Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 12
12 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR GAGNRÝNDI STJÓRNARANDSTÖÐU Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi formenn stjórnarandstöðuflokkanna harðlega í umræðum um rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins á Alþingi í gær. Kristinn sagði að svo virtist sem formenn stjórnarand- stöðuflokkanna, sem eru meðflutningsmenn frumvarps um rannsóknarnefndina, hafi ekki viljað fá frumvarpið í gegnum þingið. Það hafi komið í ljós þegar þeir hafi lagt vantrauststillögu á stjórnina fram í þinginu fyrr í vikunni. Nauðsynlegt er að rannsókn sem þessi fari fram áður en kosið er, til að almenningur hafi upplýsingar um atburða- rásina og þá sem að henni komu, sagði Kristinn. Hann fagnaði því að nú virtist sem formenn stjórnarandstöðu- flokkanna væru komnir á þá skoðun líka. KRISTINN H. GUNNARSSON Hefur þú upplýsingar um bankana eða fjármálahrunið sem þú vilt koma á framfæri? Sendu okkur línu á abending@frettabladid.is HELSTU ATRIÐI Rannsóknarnefndinni er ætlað að: ■ Varpa ljósi á aðdraganda og orsakir hruns efnahagskerfisins. ■ Gera úttekt á lögum um fjár- málamarkaðinn. ■ Leggja mat á starf eftirlitsstofn- ana. ■ Koma með tillögur að breyt- ingum. ■ Tilkynna yfirvöldum um refsi- verða háttsemi. SKÁLHOLTSÚTGÁFAN SPAUGILEGAR BÆKUR Í FÚLUSTU ALVÖRU www.skalholtsutgafan.is DÓMSTÓLAR Fertugur karlmaður hefur í Hæstirétti verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá ellefu ára fósturson sinn í andlitið. Héraðs- dómur Suðurlands hafði dæmt manninn í eins mánaðar fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn. Fósturfeðgarnir voru staddir á tjaldsvæði við Þrastarlund í Grímsnes- og Grafningshreppi í júní árið 2007 þegar maðurinn sló drenginn hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar yfir nefbeininu bæði hægra og vinstra megin auk blóðnasa. - jss Hæstiréttur þyngdi dóm: Sló fósturson sinn í andlitið SAMGÖNGUMÁL Hætt hefur verið tímabundið við útboð á smíði nýrr- ar Vestmannaeyjaferju og Flug- félag Vestmannaeyja er hætt að fljúga á milli lands og Eyja. Bæjar- ráð Vestmannaeyja lýsir yfir mikl- um vonbrigðum með stöðu mála. Skorað er á samgönguráðherra að leita leiða til að bjóða út smíði skipsins og í ljósi kreppu að allra leiða verði leitað til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða í nýsmíðina. Ráðið leggur þunga áherslu á að haldið verði áfram með framkvæmdir við Landeyja- höfn og tryggt verði að hægt sé að nýta höfnina eigi síðar en sumarið 2010 með leigu á skipi eða breytingum á núverandi Herjólfi. Fyrir liggur að Flugfélag Vest- mannaeyja getur ekki haldið úti flugi á Bakka nema til komi ríkis- styrkur. Bæjarráð hvetur sam- gönguráðherra til að beita sér fyrir slíkum styrk til félagsins. - shá Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir vonbrigðum: Samgöngur til Eyja í algjöru uppnámi HERJÓLFUR Eyjamenn óttast afturför í samgöngum. STJÓRNMÁL Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðla- bankans, sem boðaður var á fund viðskiptanefndar Alþingis í gær boðaði forföll. Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabankanum var Davíð upptekinn á regluleg- um fundum þar innanhúss sem ekki reyndist unnt að hliðra til. Seðlabankastjórinn geti hins vegar mætt á næsta fund nefndarinnar eftir viku. Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar, kveðst enga ástæðu hafa til að tortryggja forföll Davíðs. „Menn komast einfaldlega ekki alltaf. Þar sem hann komst ekki í þetta skipti þá kemur hann næsta fimmtudag.