Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 22
hagur heimilanna Árlegar prófanir eru gerðar á vetrardekkjum í nágrannalöndum okkar. Starfsmaður Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda telur best að nota ónegld vetrardekk frá þekktum framleiðendum í þéttbýli. Ekki eigi að notast við negld dekk nema leið fólks liggi yfir illfærar heiðar að vetri. „Naglarnir eru mjög góðir í hálku en ekki í öðrum aðstæðum. Heml- unarvegalengdin lengist á auðum vegi séu þau notuð. Fólk þarf því að meta hvaða dekk henta út frá aðstæðum sem það keyrir við,“ segir Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem telur nagladekkja helst vera þörfi uppi á heiðum í hvass- viðri og á svelli. „Ég mæli með góðum ónegldum vetrardekkjum sem hafa gott grip á ís og í snjó og gott grip á auðum vegi, þurrum eða blautum. Kostur- inn við ónegld vetrardekk er að þau kosta minna og þau ryðja frá sér miklu vatni.“ Stefán segir grófmunstruð vetr- ardekk frá stærstu fyrirtækjunum alltaf standa sig best í prófunum. Sjálfur myndi hann aldrei kaupa sóluð dekk, enda sé ekki hægt að tryggja ágæti þeirra. Mikið hefur verið rætt um ágæti loftbóludekkja en Stefán segir hugtakið í raun vera markaðshug- tak. „Flest loftbóludekk eru einfald- lega ónegld vetrardekk með ákveðnum eiginleikum. Gripið skiptir öllu máli, mýkt gúmmísins og hvernig munstrið er í laginu, þar sem snertiflötur dekksins er á stærð við póstkort. Gúmmíið má ekki harðna í kuldum, líkt og sum- ardekk gera. Þau eru ómöguleg og einnig mörg þeirra sem kölluð eru heilsársdekk, sem ég tel að eigi forðast.“ Auk þess sem negld dekk virka illa á auðum vegum valda þau svif- ryksmengun og slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk. Fólksbíll á negldum dekkjum eyðir um hálfu tonni af malbiki á ári og þyrlar upp um 10 kílóum af svif- ryki. Í norskri könnun sem FÍB birti á heimasíðu sinni kemur fram að hjólbarðafyrirtækið Nokian hlaut hæstu einkunn fyrir negld dekk en Bridgestone og Continental hlutu hæstu einkunn fyrir bestu ónegldu dekkin. Þá þóttu Gislaved, dekk sem framleidd eru af sömu fram- leiðendum og Continental, vera jafngóð þótt þau séu mun ódýrari. Húsið á Spáni bestu kaupin Vatnsglas með matarsóda í róar magann, segir Gísli Einarsson sjón- varpsfréttamaður. Árlega leita 250 danskar konur á spítala með heiftarleg ofnæmis- viðbrögð vegna efna sem má finna í hárlitum að því er kemur fram á fréttavef Politiken. Blað danska neytendaráðsins, Tænk, gerði könnun á ellefu hár- litum og komst að raun um að flestir voru þeir nokkuð góðir fyrir utan að þeir voru fullir af efnum sem geta framkallað heift- arleg ofnæmisviðbrögð. Af ellefu hárlitum sem voru skoðaðir voru níu fastir litir. Allir innihéldu þeir ofnæmisvaldandi efni. Sumir litirnir innihéldu jafn- framt efni sem erta húð og valda hormónaójafnvægi. Yfirmaður danskra samtaka snyrtivöruframleiðenda (SPT), Kim Michael Christiansen, segir efnin nauðsynleg til framleiðsl- unnar. „Hvað fasta liti varðar þá er sú tækni ekki til staðar sem gerir það kleift að sleppa efnum sem geta valdið ofnæmisviðbrögð- um.“ Þótt á umbúðum hárlita sé hvatt til þess að notendur taki ofnæmis- próf 48 stundum áður en hárið er litað veitir það einungis falskt öryggi, að sögn fulltrúa hjá umhverfismálaráðuneyti Dana. Þótt fólk geti verið með ofnæmi fyrir litnum þá komi ekki fram viðbrögð við ofnæmisprófinu nema maður smyrji hárlit bak við eyrun eða í olnbogann. Ónegld vetrardekk best Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.