Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 78
54 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. héldu brott, 6. í röð, 8. prjónavarn- ingur, 9. maka, 11. þys, 12. gljáun, 14. ríkis, 16. átt, 17. í viðbót, 18. kirna, 20. svörð, 21. fugl. LÓÐRÉTT 1. teikning af ferli, 3. belti, 4. prófuð- um, 5. suss, 7. verksmiðja, 10. temja, 13. kvk nafn, 15. fótabúnaður, 16. sjáðu, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. fóru, 6. rs, 8. les, 9. ata, 11. ys, 12. fágun, 14. lands, 16. sv, 17. auk, 18. ker, 20. mó, 21. orri. LÓÐRÉTT: 1. graf, 3. ól, 4. reyndum, 5. uss, 7. stálver, 10. aga, 13. una, 15. skór, 16. sko, 19. rr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Fjármála- og viðskiptaráðherra. 2 Steven Gerrard. 3 Yfirvaraskegginu. Tímaritið Séð og heyrt mátti ekki nota myndir Ingu Birnu Dungal af bandaríska leikstjóranum Quentin Tarantino í blaði sínu í janúar á þessu ári. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp úrskurð þess efnis að blaðið og blaðamaður þess, Atli Már Gylfa- son, hefðu brotið höfundarrétt með birtingu myndanna sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Myndirnar sýndu vinkonu Ingu Birnu, Birgittu Ingu Birgisdótt- ur, í innilegum samræðum við bandaríska leikstjórann Quentin Tarantino á skemmtistaðnum Nasa. „Ég get ekki sagt að dómurinn komi mér á óvart. Það er hins vegar gott að ég er búin að fá staðfestingu á máli mínu. Nú getur maður loksins sett myndir inn á Netið áhyggjulaus,“ segir Inga Birna í samtali við Frétta- blaðið. Atli og útgáfufélag blaðs- ins Séð og Heyrt, Birtíngur, voru dæmd til að greiða Ingu Birnu 180 þúsund krónur vegna fjár- tjóns og miska. Atla Má var jafn- framt gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og Birtíngur sömuleiðis. Var þeim einnig, hvorum um sig, gert að greiða þrjú hundruð þúsund krónur í málskostnað. Gunnar Ingi Jóhannsson, lög- maður Birtíngs og Atla Más, sagði dóminn ekki hafa verið í samræmi við þeirra væntingar. Spurður hvort til greina kæmi að áfrýja honum sagði Gunnar að nú yrði farið yfir dóminn, vel og vandlega. Vilhjálmur Hans Vil- hjálmsson, lögmaður Ingu Birnu, sagði að þetta væri algjörlega í samræmi við það sem hann hefði búist við. „Þetta sannar bara að það er ljótt að stela,“ sagði Vilhjálmur. freyrgigja@frettabladid.is Séð & heyrt sakfellt fyrir Tarantino-myndir SÁTT Inga Birna er sátt við niðurstöðu dómsins. Hún segist nú áhyggjulaus geta sett myndir af sér og vinkonum sínum á Netið. FÁMÁLL Atli Már Gylfason var fámáll eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lögfræðidramasjónvarpsþættirn- ir Réttur eru nú í tökum en þar fara þau hjón Egill Ólafsson, tón- listarmaður og leikari, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með veigamikil hlutverk. Meðan Egill fer með hlutverk eldri lög- manns hér í bæ þá er hlutverk Tinnu öllu nýstárlegra. Hún leikur hórumömmu í Reykjavíkurborg. Að sögn Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundar er Tinna sem sköpuð fyrir hlutverkið. „Já, hún er mjög flott hóru- mamma,“ segir Sigurjón. Frétta- blaðið greindi frá því fyrir um mánuði að helstu hlutverk í Rétti eru í höndum þeirra Jóhönnu Vig- dísar Arnardóttur, Magnúsar Jónssonar og Víkings Kristjáns- sonar en þau mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Um er að ræða sex þátta sjónvarpsseríu og er hver þáttur sjálfstæður þótt þeir tengist. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson. Fjöldi þekktra leik- ara kemur við sögu – þó er enginn Hilmir Snær Guðnason né Ingvar Sigurðsson. „Nei,“ segir Sigurjón. „Ég held bara ekki. Það er mikið af ungum leikurum en nefna má Ragnheiði Steindórsdóttur sem leikur saksóknarann Urði. Meist- arar á borð við Stefán Jónsson skjóta upp kollinum. Og svo leika þau hjónin Unnur Ösp Stefáns- dóttir og Björn Thors í þáttunum – þó ekki hjón. Nei, nei, það er ekk- ert hjónaþema í gangi. Þetta er tilviljun.