Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 74
50 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Ummæli Eiðs Smára Guð- johnsen í spænska íþróttablaðinu Sport hafa vakið talsverða athygli. Þar sagði Eiður Smári að hann hefði velt því fyrir sér á stundum hvort það væri þess virði að spila fyrir íslenska landsliðið. Hann sagði enn fremur að hann myndi framvegis velja sér þá landsleiki sem hann vilji spila. Fréttablaðið hafði samband við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálf- ara í gær en hann hafði þá ekki séð umrætt viðtal en var fræddur um innihald þess af blaðamanni. „Ég hef voða lítið um þetta að segja. Ég get í raun lítið verið að tjá mig um það sem er haft eftir honum í blöðunum enda er það ekki alltaf rétt. Til að mynda var ekki haft rétt eftir honum í Morgunblaðinu um daginn,“ sagði Ólafur en hann sér enga sérstaka ástæðu til þess að hringja í Eið Smára og ræða málið við hann. „Ég vel bara landsliðið í næsta leik. Það er ekkert flóknara en það. Ég vel alltaf sterkasta liðið nema ég gefi annað út eins og síðast. Ég vil ekkert ræða þessi ummæli því ég hef ekki heyrt þetta beint frá honum og þá get ég ekki verið að tjá mig. Auðvitað var hann hund- fúll að meiða sig í landsleiknum um daginn en menn geta meiðst líka annars staðar en með landslið- inu,“ sagði Ólafur Jóhannes son landsliðsþjálfari. - hbg Landsliðsþjálfarinn vill lítið tjá sig um ummæli Eiðs: Ekki heyrt þetta frá Eiði MEIDDIST SÍÐAST Eiður Smári meiddist í síðasta landsleik og landsliðsþjálfarinn segir hann hafa verið hundfúlan með það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Hinn 23 ára gamli Arton Baleci ætlar í eitt ár að helga sig algjörlega markmiði sínu, að breyta sér úr því að vera meðal góður knattspyrnumaður í það að verða leikmaður í úrvalsdeildarklassa á Englandi. Til þess að ná settu marki mun hann njóta aðstoðar topp- þjálfara, næringarfræðinga og annarra sér- fræðinga á ýmsum sviðum tengdum íþrótta- fræði. BBC Sports greindi í gær frá verkefninu „The Beautiful Aim“ eða „Fallega markmiðið“ sem maður að nafni Arton Baleci stendur að. Markmiðið gengur út á það að Baleci, sem er aðeins meðalgóður knattspyrnumaður, ætlar í heilt ár að gangast undir stífar æfingar, kennslu og rannsóknir til þess að bæta sig það mikið að hann verði að ári loknu leik- maður í úrvalsdeildarklassa á Englandi. Baleci er fúlasta alvara með þessu og hefur fulla trú á því að hann nái markmiði sínu, en undirbúningur- inn að verkefninu hefur tekið um átján mánuði. „Ég hef sett saman þjálfaralið sem hefur hjálpað mér í undirbún- ingnum og stendur við hlið mér alla leið. Það er svo undir mér komið að ná árangri og ég hef trú á því að ég geti náð mark- miði mínu,“ segir Baleci. Nick Grantham, fyrrum þolþjálfari hjá breska fimleikalandsliðinu, mun sjá til þess að Baleci komist í jafn gott líkamlegt ásigkomulag og leikmaður í ensku úrvals- deildinni en þjálfarinn telur raunhæft að ná því á níu mánuðum. Baleci mun enn fremur notast við heldur framandi tækni við þjálfun sína eins og hina svokölluðu Feldenkrais-aðferð sem stuðlar að auknu valdi á líkamsbeitingu og hefur til að mynda verið notuð til þess að berjast gegn Parkinsonsveiki. Þá mun hann einnig þjálfa samkvæmt NLP- aðferðinni sem felur í sér að þátttakandinn hermir nákvæmlega eftir viðfangsefni, í þessu tilviki atvinnumanni í knattspyrnu, til þess að tileinka sér hæfni og eig- inleika þess. „Robin van Persie hjá Arsenal er leikmaður sem ég mun fylgjast vel með og rann- saka í sambandi við NLP-aðferð- ina. Hann nær til dæmis nær undantekningarlaust að plata andstæðinga