Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 39 Atvinnuauglýsingar IKEA Holtagörðum, 104 Reykjavík Sími: 520 2500 │Netfang: ikea@ikea.is│Vefsíða: www.IKEA.is Viltu vera í okkar liði? IKEA er ein stærsta húsgagnakeðja í heiminum og rekur 235 verslanir í 34 löndum. Síðan IKEA var stofnað í Svíþjóð árið 1943 hefur fyrirtækið mótað árangursríka hugmyndafræði sem grundvallast á tengslum við sænskan uppruna IKEA og hugsjónir stofnandans, Ingvar Kamprad. Í dag er IKEA vörumerkið eitt af stærstu og þekktustu vörumerkjum á heimsvísu. Hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það er gert með því að bjóða upp á breitt úrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á svo lágu verði að allir hafi efni á að kaupa hann. IKEA á Íslandi hefur starfað frá árinu 1981 og vaxið síðan þá í að vera ein stærsta húsgagnaverslun á landinu. Fyrirtækið er enn að vaxa og í haust flytjum við í nýtt og stærra húsnæði við Urriðaholt í Garðabæ. Þess vegna þurfum við að bæta við okkur starfsfólki í framtíðarstörf. Hjá IKEA vinna nú yfir 200 manns í fjölbreyttum störfum og býður fyrirtækið upp á starfsumhverfi fyrir skapandi fólk, þar sem möguleiki er til að þróast og vaxa. Hvort sem unnið er sjálfstætt eða saman, þá er tekist á við ábyrgð og starfsfólki gefið tækifæri á að vaxa með IKEA í góðu starfsumhverfi. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á vefsíðu, á netfangið magnus@ikea.is eða á þjónustuborð IKEA. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 18 ára. Sé sótt um ákveðið starf skal tilgreina það í umsókninni. Nánari upplýsingar veita Magnús Auðunsson í starfsmannahaldi og Róbert Valtýsson, starfsmannastjóri IKEA. Fjölbreytt störf í boði og sveigjanlegur vinnutími: • Sölufulltrúar í Smávörudeild/Húsgagnadeild starfið felst meðal annars í ráðgjöf, almennri sölu og aðstoð við viðskiptavini • Ræstingafólk starfið felst meðal annars í þrifum í verslun og skrifstofum, vaktavinna • Umsjón barna í Smálandi starfið felst meðal annars í umsjón, skráningu og móttöku barna ásamt eftirliti og gæslu, aðeins 25 ára og eldri koma til greina Góður smiður óskast Óskum eftir duglegum smið á sveitabæ, ca 10 mín. akstur frá Selfossi. Ýmis smíðavinna, s.s húsaklæðningar og fleira. Upplýsingar í síma 820 8096. Ef þú ert að leita að kennarastarfi í þægilega stórum skóla í fallegu og rólegu umhverfi í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni, þá er skólinn okkar einmitt staðurinn fyrir þig. Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri Kennarar Að Kleppjárnsreykjum leitum við að kennurum m.a. í sérkennslu, smíðakennslu, tón- mennta- kennslu og almenna bekkjarkennslu. Að Hvanneyri leitum við að kennara m.a. til almennrar bekkja- kennslu og sérkennslu. Deildarstjóri Okkur vantar deildarstjóra á Hvanneyri. Deildarstjóri starfar með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra sem eru á Kleppjárnsreykjum. Skólaliði Skólaliða vantar í skólasel á Hvanneyri. Andakílsskóli og Kleppjárnsreykjaskóli voru sam- einaðir fyrir ári. Framundan er að vinna af alefli að því að nýta sér sterka þætti beggja gömlu skólanna til að styrkja enn frekar starfið í sameinuðum fram- sæknum skóla sem í eru um 160 nemendur. Við státum m.a. af Lesið í skóginn - með skólum, lýð- heilsuverkefninu Allt hefur áhrif - einkum við sjálf, Grænfána á Hvanneyri, öflugri íþrótta- og dansiðk- un og sterku skólasafni. Á báðum stöðunum er boðið upp á hollt og gott fæði. Samstarfið við tón- listarskóla og leikskóla er gott. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson skólastjóri í símum 435 1171 - 435 1170 - 861 5971. Einnig er unnt að spyrjast fyrir um störfin á goskars@ismennt.is. Heimasíður skólans eru enn tvær: http://kleppjarnsreykir.ismennt.is og http:// andakill.is Í Borgarfirði eru þrjár háskólastofnanir á Bifröst, Hvanneyri og í Reykholti auk nýstofnaðs mennta- skóla í Borgarnesi. Héraðið býr yfir sögufrægð sem ræktuð er af ákafa og metnaði. Menningar- og listalíf er öflugt, borið uppi af heimamönnum og gestum. Umsóknir berist til skólastjóra sem allra fyrst hafi menn hug á að taka þátt í ögrandi uppbyggingu. Bílstjórar Bílar og fólk ehf. óska eftir bílstjórum sem allra fyrst. Um er að ræða akstur sérleyfis- og hópbifreiða út frá Reykjavík og Akureyri. Umsækjendur þurfa að hafa rútupróf. Skemmtileg vinna hjá traustu fyrirtæki. Nánari upplýsingar gefur Óskar í síma 840 6520. „Au pair“ í Þýskalandi Fjölskylda í Dortmund með 4 börn óskar eftir „au pair“. Þarf að vera reyklaus. Húsmóðirin er heimavinnandi. Uppl. veitir Andrés í síma 699 2522 eða á ap@hi.is. Einnig gefur fjölskyld- an uppl. í síma +49 231 430500, Frau Gülde. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eign: Kirkjubraut 11, fastanr. 210-1910, Akranesi, þingl. eig. Fasteignafé- lagið Smiðshöfði ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudag- inn 21. júní 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 13. júní 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Presthúsabraut 25, fnr. 210-0148, Akranesi, þingl. eig. Bjarni Þórðarson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Íslandsbanki hf., Kaupþing banki hf. og Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 23. júní 2006 kl. 14:00. Skólabraut 28, mhl. 01-0201 og 04-0101, fastanr. 210-2170, Akranesi, þingl. eig. Berglind Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 23. júní 2006 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akranesi, 13. júní 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldir lausafjármunir eru óskilamunir í vörslu lögreglunn- ar á Ísafirði og verða þeir boðnir upp á gömlu lögreglustöðinni Fjarðarstræti 28, Ísafirði, föstudaginn 23. júní 2006 kl. 16.00. Gaskútur, 9 kg. 1 stk. Kalkhoff þrekhjól 1 stk. Dekk af ýmsum stærðum undir fólksbíla og jeppa. Þríhjól 1 stk. Hlaupahjól 3 stk. Reiðhjól 30 stk. 60 cm gifsstytta af David eftir Michaelangelo. Skartgripir og aðrir smámunir. Vænta má að greiðslu verði krafist við hamarshögg. 16. júní 2006. Sýslumaðurinn á Ísafirði, Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Barmahlíð 45, 203-0651, Reykjavík, þingl. eig. Guðvin Flosason, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 20. júní 2006 kl. 14:00. Barónsstígur 19, 200-5611, Reykjavík, þingl. eig. Hafþór Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 20. júní 2006 kl. 14:30. Brautarholt 8, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Spark ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudaginn 20. júní 2006 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 15. júní 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.