“ - jbg Þjóðleikhússtjóri leikur hórumömmu „Ég hlusta mikið á Rás 2 og hef gaman af síðdegisútvarpinu þar. Þegar ég set eitthvað á fóninn er ég dálítið fyrir ballöður, til dæmis eftir KK og Magga Eiríks. Megas er líka mjög oft spilaður. Platan þar sem hann er að syngja þessi gömlu dægurlög féll alveg í kramið hjá mér.“ Símon Jón Jóhannsson kennari. TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Ekki vefst fyrir þjóðleikhússtjóra að bregða sér í líki hóru- mömmu í Rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eurobandið verður meðal skær- ustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision- aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Euro- bandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigur- inn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðal- sprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félags- heimilum. Þessari miklu tónleika- reisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Reg- ínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision- partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er vænt- anlegur í maí, Eurovision-mánuð- inum mikla. „Þetta verður Euro- vision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eigin- maðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barn- eignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Reg- ínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Euroband- inu en unnið sé markvisst í þeim málum. freyrgigja@frettabladid.is REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR: Á VON Á EUROVISION-BARNI Á NÆSTA ÁRI Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi SYNGJA MEÐ SÖNDRU KIM Eurobandið syngur með Söndru Kim á risastórri aðdáendahátíð Eurovision-keppninnar sem fram fer í München. Regína ber barn undir belti og á von á sér í Eurovision-mánuðinum maí. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VARÐ FRÆG FJÓRTÁN ÁRA Sandra Kim vann Eurovision aðeins fjórtán ára gömul. Hún syngur enn á hinum og þessum Eurovision-hátíðum. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mun aftur taka að sér hlutverk kynnis í Eurovision. Ragnhildi fórst það vel úr hendi síðasta vetur og hefur nú í vetur fengið til sín góða tónlistargesti í tónlistar- þættinum Gott kvöld. Verður Eurovisionið því rökrétt framhald af þeim sjónvarps- þætti en fastlega má gera ráð fyrir því að þjóðin sitji límd fyrir framan tækin þegar nýju lögin taka að hljóma. Uggur er í starfsmönnum RÚV sem búast við blóðugum föstudegi nú í lok mánaðarins með uppsögnum. Páll Magnússon útvarpsstjóri lét þess enda getið í viðtali við Fréttablaðið að endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar væri að vænta í lok viku sem tæki mið af miklu verra rekstrarumhverfi en var til grundvallar fyrri áætlun. Telja má líklegt að niðurskurðurinn bitni að einhverju leyti á nýsameinuðu fréttasviði stofn- unarinnar. Þar starfa um 140 manns sem telst þar með vera um einn þriðji af rekstri RÚV. Ef menn fá hugmyndir er betra að viðra þær í hófi þar til eitthvað er fast í hendi. Þannig var Hildur Dungal, forstjóri Útlendingaeft- irlitsins, búin að leggja nokkuð í að útfæra hugmyndabanka sem orðið gæti til eflingar hinu nýja Íslandi og sóknar í samfélag- inu. Hildur nefndi þetta við starfs- mann Eyjunnar og vissi ekki fyrr en vefmiðillinn var búinn að stofna slíkan banka. -fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.