“ Fyrir viðskiptanefndinni á Davíð að skýra ummæli sem hann lét falla varðandi bankana í ræðu hjá Viðskiptaráði. - gar Seðlabankastjóri upptekinn: Mætti ekki hjá viðskiptanefnd ALÞINGI „Hér er um einkavina- væðingu að ræða í utanríkisráðu- neytinu,“ sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar- flokks á Alþingi í gær. Hann sagði utanríkisráðherra ekki hafa gengið í takt við þjóðina þegar hún skipaði pólitískan samstarfs- mann til margra ára í embætti sendiherra. Tilkynnt var um niðurskurð á útgjöldum utanríkisráðuneytis- ins á dögunum. Samhliða því var tilkynnt að sex sendiherrar láti af störfum um áramót, eða á næsta ári, sökum aldurs. Á sama tíma tilkynnti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra að hún hafi skipað Kristínu Árna- dóttur í stöðu sendiherra, sagði Birkir Jón. Hann benti á að Kristín hafi verið pólitískur samstarfsmaður Ingibjargar um árabil. Augljóst sé að pólitískar stöðuveitingar séu ekki hluti af fortíðinni í utan- ríkisráðuneytinu. Ingibjörg hafi skipað fjóra sendiherra frá því hún tók við ráðuneytinu, þar á meðal fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ingibjörg Sólrún sagði að Krist- ín hafi tekið við starfi skrifstofu- stjóra yfirstjórnar ráðuneytisins, og sem slík beri hún titil sendi- herra. Hún varði skipan Kristín- ar í embætti sendiherra. Of marg- ir sendiherrar hafi verið í eldri kantinum, og að fjölga þyrfti konum í æðstu stöðum í ráðu- neytinu. - bj Þingmaður Framsóknarflokks gagnrýnir pólitískar stöðuveitingar utanríkisráðherra: Einkavinavæðing í ráðuneyti BIRKIR JÓN JÓNSSON INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR HEPPINN KALKÚNN Ætli hann verði ekki að teljast hepp- inn, þessi kalkúnn sem Bush Banda- ríkjaforseti allramildilegast náðaði á miðvikudag, daginn fyrir þakkar- gjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Þann dag eru jafnan étnir margir kalkúnar í Bandaríkjunum, en þessi fugl lifði af þann hildarleik. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stóðu vaktina fyrir fyrirtæki Þingmaður VG segir rannsókn fjármálakreppu verða að ná til einkavæðingar bankanna. Verður hluti af sátt í samfélaginu, segir forseti Alþingis. ALÞINGI Fullyrða má að stjórnvöld hafi í sumum tilvikum ekki sofið á verðinum í aðdraganda fjármála- kreppunnar, heldur staðið vaktina fyrir fjármálaöflin í landinu. Þetta sagði Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um frumvarp um rann- sókn á aðdraganda bankahrunsins á Alþingi í gær. Allir flokkar standa að frum- varpinu, sem lagt er fram af Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis. Hann mælti fyrir frum- varpinu á Alþingi í gær. Að umræðum loknum var málinu vísað til allsherjarnefndar þings- ins. Í frumvarpinu er lagt til að þriggja manna nefnd, skipuð óháðum sérfræðingum, fari yfir aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir ekki síðar en 1. nóvember 2009. „Við Íslendingar höfum orðið fyrir miklum áföllum. Við þær aðstæður er mikilvægt að okkur takist að snúa bökum saman og endurreisa efnahag okkar og tryggja hag heimilanna og atvinnulífsins. Til þess að það takist verður að nást sátt í samfélaginu. Mjög mikilvægur þáttur þess er ítarleg rannsókn á því hvað gerðist og leiddi til hruns bankanna með öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem því hafa fylgt,“ sagði Sturla. Hann sagði það fremur fátítt að Alþingi hafi frumkvæði af því að setja á laggirnar slíkar rann- sóknarnefndir, en mikilvægt sé að eftirlitshlutverk Alþingis verði eflt. Ögmundur Jónasson lagði áherslu á að rannsóknin verði að ná aftur til þess tíma þegar bank- arnir voru einkavæddir. Fjalla verði um aðkomu stjórnmála, og samspil þeirra við viðskiptalífið. Þá sagði hann mikilvægt að skoða sérstaklega flutning fjár- magns úr landi, og það hvort bankarnir hafi veitt einstakling- um og fyrirtækjum aðstoð við að flytja fé til erlendra skatta- paradísa, hvort sem það hafi verið beinlínis ólöglegt, eða bara siðlaust. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að frumvarpið hafi loks litið dagsins ljós, marga hafi verið farið að lengja eftir því. Hann lagði áherslu á mikilvægi ákvæð- is í frumvarpinu um vernd þeirra sem komi fram með upplýsingar um það sem aflaga hafi farið. Allir verði að treysta sér til að koma fram með upplýsingar. brjann@frettabladid.is AFGREITT Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.