Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 28
 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Að tengjast kven- hataranum í sér Lestu ka a úr nýjustu bók hans, sem gerist á dögum fjármálahrunsins á Íslandi Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is/ askrift eða í síma 569 1122 UMRÆÐAN Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélag- inu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verð- tryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bíla- lán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mik- illar verðbólgu, sem fyrirsjáan- legt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verð- tryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lán- veitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verð- tryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verð- tryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáan- legar fyrir samfélagið. Fyrir rík- issjóð yrðu afleiðingarnar reynd- ar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfell- ingar verðtryggingar á tímabil- inu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raun- hæfan kost ef við viljum losna við verðtrygging- una og hún felst í inn- göngu í Evrópusamband- ið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verð- tryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuld- ara til að verja sig fyrir því óör- yggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil Með ríkisvæðingu viðskipta- bankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Fram- kvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skulda- bréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar for- sendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Fram sóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópu- stefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sam- bandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbanda- laginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenn- ingi greiðsluaðlögun vegna hús- næðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórn- arinnar. Ný lög um greiðslujöfn- un munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til við- bótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluað- lögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjár- hagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslu- byrði verðtryggðra húsnæðis- lána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verð- tryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusamband- ið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. SKÚLI HELGASON Lausn undan verðtryggingu UMRÆÐAN Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvísleg- an mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefn- ur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri lista- mönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstrakts- ins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmað- ur hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfs- sonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Merkileg bók um listamann ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.