sína með ákveðn- um snúningi sem ég ætla að reyna að tileinka mér,“ segir Baleci vongóður. Á heimasíðunni www.thebeautifulaim. com er hægt að fylgjast með gangi mála hjá Baleci. - óþ Óþekktur áhugaknattspyrnumaður, Arton Baleci, mun æfa við toppaðstæður í ár til að ná markmiði sínu: Ætlar að komst í úrvalsdeildarklassa FYRIRMYND Robin van Persie hjá Arsenal er einn af þeim leikmönnum sem Arton Baleci mun rannsaka í von um að ná að tileinka sér hæfni hans að einhverju leyti. NORDIC PHOTOS/GETTY Undankeppni HM í handb. Ísland-Sviss 40-31 (20-14) Mörk Íslands: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 11, Dagný Skúladóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Ágústa Edda Björnsdóttir 5, Hrafnhildur Skúladóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3, Elísabet Gunn- arsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1. Berglind Íris Hansdóttir stóð í markinu allan leikinn og varði 24 skot. Æfingaleikur: Ísland-Dormagen 34-28 (19-11) Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Rúnar Kárason 6, Einar Hólmgeirsson 4, Logi Geirsson 3, Bjarni Fritzson 3, Aron Pálmarsson 3, Sturla Ásgeirsson 3, Sigurbergur Sveinsson 2, Þórir Ólafsson 2, Vignir Svavarsson 2. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11, Hreiðar Levý Guðmundsson 7. UEFA-bikarinn Schalke-Man. City 0-2 0-1 Benjani (32.), 0-2 Stephen Ireland (66.). NEC Nijmegen-Tottenham 0-1 0-1 Jamie O´Hara (14.). Portsmouth-AC Milan 2-2 1-0 Younes Kaboul (62.), 2-0 Kanu (73.), 2-1 Ronaldinho (84.), 2-2 Filippo Inzaghi (90.+2). ÚRSLIT FULLKOMINN LEIKMAÐUR -Í samhengi við markmið Baleci bjó BBC Sports til hinn fullkomna leikmann úr eiginleikum nokk- urra valinkunna stjórstjarna úr fótboltanum: Heilinn - Dimitar Berbatov Spyrnutækni - David Beckham Hreyfing á velli - Thierry Henry Snúningsgeta - Robin van Persie Markaskorun - Ruud van Nistelrooy Líkamsstyrkur - Didier Drogba Sprengikraftur - Fernando Torres Jafnvægi - Zlatan Ibrahimovic Knattrak - Lionel Messi Skallatækni - Cristiano Ronaldo Knattleikni - Robinho FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, vonast til þess að sigurinn á Dynamo Kiev í Meistaradeildinni á þriðjudaginn verði til þess að létta andrúms- loftið í herbúðum Lundúnafélags- ins eftir vindasama daga undan- farið í kjölfar harðrar gagnrýni Williams Gallas á liðsfélaga hans. Gallas var sem kunnugt er sviptur fyrirliðastöðunni vegna ummæla sinna og settur út úr hóp fyrst um sinn en lék svo með að nýju gegn Kiev og Wenger hrósaði honum fyrir endur- komuna. „Gallas var ákveðinn í að standa sig vel í leiknum og gerði það og ég var ánægður með að aðdáendur okkar hafi tekið eftir því og veitt honum stuðning,“ segir Wenger. Breskir fjölmiðlar greindu hins vegar frá því í gær að hinn franski Gallas væri sterklega orðaður við AC Milan og að ítalska félagið væri tilbúið að greiða allt að því fimm milljónir punda fyrir varnarmanninn. - óþ Breskir fjölmiðlar í gær: AC Milan ætlar að kaupa Gallas GALLAS Er nú sterklega orðaður við félagaskipti til AC Milan í janúar. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Kvennalandsliðið fer vel af stað í undankeppni HM en liðið er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni. Fyrst gegn Lettum og svo gegn Sviss í gær. Íslensku stelpurnar fá frí í dag en um helgina taka við tveir erfiðir leikir gegn Slóvökum og Pólverjum en aðeins eitt lið kemst áfram upp úr riðlinum. Íslenska liðið fékk aðeins meiri samkeppni gegn Sviss í gær en gegn Lettum á miðvikudag, en sigur liðsins var þrátt fyrir það aldrei í hættu. „Fyrstu 20 mínúturnar voru svolítið