Tíminn - 25.01.1986, Side 17

Tíminn - 25.01.1986, Side 17
Laugardagur 25. janúar 1986 Tíminn 17 Við upphaf VIKU HÁRSINS var framtakið kynnt þannig að blaðamönnum gafst kostur á hársnyrtingu. Mynd: svemr Vika hársins Dagana 27. janúar til 2. febrúar gengst Samband hárgreiðslu- og hár- skerameistara fyrir fræðslu- og upp- lýsingamiðlun um hár og umhirðu þess. Að baki Viku hársins liggur sú hugmynd að gera almenningi grein fyrir starfsemi hársnyrtiiðnaðarins hér á landi og umhirðu hárs í nútíma þjóðfélagi. í Viku hársins verðurm.a. sýningí Iðnskólanum miðvikudaginn 29. janúar frá kl. 8-16. Þar getur fólk kynnt sér nýjungar á sviði hárs og hárumhirðu. Einstaka hársnyrtistof- ur verða með tilboðskynningar til handa viðskiptavinum sínum. Vik- unni lýkur sunnudaginn 2. febrúar með sýningu og kynningu á Broad- way þar sem allir helstu meistarar landsins í faginu leggja sitt af mörkum. - SS Aðstandendur VIKU HÁRSINS. Frá hægri: Ragna Harðar, Sólveig Leifsdóttir, Jón Stefnir, Helga Björnsdóttir, Arnfríður Isaksdóttir, Kristjana Milla Thorsteinsson, Torfi Geirmundsson, Dorothea Magnúsdóttir, Garðar Sverr- ÍSSOn. Mynd: Sverrir Hérsést árangurinn. Ásta R. Jóhannesdóttir dagskrárgerðarmaður að lokinni hársnyrtingu. Mynd: Svcrrir Vörður við Bláa lónið? - Hitaveituna skortir fjármagn, svo af því verði Áætlaður kostnaður við að koma upp fullkominni hreinlætisaðstöðu við Bláa lónið á Suðurnesjum er sex til sjö milljónir króna. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja lét hanna aö- stöðu fyrir sextíu manns, fyrir rúmu ári. Gert var ráð fyrir búningsherbergjunt og aðstöðu fyrir vaktmann við lónið. Að sögn Ingólfs Aðalsteinssonar framkvæmdastjóra Hitaveitunnar hefur fjárskortur háð framkvæmd- ,um og sagði hann ekki Ijóst hvenær af þeim gæti orðiö og hvort af þeint yrði. „Þetta var hannað í Ijósi þeirra ásóknar sem verið hcfur í lónið. Við verðum annað hvort að að loka lóninu algjörlega og hafa vörslu, eða þá viöur- kenna þá untferð sem þarna er, og taka á móti henni nteð eftirliti. Starfsmaður við lónið yrði að vera vaktmaður, sem gætti þeirrar um- ferðar sem væri við lónið. Það er greinilegt að þörf er á meiri gæslu við lónið," sagði Ingólfur. Samkvæmt upplýsingunt lögregl- unnar í Keflavík er mikið unt það fólk sæki í lónið, á hvaða tíma sól- arhringsins sem er. Oft hcfur borið á því að fólk undir áhrifunt áfengis hafi farið í lónið, og hefur lögregla í Grindavík margsinnis þurft að hafa afskipti af gestum Bláa lónsins. - ES SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.