Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 12
Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á menningar- og listalífi, auk þess að hlúa að mannréttinda- og líknarmálum. Það verður m.a. gert með framlögum til stofnana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa framangreind málefni sem aðaltilgang sinn. Áhugasamir aðilar sem uppfylla ofangreind skilyrði eru hvattir til að senda inn umsókn. Lengd umsóknar skal takmarkast við eina vélritaða síðu (A4). Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Baugs Group hf., www.baugurgroup.com Úthlutun fer fram í janúar. STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP HF. AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM Einnig má skila umsóknum til: Styrktarsjóður Baugs Group hf., Túngötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skilað fyrir 11. nóvember á: styrktarsjodur@baugurgroup.com Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en aðrir stjórnarmenn eru Hreinn Loftsson og Ingibjörg St. Pálmadóttir. Ritari stjórnar er Kristín Þorsteinsdóttir. Þrír meginsakborning- arnir í réttarhöldunum vegna hryðjuverkaárásarinnar í Madrid á Spáni í mars árið 2004 voru í gær fundnir sekir um morð á fjölda manns og dæmdir í tugþús- unda ára fangelsi. Fjórir aðrir meginsakborningar sluppu hins vegar með vægari dóma og grun- aður leiðtogi hópsins var sýknað- ur. Allir sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu. Fórnarlömb árásarinnar, sem varð 191 manni að bana og meira en 1.800 særðust í, sögðust vera miður sín með ákvörðun réttarins. „Úrskurðurinn virðist vægur í okkar augum,“ sagði Pilar Man- jon, leiðtogi samtaka fórnarlamba árásarinnar. Hann missti tvítugan son sinn í árásinni. „Mér líkar ekki að morðingjar gangi burt frjálsir menn.“ Marokkómennirnir Jamal Zougam, Othman Gnaoui og Spán- verjinn Emilio Suarez Trashorras voru sakfelldir fyrir morð og morðtilraunir. Fengu þeir dóma á bilinu 34.000 til 43.000 ár í fang- elsi þótt samkvæmt spænskum lögum sé hámarks fangelsisdóm- ur 40 ár. Engir dauðadómar né lífstíðardómar eru á Spáni. Eitt það óvæntasta við réttar- höldin var sýknun Egyptans Rabei Osman sem hafði gortað af því í símtölum að vera hugsuðurinn á bak við árásina að sögn ítölsku lögreglunnar. Þýðendur samtals- ins, sem var á arabísku, sögðu það þó ekki það afgerandi að það gæti verið túlkað sem játning. Youssef Belhadj, Hassan el Haski, Abdulmajid Bouchar og Rafa Zouhier voru sýknaðir af morðákærum en sakfelldir fyrir minni brot eins og að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Þeir fengu dóma á bilinu tíu til átján ár. Fjórtán aðrir voru sakfelldir fyrir minni ákærur og sex sýknað- ir. Sjömenningarnir sem talið er að hafi verið aðalskipuleggjendur árásarinnar og hinir sönnu leið- togar hópsins sprengdu sig í loft upp í húsi í úthverfi Madrid þrem- ur vikum eftir árásina þegar lög- regla hafði fundið þá. Þrír grunað- ir eru enn ófundnir þó að talið sé að tveir af þeim hafi dáið í sjálfs- morðssprengingum í Írak. Spænsk yfirvöld höfðu verið á slóð hryðjuverkamannanna mán- uðina fyrir árásina en tókst ekki að átta sig á fyrirætlan þeirra. Tugþúsunda ára fangelsi Dómur var í gær kveðinn upp yfir 28 sakborningum vegna hryðjuverkaárásarinnar í Madrid árið 2004. Fórnarlömb árásarinnar segja úrskurðinn vægan. Umsækjendur um störf geta krafið atvinnurekanda um rök- stuðning fái manneskja af gagn- stæðu kyni starfið, verði frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna að lögum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn og hafa þingflokkar stjórnarflokkanna lagt blessun sína yfir það. Ýmsar nýjungar má finna í frum- varpinu. Til dæmis mun launaleynd heyra sögunni til, verði það að lögum, enda fólki tryggður réttur til að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs. Lagt