Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 40
8 föstudagur 28. nóvember ✽ ba k v ið tjö ldi n Ragnheiður Grön- dal var ekki nema sautján ára þegar hún gaf út sína fyrstu plötu upp á eigin spýtur. Síðan þá hefur hún sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og var nú að gefa út sína fimmtu sólóplötu, 24 ára gömul. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Arnþór Birkisson É g ætlaði alltaf að verða „söngkona og flugfreyja“ eða „söng- kona og mamma“ þegar ég yrði stór,“ segir Ragnheiður Gröndal, spurð hvenær hún hafi ákveðið að leggja sönginn fyrir sig. „Mesti innblást- urinn í tónlistinni kom frá Hauki bróður. Þegar ég var lítil reyndi ég gjarnan að troða mér að í partí- um sem hann var með og fékk þá yfirleitt að syngja gegn því að fara svo að sofa,“ útskýrir Ragn- heiður brosandi, en Haukur Grön- dal hefur getið sér orð sem klar- ínett- og saxófónleikari, útsetjari og tónsmiður. „Mamma og pabbi hvöttu mig líka mikið áfram og ég var í tónlistarskóla frá því að ég var sex ára þar til gelgjan helltist yfir,“ bætir hún við, en Ragnheið- ur hóf ung tónlistarnám í Tónlist- arskóla Garðabæjar, fyrst á blokk- flautu og svo á píanó. Eftir það lá leiðin í Tónlistarskóla FÍH þar sem hún hóf nám í djasssöng og lauk burtfararprófi þaðan vorið 2005. „Það var mest hlustað á útvarp- ið á heimilinu þegar ég var barn svo djassáhuginn kom kannski fyrst og fremst í gegnum Hauk. Síðan fékk maður náttúrulega æði fyrir því sem var í gangi hverju sinni og ég var til dæmis húkt á Emilíönu Torrini á tímabili,“ segir Ragnheiður og brosir. ÁST Ragnheiður var ekki nema sautján ára þegar hún gaf út sína fyrstu sólóplötu, sem innihélt gamla djassslagara. „Ég gaf plötuna út sjálf og var ofboðslega stolt af mér. Gagnrýnanda fannst ég hins vegar vera að ráðast á garðinn þar sem hann var hæstur og ég man hvað ég var ofboðslega sár. Mér fannst ósanngjarnt að hann sæi ekki hvað ég var ung og einblíndi nánast bara á neikvæðu punktana í gagnrýninni enda var ég með mjög mikla fullkomnunaráráttu,“ segir Ragnheiður. Hæfileikar hennar leyndu sér þó ekki og ári síðar, árið 2003, söng hún Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson. Lagið sló eftirminnilega í gegn og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. „Ég bjóst ekki við því að lagið yrði svona vinsælt og það fór eiginlega í taugarnar á mér til að byrja með. Þetta var ekki sú tónlistarstefna sem ég ætlaði að taka, en vinsældir lagsins ýttu undir söluna á djassplötunni því fólk hélt að hún væri í svipuðum anda og Ást. Í dag er ég alveg búin að taka lagið í sátt og finnst þetta ljóð mjög fallegt. Það er líka alltaf gaman að njóta velgengni, hvern- ig sem hún er, en mig dreymdi um að njóta hennar alveg á eigin for- sendum,“ segir Ragnheiður sem steig í fyrsta sinn fram sem laga- höfundur á plötunni Vetrarljóð sem kom út árið 2004. „Stein- ar Berg átti hugmyndina að plöt- unni, sem var blanda af vetrar- ljóðum og jólalögum, en ég fékk að koma inn fjórum lögum eftir sjálfa mig,“ segir Ragnheiður um Vetrarljóð sem naut gífurlegra vinsælda og seldist í 13.000 ein- tökum. Ári síðar tók Ragnheið- ur algjöra u-beygju að eigin sögn með plötunni After the Rain, sem innihélt lög sem hún hafði samið frá því hún var fjórtán ára gömul og í kjölfarið fylgdi platan Þjóðlög sem kom út 2006. GEFUR SÉR TÍMA Ragnheiður hefur átt í sambandi við Guðmund Pétursson gítarleik- ara frá því 2006. Guðmundur hefur unnið að nokkrum plötum Ragn- heiðar og gaf nýverið út sína aðra sólóplötu, Ologies. Þau Guðmundur höfðu unnið saman í ýmsum verk- efnum áður en sambandið þróaðist og aðspurð segist Ragnheiður hafa haft augastað á honum um nokk- urt skeið áður en hún gaf sig á tal við hann. „Ég var búin að sjá hann út, fannst hann sætur og heill- andi, en það tók mig langan tíma að þora að tala við hann og segja honum hvernig mér leið. Það var svona á fimm ára planinu,“ útskýr- ir Ragnheiður brosandi og segir tólf ára aldursmun ekki hafa sett strik í reikninginn. „Ég gefst ekki upp ef mig langar í eitthvað og beiti öllum brögðum þar til ég næ settu marki,“ bætir hún við og hlær. „Ég er samt ekki mjög þolinmóð svo ég er að reyna að temja mér hana, öfugt við Gumma sem hefur mikla þolinmæði og er mjög bjartsýnn. Hann er rosalega jarðtengdur á meðan ég er aðeins meira uppi í skýjunum svo það fasast skemmti- lega út,“ segir Ragnheiður. Nýver- ið gaf hún út nýja plötu, Bella and Her Black Coffee, en hún er meðal annars unnin í nánu samstarfi við Guðmund og Guðmund Kristin Jónsson úr Hjálmum. „Ég er mjög ánægð með þessa plötu því mér finnst hún endur- spegla mig bæði sem manneskju og tónlistarmann. Ég réð förinni og fékk meira að segja að hafa kisu á plötuumslaginu sem er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að gera en aldrei fengið samþykki fyrir,“ útskýrir Ragnheiður og brosir út í KRÆKTI Í GÍTARLEIKARANN Sívinsæl Ragnheiði Gröndal finnst skipta miklu máli að vera þakklát og sátt við það sem hún hefur áður en hún hugar að frekari landvinningum. Stjörnumerki: Bogmaður. Besti tími dagsins: Eftirmið- degi. Líkamsræktin: Ashtanga jóga í Yoga shala miðstöðinni og sund. Geisladisk- urinn í spil- aranum: Ol- ogies með Gumma Pé Uppáhaldsverslunin: Mál og menning. Uppáhaldsmaturinn: Ég elska allan vel eldaðan mat úr góðu hráefni. Ég lít mest upp til: Skýjanna. Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 kr. 22,500,- kr. 27,800,- kr. 20,600,- kr. 21,500,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.