Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 13
 Götulýsingu á ákveðnum svæðum í Hafnarfirði hefur verið ábótavant upp á síð- kastið en nú er að rætast úr því, að sögn Alberts Albertssonar, aðstoð- arforstjóra Hitaveitu Suðurnesja. „Í Hafnarfirði er ör vöxtur. Vegna álags og anna hefur sá mannskap- ur sem við höfum til umráða verið svo ásetinn að þetta hefur dregist örlítið en nú er búið að gera góðan skurk í þessu þó að því sé ekki alveg lokið,“ segir Albert. „Við settum þetta til hliðar um stundarsakir og söfnuðum saman í ákveðið verk og svo hefur mann- skapurinn verið látinn vinda ofan af þessu á föstudögum og laugar- dögum upp á síðkastið,“ segir Albert og bendir á að ekki sé hlaup- ið að því að skipta um perur í ljósa- staurum. „Það þarf að fara á körfubíl, opna ljósastæðið, taka peruna úr og setja nýja í. Þetta er svolítið veður- háð og ekki gert í miklu roki eða slagviðri,“ segir hann. Rafmagnsleysi varð tvisvar um nótt í Hafnarfirði fyrir svolitlu síðan. Albert segir að loftlína sem lá yfir byggingasvæðið á Völlunum hafi verið tekin niður og kapall lagður í jörð. Fyrst hafi orðið að rjúfa línuna og koma á varasam- bandi og svo hafi þurft að rjúfa hana aftur til að tengja í jörð. Perur vantaði í ljósastaura Sjö hundruð ára kirkja lauk í gær tæplega vikulangri ferð sinni til nýrra heimkynna sinna í austurhluta Þýskalands til að rýma fyrir námuvinnslu. Fyrstu rituðu heimildirnar sem til eru um Emmaus-kirkju eru frá 1297. Námufyrirtækið Mibrag borgaði tæpar 260 milljónir króna fyrir að flytja kirkjuna tólf kílómetra vegalengd frá Heuers- dorf til Borna. 320 íbúar Heuers- dorf þurfa einnig að flytja vegna námuvinnslunnar. Þeir börðust í mörg ár gegn þessu en töpuðu málinu fyrir stjórnlagadómstóli árið 2005. Flestir eru fluttir. 700 ára gömul kirkja fær nýtt heimilisfang Stærsti hluthafi Marimekko í Finnlandi, Kirsti Paakkanen, hefur selt tíu prósent af hlut sínum fyrir tæpar 900 milljónir króna og mun selja önnur tíu prósent. Kaupandi er Mika Ihamuotila sem jafnframt því að vera stærsti hluthafinn verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kemur fram á fréttavef Helsingin Sanomat í Finnlandi. Ihamuotila hefur stórar hugmyndir fyrir Marimekko. „Eftir tíu ár verður Marimekko svo miklu meira en það er í dag,“ segir hann við Helsingin Sanom- at. „Einstæður stíll Marimekko á einlæga aðdáendur um allan heim. Mér finnst að Marimekko geti orðið svo miklu, miklu meira.“ Ihamuotila stefnir einnig að því að kaupa hin tíu prósentin sem Kirsti Paakkanen á. Nýr eigandi tekinn við Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hefur óskað eftir fundi í samgöngunefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning verkefna í vegamálum frá ríki til sveitarfélaga. Árni segir á heimasíðu sinni að fréttir um þetta hafi komið sveitarstjórnarfólki mjög á óvart. Formaður samgöngu- nefndar hafi tekið vel í erindið og um það verði fjallað á fundi nefndarinnar í næstu viku. Árni segir að engin umræða hafi farið fram um að Vegagerðin undirbúi að flytja ábyrgð á tilteknum þjóðvegum í þéttbýli til sveitar- stjórna. Nefndin ræði flutning verka

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.