Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 66
42 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Ung kona leitar til Kvenspæjarastofu númer eitt í Botsvana vegna óheiðar- leika yfirmanns síns og hótana um uppsögn en Mma Ramotswe kemst brátt að því að fleira hangir á spýtunni. Ný spennu- og gleðisaga um snjallasta spæjara Afríku. „Töfrandi bók.“ the new york times book review kvenspæjarastofa nr. 1 Gylfi Ægisson fagnar 30 ára edrúafmæli sínu á næsta ári. Hann klárar þetta ár með málverkasýningu og útgáfu á geisladiski með vinsælustu lögum sínum. Gylfi Ægisson situr ekki auðum höndum í kreppunni. Nú hefur hann gefið út „Perlur Gylfa Ægis- sonar“ og safnar þar saman á einn disk upprunalegum útgáfum af 25 vinsælustu lögunum sínum, lögum eins og „Minning um mann“ með Logum, „Stolt siglir fleyið mitt“ með Halastjörnunni og auðvitað „Í sól og sumaryl“ með Bjarka Tryggvasyni og Hljómsveit Ingimars Eydal. „Það var fyrsta lagið eftir mig sem kom út,“ segir Gylfi. „Þannig var að ég var á Akureyrartogurunum og menn drukku stíft í landi. Pétur prestur á Akureyri hefur sagt mér hvernig þetta lag varð til. Hann var í löggunni og eina nóttina voru þeir kallaðir út vegna hávaða í fólki í Lystigarðinum. Þar var ég með gítarinn að semja lagið. Þá sögðu félagarnir við lögguna: Bíðiði aðeins, Gylfi er að semja. Löggan beið en alltaf þegar ég spila þetta lag síðan heyri ég sírenuvæl.“ Lagið kom út á plötu Hljóm- sveitar Ingimars árið 1972 og varð gríðarvinsælt – „Vinsælasta sumarlag allra tíma,“ fullyrðir Gylfi. Þar með var tónninn gefinn og næstu árin gengu margir í lagasarp Gylfa. Sjálfur gerði hann fyrstu LP-sólóplötuna árið 1974 með meðlimum Hljóma. „Svo hætti ég að drekka árið 1979 og þá héldu margir að ég myndi missa hæfileikana,“ segir Gylfi. „Ég afsannaði það nú strax næsta ár þegar ég átti vinsælustu plötu ársins með Halastjörnunni. Ég á 30 ára edrúafmæli á næsta ári og ætla að halda upp á það með tón- leikum. Er að spá í að fá Sverri Stormsker með mér því þá getur hann haldið upp á að hafa verið fullur í 30 ár.“ Gylfi hefur gefið út 23 plötur síðan hann fór sjálfur að gefa út diska í gegnum heimasíðuna gylfiaegisson.is. Þar má einnig panta málverk eftir Gylfa. Á Fjörukránni stendur nú yfir mál- verkasýning hans og þar treður Gylfi upp um helgar, bæði í pásum hjá Rúnari Þór og fyrir matar- gesti. „Ég byrja nú samt ekki fyrr en fólk er búið að borða svo það standi ekki í því. Þetta eru allt svo fjörug lög hjá mér,“ segir Gylfi og hlær. drgunni@frettabladid.is SÍRENUVÆL Í SÓL OG SUMARYL TUTTUGU OG FIMM BESTU LÖGIN Gylfi Ægisson hefur safnað saman sínum vinsæl- ustu lögum á safndiskinn Perlur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLOTT UMSLAG Gylfi gerir auðvitað umslagið á nýju plötunni. Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. „Við erum allir gríðarlegir Stóns-aðdáendur og okkur finnst gaman að spila rokk og ról og því varð þetta bara til,“ segir Bjössi Jagger. „Þetta spurðist út og þegar Palli Papi umboðsmaður bauðst til að sjá um okkur tókum við þetta bara alla leið.“ Bjössi hefur aldrei spilað á Play- ers og bara einu sinni komið þang- að inn til að spila pool. „Það er spennandi að spila fyrir eldra fólk en við erum vanir og ég get ekki séð að það sé eitthvað verra að spila á Players en til dæmis á Nasa. Við tökum lög frá öllum ferli Stones, eins konar blöndu af vin- sælustu lögunum og uppáhalds- lögunum okkar. Mitt uppáhalds- tímabil eru árin sem Mick Taylor var í bandinu.“ Bjössi leggur þunga áherslu á að þetta uppátæki sé ekkert grín. „Nei, við förum alla leið með þetta. Klæðum okkur upp, erum með takta og högum okkur eins og Stóns. Ég er Mick þegar ég er á sviðinu og það er eitt af því besta sem ég veit um.“ - drg Stóns loks á Íslandi FARA MEÐ ÞETTA ALLA LEIÐ Fyrsta gigg Stóns er í kvöld: Frosti Watts, Kalli Wyman, Bjössi Jagger, Biggi Jones og Bjarni Richards spá í Rollingana. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÁRNASON Rokkararnir í Foo Fighters voru í gestahlutverki í bandaríska raunveruleikaþættinum Top Chef sem var sýndur fyrir skömmu vestanhafs. Í þættinum, sem var tekinn upp í sumar, þurftu keppendur að matreiða ofan í rokkarana og þáttastjórnandann Grant Achatz skömmu fyrir tónleika þeirra. Eftir það gáfu þeir kokkunum einkunn sína. Foo Fighters eru um þessar mundir í pásu eftir umfangsmikla tónleikaferð um heiminn. Hefur hún til að mynda tvívegis troðið upp á Wembley-leikvanginum í London. Dæmdu mat fyrir tónleika Söngvarinn Cliff Richard ætlar í tónleikaferð seint á næsta ári með sínum gömlu félögum í The Shadows í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar. The Shadows með Cliff innanborðs náði gríðarleg- um vinsældum á sjötta og sjöunda áratugnum og komu þeir nítján lögum í efsta sæti breska vinsælda- listans, þar á meðal Move It og Living Doll. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir spila saman í tuttugu ár. Hljómsveitin segir að tónleikaferðin verði sú síðasta sem hún fari en í henni ferðast hún víðs vegar um Bretland. The Shadows var upphaflega stofnuð til að aðstoða Cliff Richard. Fyrst um sinn hét hún The Drifters en þurfti að breyta um nafn þegar hún komst að því að bandarísk hljómsveit með sama nafni væri starfandi. The Shadows spilaði víða um heim á áttunda og níunda áratugnum en á sama tíma naut Cliff mikilla vinsælda sem sólótónlistarmaður. Hann kom meðal annars hingað til lands á síðasta ári og söng í Laugardalshöllinni við góðar undirtektir. Cliff til liðs við Shadows á ný Í HÖLLINNI Cliff Richard á tónleikum sínum í Laugardalshöll á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRUCE WILLIS Leikarinn Bruce Willis hefur fengið endurgreidda háa upphæð frá fyrirtækinu Petra Group. Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikar- anum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því. Krafðist hann þess að fá endur- greidda fjárfestingu sína í fyrir- tækinu. Willis lagði á síðasta ári tvær milljónir dollara í Green Rubber, sem er í eigu Petra Group, og þróar tækni sem endurvinnur gúmmí úr gömlum hjólbörðum. Fyrr á þessu ári fékk Willis endurgreidda 1,1 milljón frá Petra Group þegar hann ákvað að hætta við fjárfestingu sína. Höfðaði hann mál þegar hann virtist ekki ætla að fá afganginn endur- greiddan. Fékk endurgreitt DAVE GROHL Rokkararnir í Foo Fighters smökkuðu á mat í raunveruleikaþættin- um Top Chef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.