Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 72
48 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Harðjaxlinn Heiðar Helguson er glaður með að vera loksins kominn til QPR eftir skrautlega atburðarás síðustu vikur og segist í viðtali við opin- bera heimasíðu Lundúnafélagsins hlakka til þess að byrja að spila með liðinu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og þegar ég heyrði af áhuga QPR þá hikaði ég ekki. Ég þarf að spila reglulega og vonandi fæ ég tækifæri til þess að gera það hjá QPR. Það tekur náttúrulega alltaf smá tíma að venjast nýju félagi en ég var fenginn hingað til þess að skora mörk og ég er sannfærður um að ég geti það,“ segir Heiðar. Heiðar er vel þekktur fyrir markaskorunarhæfileika sína í Coca Cola Championship-deildinni en hann lék þar í fimm keppnis- tímabil með Watford við góðan orðstír. - óþ Heiðar Helguson fór eftir allt saman til QPR: Kominn til að skora MARKASKORARI Heiðar Helguson getur ekki beðið eftir því að spila með og skora mörk fyrir QPR. NORDIC PHOTOS/GETTY > Kúba ekki dregið sig úr keppni Óvissa er um hvort Ísland fái þátttökurétt á HM í hand- bolta sem fram fer í Króatíu í janúar fari svo að Kúba dragi lið sitt úr keppni líkt og sögusagnir eru um. IHF hefur ekki fengið nein boð frá Kúbu um að þeir ætli sér ekki að taka þátt í mótinu. „Meðan staðan er þannig er ekkert sem við getum gert. Það virðist samt vera að við séum fyrsta varaþjóð samkvæmt gögnum IHF en EHF er með okkur sem varaþjóð númer tvö á eftir Slóvenum,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sem býst við að þekkjast boðið fari svo á endanum að Ísland fái óvænt sæti. FÓTBOLTI Keflvíkingurinn Guð- mundur Steinarsson er kominn heim eftir reynsludvöl hjá norska liðinu Start. Guðmundur kom ekki heim með samningstilboð og forráða- menn Start staðfestu í norskum fjölmiðlum í gær að ekki væri í myndinni að bjóða íslenska landsliðsmanninum samning að svo stöddu. Þeir sögðu að sama skapi kæmi vel til greina að taka þráðinn upp síðar. - hbg Guðmundur Steinarsson: Fær ekki samn- ing hjá Start GUÐMUNDUR STEINARSSON Fékk stopp hjá Start. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KÖRFUBOLTI María Ben Erlings- dóttir átti góðan leik með Texas- Pan American háskólanum þegar liðið vann sinn þriðja leik í röð í bandaríska háskólaboltanum. María Ben var stigahæst með 17 stig í 53-41 sigri á Air Force- háskólanum en hún hitti úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. María lék í alls í 31 mínútu í leiknum og var einnig með 4 fráköst og 2 stolna bolta. María hefur verið í byrjunarlið- inu í öllum fjórum leikjum liðsins en UTPA er búið að vinna þrjá síðustu leiki sína og hefur María skorað 29 stig í síðustu tveimur leikjum. - óój Bandaríska háskólakarfan: María Ben var stigahæst í sigri Tvö efstu lið í 1. deild karla í körfubolta Hamar og Haukar, mætast í Hveragerði í kvöld. Pétur Ingvarsson, núverandi þjálfari Hauka, verður í sérstakri aðstöðu því hann stjórnar þá liði í fyrsta sinn á móti Hamri sem hann byggði upp og þjálfaði frá 1998 til 2007. „Það eru tólf leikmenn í hvoru liði og þeim er alveg sama hvað ég hef verið að gera. Hamar er vegastika sem maður er búinn að fara framhjá og sá tími er að baki,” segir Pétur sem vill ekki eigna sér allan heiðurinn af gullaldartíma Hamars. „Við skul- um ekki vera taka neitt af Lárusi formanni því hann er límið sem heldur þessu saman,“ segir Pétur og það verða örugglega fagnaðarfundir þegar þeir félagar hittast aftur í kvöld. Pétur er spenntur fyrir kvöldinu. „Það er gaman af svona