Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 28. nóvember 2008 47 Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlut- verki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. „Þetta er Hollywood. Allir vita að Hollywood nær í frábærar hugmyndir og eyðileggur þær,“ sagði Lindsey spurður hvort fólk hafi efast um stuðning hans. Bætti hann því við að framleið- endur þáttarins vissu nákvæm- lega hvað þeir væru að gera. Í þættinum á sunnudag leikur Lindsay lögregluþjón. Höfundur í feluhlutverki JEFF LINDSAY Leikur í nýjasta Dexter- þættinum sem verður sýndur á sunnu- daginn í Bandaríkjunum. Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundar- son Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp mynd- band við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16. -fb Órafmagnaðir Fjallabræður FJALLABRÆÐUR Fjallabræður syngja í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn og flytja þar sitt nýjasta lag, Hó. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sína, hina tvöföldu I Am … Sasha Fierce. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hún fer beint á toppinn þar í landi með plötu. Nýja platan seldist í 482 þúsund eintökum fyrstu vikuna á lista, sem er aðeins minna en sú síðasta, B- Day, sem seldist í 541 þúsund ein- tökum. Fyrsta plata hennar, Dang- erously in Love sem kom út 2003, seldist í 317 þúsund eintökum. I Am … Sasha Fierce hefur að geyma lög á borð við If I Were a Boy og Single Ladies (Put a Ring on It). Flytjendur eru Beyoncé og hennar nýja annað sjálf, Sasha Fierce. Í öðru sæti á listanum var nýjasta plata kanadísku rokkaranna í Nick- elback, Dark Horse. Síðasta plata sveitarinnar, All the Right Rea- sons, var í 156 vikur samfleytt á listanum og því er búist við miklu af nýja gripnum. Fór beint á toppinn BEYONCÉ Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Jóhann Jóhannsson fær rífandi góða dóma fyrir nýju plötuna sína, Fordlandia. Platan er ósungin en segir sögur um misheppnaðar útópíur. Lagaheitin og útskýringar sem Jóhann birtir á netinu segja söguna. Gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins eru yfir sig hrifnir. „Töfrandi ritgerð í tónlistar- formi,“ segir Slant tímaritið. „Undursamlega fallegt verk,“ segir hið útbreidda Q. „Metnaðar- full nútíma-klassík, sem hrífur mann ekki bara, heldur gagntekur mann alveg,“ segir Drowned in Sound, og Allmusic segir: „Platan er næstum því jafn djörf og sögurnar sem hún segir, nema öfugt við efnivið sagnanna þá nær Jóhann fullkomnum árangri.“ Breska útgáfumerkið 4AD gefur plötuna út. Fordlandia er nú loksins á leið til landsins á vegum 12 tóna. Jóhann semur nú tónlist- ina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverk- um eru Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Rífandi góðir dómar FÆR MIKIÐ LOF Fordlandia Jóhanns Jóhannsonar þykir hrífandi og djörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.