Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 41
28. nóvember föstudagur 9 BORDEAUX Guðrún Björg Ingimundardóttir nemi Áhrifavaldurinn? Svo margir! Draumafríið? Keyra um Bandaríkin. Mesta dekrið? Góðar snyrtivörur, sérstaklega góð andlitskrem. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Öllu sem ég get komist af án. MORGUNMATURINN: Ég myndi ekki skipta á hvaða heimsins dýrindis morgunverði fyrir gamla góða hafra- grautinn. Aldrei. SKYNDIBITINN: Pitsa, lasagna, sushi, samloka eða jafnvel brjóstsyk- ur með foie gras. Ekki veit ég hvernig Bordeaux-búar fara að því að troða gæsalifrarkæfu inn í hvaða tegund af mat sem er, og láta það smakkast vel í þokkabót. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Sunnudags- hádegi á Marché des Chartrons. Götu- markaður á hverjum sunnudegi þar sem vænlegast er í góðu veðri að næla sér í eina rauðvínsflösku, nokkra osta og smávegis brauð og lífræna ávexti á spottprís og tylla sér á árbakkann. Með ljúfa lírukassatónlist í bakgrunni og smávegis sólskin í kaupbæti er erfitt að forðast smá rómantík. LÍKAMSRÆKTIN: Að sofa ræki- lega yfir sig og drífa sig á harðahlaup- um í skólann. Ódýr og vistvæn leið til að sameina heilbrigða sál í hraustum líkama. BEST VIÐ BORGINA: Ljúft veðurfar og að allt skemmtilegt og áhugavert skuli vera í göngufæri, nokkurn veginn hvar sem maður er staddur. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Háskólamötuneytin, sem er smekk- lega stráð út um alla borg. Hvar annars staðar getur maður fengið þríréttaða máltíð bæði í hádeginu og á kvöldin og stundum um helgar fyrir minna en 3 evrur? Þau eru sannkallaðar vinjar í eyðimörkinni fyrir aðkrepptar buddur. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Marché des Chartrons, H&M að sjálfsögðu og bókabúðin Mollat. Þar er hægt að kaupa Halldór Laxness, Sjón og Arnald Indriða þýdda á frönsku, ásamt bókum frá öllum heiminum um allt milli himins og jarðar. Ég veit ekki hversu oft ég hef týnst þar inni en aldrei lang- að til að finna leiðina út aftur. annað. „Ég samdi lögin á plötunni bæði fyrir og eftir að ég fór til New York árið 2006, þar sem ég var í framhaldsnámi í tónlist og söng í tvær annir. Ég ætlaði svo að gefa hana út í fyrra en fannst ég ekki vera tilbúin. Ég var búin að sjá fyrir mér hvernig ég vildi syngja lögin sem einkennast bæði af einsemd og bjartsýni og vildi að það væri svona rólyndisandi yfir plötunni. Mér fannst ég hins vegar ég aldrei ná að túlka hana eins og ég vildi svo ég hætti við að gefa hana út fyrir jólin. Nú finnst mér rosalega gott að vera búin að koma henni frá mér,“ segir Ragnheiður, sem mun halda tónleika á Café Ró- senberg á afmælisdegi sínum, 15. desember næstkomandi. Hún segist hafa áform um útgáfu erlendis en ætlar að gefa sér góðan tíma í undirbúningsvinnu. „Mig langar mikið að gefa Bella and Her Black Coffee út erlendis og er að byrja að vinna í því. Það hefur allt- af verið draumurinn að komast út, en ég er samt alveg frjáls gagnvart því og finnst skipta mestu máli að vera þakklát og sátt við það sem ég hef. Það verður að koma fyrst því þegar velgengni og frægð er ann- ars vegar er alltaf tilhneiging til að vilja meira en maður hefur,“ segir Ragnheiður. NÝ GILDI Þegar talið berst að kreppunni segist Ragnheiður ekki finna fyrir henni persónulega enn sem komið er, en segir ástandið vissu- lega hafa áhrif á sig. „Ég á bara litla íbúð svo ég finn ekki mikið fyrir þessu, en ég get farið á al- gjöran bömmer þegar ég sé hvað margir eru með miklar áhyggj- ur og þjást af kvíða og streitu. Ég forðast að opna blöðin og lesa of mikið um þetta því ég á það til að taka hlutina mikið inn á mig. Ég las samt viðtal fyrir stuttu við móður stráks sem er með geð- hvarfasýki, þar sem hún líkti Ís- landi við einstakling með geð- hvarfasýki á háu stigi. Mér finnst það að vissu leyti rétt því öfgarn- ar eru svo miklar og maður veltir því fyrir sér hvernig það er að vera gamalmenni í dag og hafa horft upp á allar þessar samfélags- breytingar sem hafa orðið á síð- ustu árum,“ segir Ragnheiður. „Ég er samt viss um að þetta á eftir að styrkja fólk þegar upp er staðið og við eigum eftir að læra að meta hlutina upp á nýtt.“ BORGIN mín Umhvers- vænar bækur Skondin og skemmtileg ævintýri í bundnu máli fyrir 4-8 ára börn. LESTRARGAMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.