erfiðar en við keyrum svo yfir þær á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og náum þá mest átta marka forskoti. Það gerði verkið þægilegra fyrir í síðari hálfleik en ég var samt ekkert í rónni fyrr en svona fimm mínútur voru eftir. Ég er kannski svona slæmur á taugum,“ sagði Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari léttur eftir leik en hann var ánægður með margt í leik sinna stelpna. „Ég var sérstaklega ánægður með sóknarleikinn í þessum leik. Þær byrjuðu með framliggjandi vörn gegn okkur sem við leystum mjög vel af hendi. Þær bökkuðu síðan í 6/0 vörn og við leystum það einnig vel. Vörnin hjá okkur var skárri en gegn Lettum og við feng- um nokkurn slatta af hraðaupp- hlaupum,“ sagði Júlíus. Hanna Guðrún Stefánsdóttir batt enda- hnútinn á flest hraðaupphlaupin en hún er búin að skora 27 mörk í fyrstu tveim leikjunum og hefur hreinlega farið á kostum. „Við spiluðum 6/0 vörn og Berg- lind Íris var frábær þar fyrir aftan. Annars höfum við ekki verið að spila út öllum okkar trompum ennþá og í raun verið að spila smá póker. Okkar besta vörn er 5/1 vörnin en við ætlum ekkert að sýna hana fyrr en við mætum sterkari andstæðing á laugardag,“ sagði Júlíus. Á morgun mætir liðið einmitt Slóvakíu og á sunnudag bíða Pól- verjar en bæði þessi lið eru nokk- uð sterkari en þau lið sem stelp- urnar hafa spilað við til þessa. „Það má í raun segja að alvaran byrji um helgina. Það er alveg ljóst að við þurfum að eiga topp- leiki gegn þessum liðum og margt að ganga upp. Hindrunin er samt alls ekki óyfirstíganleg. Það er búinn að vera fínn stígandi í okkar leik og vonandi náum við að toppa um helgina,“ sagði Júlíus að lokum. henry@frettabladid.is Alvaran byrjar um helgina Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Sviss, 40-31, í öðr- um leik liðsins í undankeppni HM. Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum. Tveir erfiðustu leikir stelpnanna fara þó fram um helgina. FÍNN LEIKUR Rakel Dögg Bragadóttir átti fínan leik í liði Íslands í gær og skoraði fimm mörk í öruggum sigri á Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/TIHI JOVANOVIC HANDBOLTI Íslenska landsliðið hitaði upp fyrir vináttulandsleik- ina tvo með því að mæta þýska liðinu Dormagen í gær en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er fyrrum þjálfari þess félags. Leikurinn reyndist hin besta upphitun fyrir strákana okkar sem unnu öruggan sigur, 34-28, og höfðu öll tök á leiknum frá upphafi til enda. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig í leiknum og tókst öllum útileikmönnum liðsins að skora fyrir utan varnarbuffið Sverre Andreas Jakobsson. Guðjón Valur Sigurðsson og Rúnar Kárason voru markahæstir með sex mörk hvor. - hbg Strákarnir okkar: Öruggt gegn Dormagen RÚNAR KÁRASON Átti fínan leik gegn Dormagen í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Filippi Inzaghi bjargaði einu stigi fyrir AC Milan gegn Portsmouth í gær með marki í uppbótartíma. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill en Portsmouth var sterkara liðið í síðari hálfleik. Kaboul kom þeim yfir og Kanu bætti öðru marki við ellefu mínútum síðar þegar Zambrotta mistókst að spila Nígeríumanninn rangstæðan. Ronaldinho kom inn af bekkn- um í stöðunni 2-0 og minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok. Það var síðan Inzaghi sem jafnaði í uppbótar- tíma og tryggði Milan stig. Hermann Hreiðarsson sat á bekknum hjá Portsmouth líkt og venjulega. - hbg UEFA-bikarinn: Inzaghi bjarg- aði AC Milan BARÁTTA Zambrotta og Traore berjast hér um boltann í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.