Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 52

Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 52
Kvikmyndarinnar American Gangster er beð- ið með mikilli óþreyju en hún verður frumsýnd hér á landi um miðjan þennan mánuð. Söguþráðurinn er hálf lygilegur en er engu að síður byggður á sönnum atburðum. Þó að lag GCD um kaupmanninn á horninu hafi verið samið um íslenskan díler þá á það einnig ágætlega við um glæpaforingjann Frank Lucas sem réð ríkjum í Harlem um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Lucas stjórnaði eiturlyfjahringnum Country Boys eða Sveitastrákum og stjórnaði heróínneyslu New York-búa með Blue Magic-dópi sínu. Árið 1976 hrundi veldið hins vegar þegar lögreglan hafði hendur í hári hans. Líkt og kaupmaður þeirra Bubba og Rúnars þá malaði Lucas og talaði og fékk dóm sinn styttan umtalsvert. Yfir hundrað stórum eiturlyfjainnflytjendum var kastað í steininn vegna upp- lýsinga Lucas. Honum var því sleppt árið 1981 en var gripinn aftur glóðvolgur 1984 fyrir fíkni- efnasölu. Hann losnaði úr fangelsi árið 1991, er í hjólastól en hefur dregið fram lífið á því að segja sögu sína. Kvikmyndin American Gangster er byggð á uppgangi Lucas í New York og það er stórleikarinn Denz- el Washington sem fer með hlut- verk glæpamannsins. Við stjórn- völinn stendur Ridley Scott sem fékk síðan góðvin sinn Russell Crowe til að leika lögreglumann- inn Richie Roberts. Ævi Lucas er lyginni líkast. Hann fór að heiman sem táningur eftir að hafa orðið uppvís að íkveikju. Lucas kom til Harlem sautján ára og þá var hverfið nán- ast sjálfstætt ríki blökkumanna í New York. Hann var strax kominn undir verndarvæng Ellsworths „Bumpy“ Johnson, einhvers fræg- asta glæpaforingja hverfisins (svo frægur er Bumpy að Laurence Fishburn hefur leikið hann tvíveg- is). Bumpy kenndi honum flestallt sem ungur og óharðnaður glæpa- maður þarf að kunna en eftir að hann lést fór Lucas í langa ferð til Suðaustur-Asíu þar sem hann lagði á ráðin um hvernig mætti flytja inn heróín til Bandaríkjanna með öruggum hætti. Líkkistur banda- rískra hermanna sem fallið höfðu í Víetnam-stríðinu urðu fyrir val- inu og Lucas hefði varla getað hugsað sér betri flutningsleið, flugvélar bandaríska hersins. Veldi Lucas var ógnarstórt og hann keyrði um á glæsibifreiðum milli þess sem hann fylgdist með útsendurum sínum á götunni úr Chevrolet-bifreið sinni sem kölluð var „Nellybell“. Lucas var hálf- gerð vofa, lét lítið fyrir sér fara meðan á viðskiptunum stóð og varla vissi nokkur maður að hann væri aðalmaðurinn á bak við þenn- an ótrúlega eiturlyfjahring. Talið er að Lucas hafi grætt yfir eina milljón dollara á dag enda bjó hann í fínni hótelsvítu og átti eign- ir í Detroit, Los Angeles og Púertó Ríkó. Bílaflotinn var ekki af verri gerðinni, Corvetta, Rolls og Benz og þá var fataskápurinn fullur af sérsniðnum fötum frá öllum helstu tískuhönnuðum heims. Saga Lucas birtist fyrst á prenti í New York Times árið 2000 þegar blaðamaðurinn Mark Jakobsen rúntaði með Frank um götur Harl- em og heyrði um glamúr-líferni glæpamannsins á þessum tíma. Í dag er Harlem ekki lengur þetta fríríki svartra í Bandaríkjunum heldur hafa þar risið verslunar- miðstöðvar og skrifstofuhúsnæði. Hverfið er farið að njóta vinsælda hjá hvítu millistéttinni og ekki sakar að fyrrverandi Bandaríkja- forseti, Bill Clinton, hefur aðsetur þar. Ferðalagið með Lucas um gamla hverfið er mikil skemmti- lesning en í staðinn fyrir Corvett- una eða Chevrolet keyrir hann um á blárri Toyotu. Og hann klæðist ekki lengur silkiskyrtum og flott- um jakkafötum heldur er í gervi- Timberlandjakka og með bláa der- húfu frá olíufyrirtæki á hausnum. Eftir töluverðar vangaveltur um framtíð Köngulóarmannsins – þrátt fyrir ótrúlega velgengni þriðju myndarinnar fannst mönn- um hún einfaldlega ekki nógu góð – þá virð- ast línurnar vera farnar að skýrast. Og Peter Parker virðist eiga sér framhaldslíf. Kvikmyndadeild Sony hefur tilkynnt að James Vanderbilt hafi verið ráðinn til skrifa handrit að fjórðu myndinni. Vanderbilt gerði handritið að kvikmynd- inni Zodiac sem fékk gríðarlega góða dóma og gæti gert góða hluti á komandi Óskars- hátíð. Þetta þykir benda til þess að Sony ætli sér stóra hluti með fjórðu myndina og vilji laða leikstjórann Sam Raimi að verkefninu sem var víst að niðurlútum kominn eftir frekar harða dóma um síðustu mynd. Fáir geta gert sér hugarlund Köngulóarmann án Raimi sem hefur gert stórkostlega hluti fyrir þessa ofurhetju og Sony ætlar að leggja allt kapp á að fá hann um borð. Jafn- framt hafa hvorki Toby Maguire né Kirsten Dunst gefið neitt upp um hvort þau vilja endurtaka leik- inn en hafa sagt að ef Raimi sé klár þá bíði þau ekki boðanna heldur svari kallinu. Samkvæmt vefsíðu kvikmyndatímaritsins Empire verða óþokk- arnir sem ætla að koma Parker fyrir kattarnef í þessari mynd ekki fleiri en tveir. Líklegt er talið að annar þeirra verði The Lizard sem er hið illa sjálf Dr. Curts Connor, kennara Parkers. Köngulóarmaðurinn aftur á stjá SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.