Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 24
24 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 28 642 +0,73% Velta: 33 milljónir MESTA HÆKKUN ATORKA 78,00% BAKKAVÖR 1,66% MAREL 0,26% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI 1,88% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,82 +0,00% ... Atorka 0,89 +78,00% ... Bakkavör 2,45 +1,66% ... Eimskipafélagið 1,30 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 78,20 +0,26% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 94,50 +0,00% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 243,5 +0,25% „Fleyting krónunnar veltur öðru fremur á því hve vel landsmenn treysta gjaldmiðli sínum og öryggi fjármálakerfisins og hvort hægt verði að koma í veg fyrir fjár- magnsflótta,“ segir Ásgeir Jóns- son, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings. Ásgeir segir erlenda stöðutöku í krónum hafa minnkað stórlega í kjölfar gjaldþrots bankanna þar sem framvirkir samningar sem stóðu að baki stórum hluta af krónubréfaútgáfunni séu fastir í þrotabúunum og jafnist þar út. Greiningardeild Glitnis bendir á í Morgunkorni sínu í gær, að við- skipti á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi legið niðri frá í október þegar bankarnir hrundu. Greiningardeild Kaupþings segir í nýrri spá sinni krónunni verða fleytt á næstu dögum. Stöður útlendinga séu að mestu bundnar í ríkis- og innistæðum bréfum upp á 350 til 450 milljarða króna. Erfitt sé að gera sér grein fyrir því með hvaða hraði þessar stöður verði leystar út þegar krónan verði sett á flot. Það kunni að draga gengi krón- unnar niður í fyrstu. Þegar stöðu- tökur útlendinga hafi verið hreins- aðar út muni afgangur af utanríkisviðskiptum styðja við gengið síðar á þessu ári sem skili sér í sæmilegri styrkingu fram yfir næsta ár. Ásgeir segir þó vel geta verið að erlendir fjárfestar haldi í bréf sín fram að gjalddaga þeirra ef þeir treysta fjárhagslegri stöðu ríkis- sjóðs þar sem þeir gætu þurft að taka á sig afföll af sölu þeirra. Árangurinn við fleytingu krón un- nar veltur á því hvort hægt sé að koma í veg fyrir að innlendur fjár- magnsflótti magnist upp. „Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, aukinn gjaldeyrisforði og hækkun vaxta veitir vitaskuld töluverðan stuðn- ing. Út frá þeim þáttum einum eru yfirgnæfandi líkur á því að fleytingin gangi vel. Hins vegar snýst málið um það hve samstiga landsmenn eru í því að byggja upp traust á nýju og endurreistu banka- kerfi og hrinda í framkvæmd sam- eiginlegri stöðugleikaáætlun íslenska ríkisins og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins,“ segir Ásgeir og bætir við að næsta eðlilegt sé að fólk missi trú á bankakerfi þegar það hrynur í einni svipan. „Þegar bankarnir hrundu urðu þeir fyrir miklum trúverðugleika- bresti. Nú ríður á að treysta hann á ný,“ segir Ásgeir og bendir á að fleytingin sé því að miklu leyti pólitískt mál. jab@markadurinn.is ÁSGEIR JÓNSSON Forstöðumaður grein- ingardeildar Kaupþings segir mikilvægt að íslenskir fjárfestar haldi í krónur sínar. MARKAÐURINN/RÓBERT Fyrirbyggja þarf fjármagnsflótta Krónunni verður líkast til fleytt á næstu dögum. Ár- angur ræðst af því hversu vel gengur að koma í veg fyrir innlendan fjármagnsflótta. Vantrú er eðlileg. Stjórnunarhættir hins opinbera Í dag kynnir Viðskiptaráð Íslands leiðbeiningar um stjórnunarhætti opinberra fyrirtækja, 30 síðna rit sem unnið var og gefið út í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Íslands. Nokkrar fyrirmyndir eru að leiðbeiningum sem þessum, en í ritinu kemur fram að einkum hafi verið stuðst við sambærilegar leiðbeiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), en á þeim bæjum hafa menn áttað sig á mik- ilvægi þess að efla stjórnarhætti opinberra fyrirtækja með það að markmiði að auka gagnsæi og trúverðugleika. Hér hefur ríkis- stjórnin raunar ætlað sér í slíka vinnu, líkt og fram kemur í aðgerðaráætlun fjármála- ráðuneytisins 2008 til 2010, þótt ekki sé vitað um afrakstur. Eins og mál hafa þróast með eignarhald á bönkunum hefði kannski betur verið farið fyrr af stað í þetta. Annars konar leiðbeiningar Þótt ekki hafi skilað sér niðurstöður starfs fjár- málaráðuneytisins hvað varðar góða stjórnunar- hætti hins opinbera, er þó gleðiefni að í þessum mánuði kom út hjá ráðuneytinu bæklingur þar sem segja má að fjallað sé um skylt efni. Það er ritið „Einelti á vinnustað: Leiðbeiningar fyrir stjórnendur“. Árin 2006 og 2007 fór nefnilega fram viðamikil könnun á starfsumhverfi ríkis- starfsmanna. Niðurstöður þeirrar könnunnar, sem