er til að óheimilt verði að birta auglýsingar í fjölmiðlum og á öðrum opinberum vettvangi séu þær „öðru kyninu til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokk- urn hátt“, eins og segir í greinar- gerð með frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu verði gert skýrara. Þannig fær stofnunin heimildir til að afla gagna hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum þegar rökstuddur grunur er um brot á lögum um jafn- réttismál. Fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn þurfa að setja sér jafnréttisáætlun samkvæmt frumvarpinu, og mun Jafnréttis- stofa fylgjast með því að það sé gert. Fær stofan heimild til að leggja 50 þúsund króna dagsektir á fyrirtæki sem þráast við. Banna lítilsvirðandi auglýsingar Verkalýðsfélög lestastarfsmanna tilkynntu í gær nýtt verkfall gegn áætlunum Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseta um að afnema sérstök eftirlaunaréttindi. Verkfallið hefst 13. nóvember. Fyrr í okt- óber lömuðust samgöngur þegar boðað var til stærsta verkfalls í Frakklandi síðustu tólf ár. Var það fyrsta stóra áskorun Sarkozys í fimm mánaða valdatíð hans. Í yfirlýs- ingu sem verkalýðsfélögin sendu frá sér í gær saka þau Sarkozy um að neita að „hlusta á skilaboð“ verkfallsins í október. Verkfallshótanir hafa borist úr fleiri atvinnugeirum. Verkalýðsfélög gegn Sarkozy Viðskiptaráð Íslands fagnar framtaki viðskiptaráð- herra um afnám vörugjalda og stimpilgjalda og telur það vera stórt skref í átt að einfaldara og skilvirkara hagkerfi. Viðskipta- ráð leggst hins vegar gegn hug- myndum ráðherrans um beitingu lagasetningar á sviði gjaldtöku fjármála- og innheimtufyrirtækja og hvetur ráðherrann til að draga úr vægi sjálfskuldarábyrgða. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, segir að gæði lánasafns bankanna versni þegar lán séu greidd upp. „Bank- arnir fjármagna sig í útlöndum á ákveðnum kjörum og gera ráð fyrir að við borgum lánið til baka á ákveðnum tíma. Um leið og lán er greitt óvænt upp þá þurfa þeir að koma þessum peningum í vinnu aftur á betri kjörum, ann- ars tapa þeir peningum. Því fylg- ir ákveðin áhætta. Þess vegna er þessi kostnaður til kominn,“ segir hann. „Við höfum ítrekað krafist þess að það verði annað hvort afnumið eða tekið sannvirði fyrir upp- greiðslu. Í dag er þetta tekjulind fyrir bankana og verst að þetta kemur í veg fyrir meiri hreyfan- leika neytenda á bankanum. Það kostar of mikið að fara úr við- skiptum úr einkum banka í annan og því er þetta gjald í eðli sínu samkeppnishamlandi,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Bankarnir reikna með að lánstíminn haldist Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 18,1 milljarð króna og inn fyrir 28 milljarða. Vöruskiptin í sept- ember voru því óhagstæð um 9,9 milljarða. Í september 2006 voru vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram á vef Hagstof- unnar. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 194,6 millj- arða en inn fyrir 272,2 milljarða. Halli á vöruskiptunum við útlönd var því 77,6 milljarðar en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um tæpa 111 milljarða á sama gengi. Talsvert meira flutt inn en út Neðri deild spænska þingsins samþykkti í gær lög þar sem valdarán Franciscos Franco herforingja og nærri 40 ára einræðistími hans er fordæmdur. Meirihlutinn hunsaði gagnrýni íhalds- manna sem sögðu lögin ýfa upp gömul sár og kljúfa samfélagið. Í lögunum er fasistastjórn Francos for- dæmd með formlegum hætti og skipað svo fyrir að fjarlægja skuli öll opinber tákn um Franco-tímann, svo sem styttur og götuheiti, auk þess sem veitt er fé til að grafa upp fjöldagrafir frá tímum borgara- stríðsins 1936 til 1939. Franco-tíminn fordæmdur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.