Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 162. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is hjól 680 metrar af garni í dúkinn Helgi Pálmarsson gaf Grensáskirkju skírnarkjól og altarisdúk | 24 Íþróttir og Bílar í dag Íþróttir | Einar Örn til Minden  Englendingar fóru áfram Bílar | Álitlegri Santa Fe  Fullkomið frelsi á vespu 100. landsleikur kvenna | Vantar kvenfyrirmyndir Eiturefni í grasvöllum HÆTTA stafar af gervigrasvöllum þar sem mulin bíldekk hafa verið notuð sem fyllingarefni. Veldur dekkjakurlið meng- un í umhverfinu og getur haft mjög skað- leg áhrif á heilsu manna. Kom þetta fram í viðtali, sem Ethel Forsberg, yfirmaður sænsku eitur- efnastofnunarinnar, átti við Dagens Nyheter, en hún sagði að í bíldekkjum væri bæði að finna hættulega þungmálma og olíur, sem væru krabbameinsvaldandi. Er dekkjakurlið notað sem undirlag og einnig sett í gervigrasið sjálft. Þá er líka algengt að nota það í hlaupabrautir. Forsberg sagði að áhyggjurnar snerust um langtímaáhrif þessara efna, en ástæð- an fyrir mikilli notkun bíldekkjanna er einfaldlega sú að þau eru ódýr. Hægt er að fá hrágúmmí, sem ekki inniheldur nein hættuleg efni, en það er hins vegar sjö eða átta sinnum dýrara. Forsberg segir að ekki ætti að vera leyfilegt að endurnýta vöru eins og bíl- dekk, sem innihalda ýmiss konar eitur- efni, og hún hvetur sveitarfélög og íþróttafélög til að hætta alveg að nota bíl- dekkjakurlið. Gætu fengið skipun um bröttför AÐ SÖGN Þorfinns Ómarssonar, tals- manns norrænu eftirlitssveitanna (SLMM) á Sri Lanka, er ekki útilokað að sveitirnar verði kallaðar heim vegna mikillar spennu í landinu í kjölfar ásakana stjórnarinnar um að uppreisnarmenn hafi borið ábyrgð á mannskæðri jarðsprengjuárás í gær. „Afstaða Tígranna til Svía, Dana og Finna er afar neikvæð eftir að Evrópusam- bandið (ESB) ákvað í lok maí að skilgreina þá sem hryðjuverkasamtök,“ sagði Þorfinn- ur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta gæti leitt til þess að Tígrarnir gerðu árásir á eftirlitsmenn þessara þjóða, þótt slíkt sé ólíklegt. Um 40 af 60 eftirlits- mönnum SLMM á Sri Lanka eru frá þess- um þjóðum og ef þeir verða kallaðir heim gætu íslenskir og norskir starfsmenn eft- irlitssveitanna einnig fengið skipun um að yfirgefa landið.“| 18 EFNAHAGSMÁL og varnarmál eru meðal helstu verkefna ríkis- stjórnarinnar framundan, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Nýtt ráðuneyti Geirs tók við á ríkisráðsfundinum, sem haldinn var um hádegisbil. Geir varð for- sætisráðherra í stað Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsókn- arflokksins. Fram kom í máli Halldórs við fréttamenn eftir fundinn að ríkis- stjórnin teldi að hækka mætti skattleysismörkin verulega í nú- verandi skattkerfi, en óskynsam- legt væri að skipta um kerfi. Hann sagði ríkisstjórnina sömuleiðis til- búna til að fallast á tillögur verka- lýðshreyfingarinnar varðandi barnabætur og vaxtabætur. Allt gæti þetta liðkað fyrir samkomu- lagi um framlengingu kjarasamn- inga. Halldór sagði að samhliða viðræðum um framlengingu kjara- samninga mætti ná samkomulagi við fulltrúa eldri borgara um kjör þeirra. Varnarviðræður 7. júlí Geir sagði við Morgunblaðið eft- ir ráðherraskiptin að hann tæki við góðu búi. Hann hlakkaði til að tak- ast á við ný viðfangsefni. „Það sem er framundan er einkum tvennt. Annars vegar efnahagsmálin. Við gerum okkur vonir um að það tak- ist samkomulag við aðila vinnu- markaðarins um þau mál. Hins vegar eru það varnarviðræðurn- ar,“ sagði hann ennfremur og tók fram að þær færu næst fram 7. júlí í Reykjavík. „Ég geri mér vonir um að við getum lokið því máli áður en langt um líður.“ Halldór sagði eftir ráðherra- skiptin að sér væri þakklæti efst í huga við þessi tímamót. „Ég tel að Íslendingar hafi aldrei haft jafn- mikla möguleika inn í framtíðina og einmitt núna. Ég hef fengið tækifæri til þess að vera með í þessu og taka þátt í þessu. Ég er þakklátur fyrir það.