Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Ljósmyndarinn Finnbogi Marinós- son tók allar ljósmyndir í mat- reiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Bókin kom út fyrir skemmstu og segist Finn- bogi nýr og betri maður í eldhús- inu eftir. „Við undirbúning bókarinnar fékk ég alveg nýja sýn á fisk og lærði að hann getur verið veislu- matur,“ segir Finnbogi en hann gefur lesendum Fréttablaðsins einfalda uppskrift að ljúffengum saltfiski. „Áður hefði ég aldrei pantað mér fisk á matsölustað, fannst það bara kjánalegt. Ég er svona kjötkarl að upplagi og elst upp við soðinn fisk og kartöflur svo fiskur var hvers- dagsmatur fyrir mér. En nú er þessi saltfisksréttur eitthvað sem ég elda sjálfur og býð fólki í mat. Það er búið að umpóla þeirri hug- mynd minni að ef eitthvað á að elda flott þá þurfi það að vera kjöt.“ Spurður hvort hann sé þá dug- legur að elda og bjóða fólki heim segist hann mjög duglegur að bjóða fólki í mat, færri sögum hafi hins vegar farið af eldamennsk- unni fram að þessu. Þó hefur það verið fastur liður á þakkargjörðar- hátíðinni að Finnbogi eldi kalkún. „Þetta er sennilega fjórtánda árið í röð sem ég tek mér frí eftir hádegið og elda kalkúninn fyrir veislu um kvöldið. En óneitanlega hef ég tekið við mér í eldamennsk- unni eftir að hafa unnið að bók- inni. Eins og flestir karlmenn vildi ég helst gera eitthvað tiltölulega einfalt og öruggt, eins og að taka kjöt upp, setja á grill og taka af grillinu. Karlmenn eru einfaldar sálir. En eftir að hafa kynnst þeim strákum Friðriki V. og Júlíusi er ég farinn að nálgast hráefni á allt annan hátt. Ég er farinn að snerta það, prófa og skilja af hverju hlut- irnir eru svona en ekki hinsegin.“ Fjölskyldan er að vonum ánægð með nýja framtakssemi Finnboga í eldhúsinu og renna réttir hans ljúflega niður. „Fjölskyldan er Arna Heiðmar kennari og Heiða Jóhanna, sex ára, og þær eru ánægðar með breyttan mann, sérstaklega eldri konan sem brosir út að eyrum,“ segir Finnbogi hlæjandi. „Ég tek þó fram að uppvaskið hefur alltaf verið mín deild.“ Uppskrift Finnboga að saltfisk- inum er að finna á næstu síðu. heida@frettabladid.is Tók fiskinn loks í sátt Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við mat- reiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað. Finnbogi ljósmyndari fær ráðleggingar hjá Friðriki V. við val á saltfiski í réttinn góða, en þeir unnu ásamt Júlíusi Júlíussyni að matreiðslubókinni Meistarinn og áhugamaðurinn. MYND/FINNBOGI MARINÓSSON MÁLVERK færeyska málarans Bárðar Jákupssonar verða til sýnis í Galleríi Fold um helgina en sýningunni lýkur eftir það. Opið er á morgun frá klukkan 11.00 til 16.00 og á sunnudaginn frá klukkan 14.00 til 16.00. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Verð 7.250 kr. Jólahlaðborð Perlunnar 20. nóvember - 30. desember Lifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónsson alla föstudaga og laugardaga. 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar og „Allt í steik“ seðillinn! Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.