Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 10
10 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR The North Face skór á jólatilboði 12.990 Verð frá ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 LÖGREGLUMÁL Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlög- regluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðast- liðna þrjá mánuði, einkum inn- brotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkni- efnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópa- vogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrir- tækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkni- efnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðg- unarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal ann- ars stolinn tölvubúnað, sjón- varpstæki og lítilræði af fíkni- efnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðv- að í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafar- vogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. jss@frettabladid.is Reyna að stela upp í fíkni- efnaskuldir Annríki hefur verið hjá lögreglunni við að rannsaka og upplýsa tíða þjófnaði og innbrot. Þjófarnir hafa verið að stela til að borga stórar fíkniefnaskuldir. SÝNISHRON AF ÞÝFI Innbrotsþjófar eru einkum á höttunum eftir flatskjáum, i- podum, tölvum, myndavélum og fleiru sem auðvelt er að koma í verð. Búið var að stela ellefu byssum í innbrotum, en lögregla hefur náð þeim flestum til baka. EFNAHAGSMÁL „Eftir breytinguna getur viðskiptavinur okkar greitt upp lánið nánast fyrirvaralaust en áður þurfti að bíða í allt að sól- arhring eftir viðmiðunargengi frá Seðlabankanum,“ segir Hans A. Hjartarson, sérfræðingur hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, um skilmálabreytingar sem bank- inn gerir kröfu um að viðskipta- vinir hans, sem vilja frysta afborganir lána í erlendri mynt, undirgangist. Breytingin gerir ráð fyrir að miðað sé við sölugengi kröfuhafa en Hans segir að á meðan gjald- eyrishöft ríki á Íslandi sé ekki annað hægt en að miða við gengi Seðlabankans. Hann segir skil- málabreytinguna haldast eftir að gjaldeyrishöftum verður lyft. „Við erum ekki að fara að selja kröfurnar en þar fyrir utan eru þær væntanlega verðlausar, eins og staðan er í dag,“ segir Hans. Hann útilokar þó ekki að bréfin verði seld síðar. „Þessi bréf eru framseljanleg og fólk skrifaði upp á það. En kröfuhafi, hver sem það verður, mun alltaf verða í samkeppni um besta mögulega gengið,“ segir Hans. Hans segir bankann ekki vera að nýta sér neyð fólks. Nánast allir viðskiptavinir bankans séu að sækja um skilmálabreytingar á lánum sínum. „Við erum ekki viðskiptabanki og sjáum því við- skiptavini okkar sjaldan. Því er þetta líklegast eina tækifærið fyrir bankann að betrumbæta skilmála lánanna með hagsmuni allra í fyrirrúmi,“ segir Hans. - ovd Skilmálabreytingar hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum: Vilja miða við sölu- gengi kröfuhafa ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Áheyrnarfulltrúi F-listans var harðorður í borgarráði í gær. SVEITARSTJÓRNIR „Undirritaður spyr hverju það sæti að borgar- stjóra vanti aftur á borgarráðs- fund í dag vegna ferðalaga erlendis á sama tíma og fjölskyld- um í Reykjavík blæðir vegna efnahagshruns, sem orsakast af spillingu og einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks,“ bókaði Ólafur F. Magnús- son, áheyrnarfulltrúi F-listans í borgarráði í gær. Sagði Ólafur lítið hafa verið um svör við fyrirspurnum sínum um kostnað vegna kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá Reykjavíkur- borg og fyrirtækjum borgarinnar. „Undirritaður lýsir vanþóknun sinni á þeirri leynd, spillingu og græðgi sem einkenna störf núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta.“ - gar Fyrrverandi borgarstjóri: Borgarstjórn er spillt og gráðug SAMGÖNGUR Borgarráð hefur samþykkt að banna vinstri beygju frá Bústaðavegi út á Breiðholtsbraut. Bannið sem á að gilda í tilraunaskyni í hálft ár mætti harðri gagnrýni frá Ólafi F. Magnússon, fyrrverandi borgar- stjóra. „Umferðarteppa á álagstímum er lítið vandamál miðað við þau óþægindi og skert umferðaröryggi sem íbúar Fossvogs og Bústaðahverfis munu búa við alla aðra tíma sólarhringsins vegna þessarar lokunar. Ákvörðunin er tekin af stjórnmálamönnum sem þykjast vita betur en fólkið í Fossvogs- og Bústaðahverfi sem vill beina umferð út úr hverfinu en ekki inn í það,“ bókaði Ólafur sem er áheyrnarfulltrúi í borgarráði og hefur því ekki atkvæðisrétt þar, Sigrún Elsa Smáradóttir úr Samfylkingu sat hjá við atkvæðagreiðsluna en aðrir borgarráðs- fulltrúar samþykktu tilraunina. Sigrún Elsa benti á að Hverfisráð Háaleitis sé móti lokuninni. „Hverfisráðið telur lokunina fela í sér verulega aukna umferð um íbúðahverfið einkum Réttarholtsveg, en við þá götu stendur Réttarholtsskóli,“ bókaði Sigrún Elsa og minnti á að í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar hefði hann lofað því á íbúafundi að ekkert yrði af lokuninni á kjörtíma- bilinu. Því hafi verið sérstaklega fagnað með bókun í hverfisráð- inu. „Sjálfstæðis flokkurinn hlýtur að bera ábyrgð á þeim loforðum sem íbúum hafa verið gefin í þeirra umboði,“ bókaði hún. - gar Tilraunaverkefni við Bústaðaveg þvert gegn loforði fyrrverandi borgarstjóra: Lokað á vinstri beygju úr Fossvoginum BÚSTAÐAVEGUR Næstu sex mánuði verður bannað að beygja til vinstri frá Bústaðavegi og aka norður Breiðholtsbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SMÍÐAÐI NÝJAN EIFFELTURN Járnsmið- urinn Jean-Paul Caudoux gerði sér lítið fyrir og bjó til nýjan Eiffelturn, býsna nákvæma eftirlíkingu af frumgerðinni, en töluvert minni og meðfærilegri, ekki nema sautján metra háan og rétt um sex tonn að þyngd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HANS A. HJARTARSON Þessi bréf eru framselj- anleg og fólk skrifaði upp á það. HANS A. HJARTARSON SÉRFRÆÐINGUR HJÁ FRJÁLSA FJÁRFESTINGARBANKANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.