leikjum sama í hvaða deild þeir eru hvort sem það er NBA-deildin eða 1. deildin á Íslandi. Topp- leikir eru alltaf skemmtilegir,” segir Pétur en Haukar hafa líkt og Hamar unnið alla sex deildarleiki sína í vetur. Haukar slógu líka úrvalsdeildarlið Breiðabliks út úr bikarnum á dögunum. „Þessir sigrar að undanförnu fara ekki með okkur inn í þennan leik og þetta verður bara hörkuleikur á heimavelli Hamars sem ég veit frá fyrstu hendi að er einn sterkasti heimavöllurinn á landinu. Þeir eru gríðarlega vel mannaðir og örugglega með næstbesta kanann á landinu í liðinu hjá sér. Þetta verður hörkubarátta,“ segir Pétur. Pétur segir að það verði jafnlangt að fara í leikinn fyrir hann eins og leikmennina þrátt fyrir að hann búi enn í Hveragerði. „Ég vinn reyndar í Hafnarfirði þannig að ég þarf að fara í Hafnar- fjörð og svo aftur til baka,“ segir Pétur. Pétur ætlar að koma Haukum aftur í efstu deild og hann hefur háleit markmið fyrir liðið. „Í mínum huga eiga Haukar að vera eitt af fjórum bestu liðunum á landinu. Ef ég get ekki komið liðinu þangað þá eiga Haukar bara að finna einhvern annan til þess að gera það. Það er þannig í mínum huga en ég veit að það eru ekki allir með sama markmið og ég,“ segir Pétur og fyrsta skrefið gæti verið að vinna leikinn í kvöld. PÉTUR INGVARSSON, ÞJÁLFARI HAUKA: STJÓRNAR LIÐI Í FYRSTA SINN Á MÓTI HAMRI SEM HANN ÞJÁLFAÐI Í ÁRATUG Þekkir vel styrkleika heimavallarins í Hveragerði HANDBOLTI Valdimar Fannar Þórs- son, leikstjórnandi og skytta HK, er markahæsti leikmaður N1-deild- ar karla þegar deildin er komin í smá landsleikjahlé. Valdimar hefur skorað 80 mörk í 9 leikjum eða 8,9 að meðaltali í leik. Valdimar er með sex marka forskot á FH-inginn unga Aron Pálmarsson sem hefur slegið svo rækilega í gegn í vetur. Valdimar hefur skorað yfir sex mörk í öllum níu leikjum HK í vetur og yfir tíu mörk í þremur leikjanna. Valdimar skoraði mest 15 mörk í einum leik en það gerði hann í sigri á FH í Kaplakrika. Valdimar hefur skorað 9,0 mörk að meðaltali í þremur leikjum nóvem- bermánaðar eftir að hafa gefið aðeins eftir í október þar sem hann skoraði 7,5 mörk að meðaltali í leik. Valdimar hafði skorað 23 mörk í fyrstu tveimur leikjum HK í sept- ember eða 11,5 mörk að meðaltali í leik. Valdimar er ekki óvanur að leiða listann yfir markahæstu menn deildarinnar því hann var marka- hæstur í deildinni þegar hann lék þar síðast veturinn 2006 til 2007. Valdimar skoraði þá 162 mörk í 21 leik eða 7,7 mörk að meðaltali í leik. Valdimar lék sem atvinnu- maður með Malmö í Svíþjóð á síð- asta tímabili en snéri síðan aftur í Digranesið í haust. Það stefnir samt í harða baráttu um markakóngstitilinn því FH-ing- urinn Aron Pálmarsson og Framar- inn Rúnar Kárason standa Valdi- mar ekki langt að baki. Rúnar hefur skorað átta mörkum minna en Aron en á leik inni og hefur í raun skorað 0,1 marki meira að meðaltali í leik það sem af er í vetur. Aron er sá leikmaður deildarinn- ar sem hefur oftast brotið tíu marka múrinn en þessi 18 ára strákur hefur skorað 10 mörk eða meira í fjórum deildarleikjum í vetur. Rúnar Kárason er ásamt Valdimar sá sem hefur skorað flest mörk í einum leik en hann skoraði 15 mörk í leik á móti FH. Framarar eiga flesta leikmenn sem hafa brotið tíu marka múrinn í vetur því bæði Andri Berg Haraldsson og Magn- ús Stefánsson hafa líka náð því að skora yfir tíu mörk í einum leik það sem af er í vetur. FH-ingar eru með frábært sóknarlið sem sést meðal annars á því að ekkert lið er að skora fleiri mörk að meðaltali í leik. FH-ingar eiga líka tvo leikmenn meðal