“ Efnahags- og varnarmál meðal helstu verkefna Morgunblaðið/Kristinn Geir H. Haarde hefur tekið við forsætisráðuneytinu af Halldóri Ásgrímssyni sem hefur kvatt ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin tilbúin að hækka skattleysismörk en vill ekki breyta skattkerfinu Eftir Örnu Schram arna@mbl.is  Bls. 10, 12 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍRASKIR og bandarískir her- menn handtóku í gærmorgun Sheikh Aqil Fahem al-Zubaidi, yf- irmann héraðsráðsins í Karbala í Írak, og er hann sakaður um stuðning við hryðjuverkamenn. „Aqil stýrir neti hryðjuverka- manna í Karbala og ber sök á morðum á íröskum borgurum og skipulagningu árása á íraska her- menn og hermenn bandalagsins [erlenda herliðsins],“ sagði í yfir- lýsingu Bandaríkjahers í gær. Enn er haldið uppi geysilegu ör- yggiseftirliti í höfuðborginni Bag- dad af ótta við hryðjuverk og eru alls um 50.000 íraskir og banda- rískir hermenn á götunum. Talið er að Egyptinn Abu Ayyub al-Masri, öðru nafni Sheikh Abu Hamza al-Muhajer, hafi tekið við forystu deildar al-Qaeda í Írak að Jórdananum Abu Musab al-Zarq- awi látnum. Talsmenn stjórnvalda í Bagdad fullyrtu í gær að fall al- Zarqawis fyrir skömmu og marg- víslegar upplýsingar sem fundust í bækistöð hans hefðu valdið því að deild al-Qaeda í Írak væri „í and- arslitrunum“. Bandaríkjamenn segja að liðlega 100 liðsmenn al- Zarqawis hafi verið felldir eftir dauða hans. Muwaffaq al-Rubaie, þjóðaröryggisráðgjafi Íraks, segir að skjöl og önnur gögn sem klófest hafi verið í bækistöð al-Zarqawis valdi því að nú hafi stjórnvöld „yf- irhöndina gegn al-Qaeda og þar munum við líka sjá hvar liðsmenn netsins eru, leiðtogarnir og vopnin, hvern- ig samtökun- um er stýrt og hvar menn halda fundi“. Athygli vekur að skrifstofa Nuri al-Malikis forsætisráðherra segir að fundist hafi gögn þar sem fram komi að al-Zarqawi hafi ætlað að auka enn úlfúð milli Bandaríkja- manna og Írana með mannránum og morðum og koma fyrir vísbend- ingum um að flugumenn Írana hefðu verið að verki. Í einu skjalinu segir að ekki sé ljóst hvort hægt sé að líta á Bandaríkin sem raunveru- legan óvin Írans þar sem Íranar hafi í reynd stutt aðgerðir hinna fyrr- nefndu í Afganistan og Írak. „Með þetta í huga er afar mikil- vægt að vinna að því að ýkja hættuna af Íran í augum Bandaríkjamanna og sýna þeim og Vesturlandabúum almennt fram á raunverulega hætt- una sem stafi af Íran,“ segir í skjal- inu. Ætlunin var að efna til hryðju- verka á Vesturlöndum og sjá til þess að Írönum yrði kennt um þau. Auk þess stóð til að samtök al-Zarqawis dreifðu upplýsingum þar sem fullyrt væri að Íranar réðu yfir gereyðing- arvopnum, þ. á m. efna- og sýkla- vopnum. Al Qaeda í Írak að hrynja? Muwaffak al- Rubaie ♦♦♦ Síðdegisblundurinn útskýrður LÍKLEGA vita allir hvað það er gott að leggja sig eftir matinn og margir þekkja það að erfitt getur verið að sofna með tóman maga. Danskir og breskir vísindamenn hafa nú fundið skýringuna á þessu og hún er sú að mikið sykurmagn í blóði, eins og eftir góða máltíð, slekkur á þeim heilafrumum sem halda okkur vakandi og vel á verði. Þær taka síðan aftur við sér þegar okkur fer að svengja. Skýrðu þeir frá þessu í tímaritinu Neuron að því er fram kom á fréttavef Jyllands- Posten. Einn vísindamannanna, dr. Lars Fugger, segir að þetta sé að sjálf- sögðu arfur aftan úr grárri forn- eskju og ein af forsendunum fyrir að komast af. „Áður snerist lífið um að vera á ferðinni og finna mat en þegar hann hafði verið snæddur drógu fyrrnefndar heilafrumur sig í hlé til að menn gætu sofið og hvílst. Þegar þeir voru aftur matarþurfi sáu þær til þess að öll skilningarvit væru vel vakandi. Þetta var auðvitað bráð- sniðugt enda ekki gott, hefði það verið á hinn veginn,“ sagði Fugger. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.