi inni á öllum fjörðunum í fjögur ár á meðan þorskurinn virðist ekki eins staðbundinn. Hafró vill ekki rækjuveiðar Hafnar eru framkvæmdir, að langstærstum hluta fyrir íslenskt fjármagn, við byggingu mæðraskýlis í bænum Engela nyrst í Namibíu. Þungaðar konur á síðustu vikum meðgöngu hafa á þessu svæði um margra ára skeið leitað athvarfs undir trjám við vegkant skammt frá sýslu- sjúkrahúsinu. Þróunarsam- vinnustofnun Íslands afhenti á dögunum Usko Nghaamwa sýslustjóra tæplega 2,5 milljóna króna ávísun í framkvæmdasjóð nýja mæðraskýlisins við hátíðlega athöfn. Við sama tækifæri var afhent 300 þúsund króna söfnunarfé til framkvæmdanna frá íbúum Reykjanesbæjar. Mæðraskýli reist í Namibíu Framtíðarhúsnæði Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (NÍ) verður að öllum líkindum í Urriða- holti í Garðabæ. Þetta kom fram í máli Jóns Gunnar Ottóssonar, for- stjóra NÍ, á ársfundi stofnunar- innar. Í máli Jóns Gunnars kom fram að nú hyllti loksins undir lausn á langvinnum húsnæðis- vanda stofnunarinnar, sem hefur verið hýst í bráðabirgðahúsnæði í tæp 60 ár. Útboð fór fram á vegum Ríkis- kaupa nýlega og bárust tíu tillög- ur. Ákveðið var að ganga til loka- samninga við fyrirtækið Urriðaholt ehf. um byggingu nýs húsnæðis fyrir stofnunina í Garðabæ, sem ljúka á fyrir haust- ið 2009. Framtíðarhús- næði í Garðabæ E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 4 0 3 • Sjónvarpsefni á símaskjánum • Samtölum undir fjögur augu með myndsímtali • Háhraðaneti í símanum • Þráðlausu netsambandi í fartölvunni með 3G netkorti Að breyta gangi sögunnar með 3G 3G þjónusta Símans á höfuðborgarsvæðinu opnar þér aðgang að: Kynntu þér málið í næstu verslun Símans eða á siminn.is SONY ERICSSON W880i 900kr.Léttkaupsútborgun 3.000 kr. á mánuði í 12 mánuði Verð aðeins 36.900 kr. Alltaf í sambandi! Utan höfuðborgarsvæð- isins nýta 3G símarnir hefðbundið GSM-kerfi Símans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.