fjögurra efstu manna á listanum því auk Arons er Ólafur Guðmundsson einnig búinn að skora yfir sex mörk að meðaltali í leik. Ólafur er jafnaldri Arons og hefur oft þurft að sitja í skuggan- um en þessi stórefnilega skytta er farinn að minna vel á sig og skoraði meðal annars 13 mörk í síðasta leik á móti HK. Það hefur enginn skorað fleiri mörk í einum leik fyrir FH í vetur en Aron hefur mest skorað 12 mörk í einum leik. Allir fjórir markahæstu menn deildarinar eru að spila fyrir utan en hjá toppliði Valsmanna eru hins vegar hornamenn í tveimur efstu sætum. Arnór Þór Gunnars- son er fimmti markahæsti leik- maður deildarinnar með 6,0 mörk að meðaltali í leik og Baldvin Þor- steinsson er búinn að skora 5,5 mörk í leik. Arnór hefur reyndar spilað mikið í stöðu skyttu vegna forfalla leikmanna á hægri væng Valsliðsins. ÝR-ingar eiga líka tvo hornamenn á listanum í þeim Andra Snæ Stefánssyni og Oddi Grétarssyni en þeirra efsti maður er skyttan Árni Þór Sigtryggsson. ooj@frettabladid.is 8,3 MÖRK Í LEIK Rúnar Kárason í Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 6,3 MÖRK Í LEIK Ólafur Guðmundsson í FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 8,2 MÖRK Í LEIK Aron Pálmarsson í FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Valdimar hefur skorað mest allra FH-táningarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson eru báðir meðal fjögurra markahæstu leik- manna N1-deildar karla í handbolta en það stefnir í harða baráttu um markakóngstitilinn í vetur. 8,9 MÖRK Í LEIK Valdimar Fannar Þórs- son hefur spilað vel með HK í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN MARKAHÆSTU MENN Valdimar Þórsson, HK 80 (8,9 í leik) Aron Pálmarsson, FH 74 (8,2) Rúnar Kárason, Fram 66 (8,3) Ólafur Guðmundsson, FH 57 (6,3) Arnór Gunnarsson, Val 54 (6,0) Árni Þór Sigtryggsson, Akure. 54 (6,0) Sigurbergur Sveinsson, Hauk. 52 (6,5) Andri Berg Haraldsson, Fram 48 (6,0) Sverrir Hermannsson, Víkingi 48 (6,0) Fannar Friðgeirsson, Stjörn. 45 (5,6) Baldvin Þorsteinsson, Val 44 (5,5) Andri Snær Stefáns., Akureyri 42 (4,7) Jónatan Þór Magnúss., Akure. 41 (4,6) Ásbjörn Friðriksson, FH 36 (4,0) Elvar Friðriksson, Val 34 (3,8) Guðmundur Pedersen, FH 34 (4,3) Oddur Grétarsson, Akureyri 33 (3,7) Flestir tíu marka leikir: Aron Pálmarsson, FH 4 Valdimar Þórsson, HK 3 Rúnar Kárason, Fram 2 Ólafur Guðmundsson, FH 2 Árni Þór Sigtryggsson, Akureyri 2 Föstudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 16:00 Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal – Salur 1 F já rm ál ar áð st ef n a ÍS Í - 2 0 0 8 Fjármálaráðstefna ÍSÍ - 2008 Dagskrá  Setning – Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ  Ávarp – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra  Rekstur íþróttahreyfingarinnar – Gunnar Bragason, formaður Fjármálaráðs ÍSÍ  Áhrif efnahagsástandsins á íþróttahreyfinguna – Lárus Blöndal, varaforseti ÍSÍ  Réttur allra til íþróttaiðkunar, sveitarfélög – Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar  Sjónarmið sérsambanda – Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ  Sjónarmið íþróttafélaga – Guðjón Guðmundsson, formaður KR  Íþróttir og atvinnulífið – Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í SA  Ný tækifæri – umræður  Samantekt – Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspár  Ráðstefnuslit – Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ Upplýsingar á www.isi.is Allir velkomnir ! Ráðstefnustjórn: Stefán Konráðsson, framkv.stj. Íslenskrar Getspár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.