voru birtar í fyrravor, leiddu meðal annars í ljós að 17 prósent ríkisstarfsmanna töldu sig hafa orðið fyrir einelti, þar af tíu prósent oftar en einu sinni. „Þessar tölur voru hærri en áætlað var út frá almennum viðmiðunartölum. Í ljósi niðurstaðna var farið í markvissa eineltis- fræðslu,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins, en fyrri part þessa árs var gerð könnun til að meta tíðni eineltis innan ríkisstofnana á vegum þess. Peningaskápurinn ... Í september var mesta lækkun fasteignaverðs í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Verð í tíu stærstu borgum lands- ins, samkvæmt Case-Schiller vísi- tölunni lækkaði um 18,6 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Athygli vekur að verðlækkunin í september var hraðari en undan- farna mánuði, eða 1,9 prósent. Samkvæmt opinberum tölum Hús- næðisstofnunar Bandaríkjanna hefur lækkunin milli mánaða ekki verið meiri síðan mælingar hófust árið 1991. Hagfræðingar telja að fasteignaverð geti enn lækkað um 40 prósent og nái hugsanlega ekki botni fyrr en á þriðja ársfjórðungi 2009. - msh Söguleg lækkun fasteignaverðs „Reksturinn er í óvissu. Við munum skoða málin þegar rykið sest,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Félagið á um tíu prósenta hlut í móðurfélagi bresku verslanakeðjunnar Wool- worths en stjórnendur hennar og stærstu hluthafar óskuðu eftir greiðslustöðvun smásöluhlutans í fyrrinótt þegar viðræður um sölu hans fuku út í veður og vind. Gunnar bendir á að Baugur hafi síðastliðna átján mánuði þrýst á um skiptingu verslunarinnar í smásölu- og heildsöluhluta. Baug- ur bauð í sumar 50 milljónir punda í smásöluhlutann með það fyrir augum að snúa rekstrinum við. Tilboðinu var vísað út af borðinu í ágúst. Þá gerði Hilco, félag sem sérhæfir sig í viðsnúningi versl- ana, tilboð í sama hluta fyrir nokkrum dögum. Boðið hljóðaði upp á eitt pund ásamt yfirtöku skulda upp á 385 milljónir punda. Forstjóri Baugs segir stjórn- endur Woolworths hafa brugðist of seint við tilboði Hilco og ekki getað forðað þeim hluta rekstrar- ins sem fór í þrot frá örlögum sínum. Of lengi hafi verið haldið í vonina um að hægt væri að bæta reksturinn, svo sem með for- stjóraskiptum. „Það hefði þurft svipuð handbrögð og við beittum á Big Food Group á sínum tíma,“ segir Gunnar. Eftir kaup Baugs á félaginu 2005 var því skipt upp í félög á borð við Booker og frystivöru- keðjuna Iceland og nýir stjórn- endur settir yfir þau. Booker-hlutinn var seldur í júní en Iceland hefur verið nefnt gull- kálfur eigenda sinna, svo góð er afkoman. „Við sögðum þeim hjá Woolworths að í því formi sem reksturinn væri yrði mjög erfitt að snúa félaginu við,“ segir for- stjóri Baugs. - jab Bíða þess að ryk setjist Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafn- gildir 12,8 milljörðum króna miðað við gengi krónu gagnvart evru í lok september. Niðurstaðan er talsverður viðsnúningur til hins verra frá í fyrra þegar hagnaður- inn nam 7,4 milljónum evra. Tap á fyrstu níu mánuðum árs- ins nemur 170 milljónum evra samanborið við 869,5 milljóna hagnað í fyrra. Heildareignir Existu voru 6.276 milljónir evra í lok september og höfðu lækkað um 1.735 milljónir frá áramótum. Í enda fjórðungsins hafði félag- ið tryggt lausafé til að mæta end- urfjármögnun sinni til eins árs. Á þeim tíma sem uppgjörið nú nær yfir var Exista stærsti hlut- hafi Kaupþings. Þegar bresk fjár- málayfirvöld tóku yfir rekstur dótturfélags Kaupþings í Bretlandi í byrjun október og við ríkisvæð- ingu innlendrar starfsemi varð hún að engu. Í kjölfarið seldi Exista kjarnaeignir, stóra hluti í finnska fjármálafélaginu Sampo og Store- brand auk þess sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir keyptu Bakkavör út úr rekstrinum. Þá var samþykkt á hluthafafundi fyrir mánuði að afskrá félagið. Hlutabréf þess verða tekin úr við- skiptum eftir lokun viðskipta í Kauphöllinni 12. desember næst- komandi. - jab STJÓRNENDUR EXISTU Mikil uppstokkun varð á eignasafni Existu eftir ríkisvæðingu Kaupþings fyrir tæpum tveimur mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Exista fer úr hagnaði í mikið tap Tap Exista á þriðja ársfjórðungi nemur 87,8 milljónum evra. Níu mánaða tap nemur 170 milljónum evra, á móti tæplega 870 milljóna evra hagnaði í fyrra. Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 895kr. áður 1.790 kr. Aðeins 2.745kr. áður 5.490 kr. Aðeins 2.145kr. áður 4.290 kr. Aðeins 995kr. áður 1.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 28.11.08 til 03.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.