Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 23 MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Mjólkurþistill Styrkir og hreinsar lifrina GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir SUÐURNES AUSTURLAND Reykjanesbær | „Auðvitað koma hindranir þegar maður er í krefjandi íþrótt eins og sundi, en þá stígur maður bara yfir þær,“ sagði Birkir Már Jónsson í samtali við blaða- mann. Birkir Már hefur æft sund af kappi í nokkur ár, nú með Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar. Hann setti fyrr á þessu ári sitt fyrsta Ís- landsmet í fullorðinsflokki og þykir einn af efnilegustu sundmönnum landsins. Blaðamaður mælti sér mót við Birki Má í Sundmiðstöð Keflavíkur en þar dvelur hann löngum stundum. Nú hafa sundiðkendur fengið 50 metra innilaug til viðbótar við 25 metra útilaug og Birkir Már sagði það hafa verið nokkur viðbrigði að fara að æfa í innilaug. „Þetta er allt annað en ferska loftið úti,“ segir Birkir Már um leið og hann tyllir sér á sundlaugarbakkann fyrir mynda- töku. Birkir Már var sæmdur titlinum Íþróttamaður Reykjanesbæjar um síðustu áramót og er vel að þeim titli kominn. Ekki aðeins hefur hann sinnt íþrótt sinni vel, heldur gefur hann sér tíma til að hvetja aðra íþróttamenn í bæjarfélaginu til dáða, enda ætti hann hvað best að vita hversu mikilvægur stuðningurinn er í íþróttum. „Ég er í trommusveit ásamt níu öðrum strákum. Við förum á alla körfuboltaleiki hjá Keflavík á veturna og fótboltaleiki hjá Keflavík á sumrin og hvetjum þá. Við fengum þessa hugmynd fyrir tveimur árum og erum að gera þetta okkur til ánægju. Liðin hafa útvegað okkur búninga og við fáum frítt inn á leiki.“ Birkir Már lauk þriðja ári í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja nú í vor og hefur stundað námið af kappi með fjögurra klukkustunda daglegum sundæfingum og þrekæfingum nokkrum sinnum í viku. Hann við- urkennir að af og til komi hann að hindrunum en yfir þær stígi hann. „Ég gef mér líka tíma fyrir vinina, verð að hafa rúm fyrir þá.“ – Finnst þér þú vera að missa af einhverju? „Nei, alls ekki. Vinir mínir eru allir í íþróttum þannig að við erum ekkert að djamma eða neitt svoleiðis,“ sagði Birkir Már og kveðst sér meðvitandi um að lifa heilbrigðu lífi og vera góð fyrirmynd, þótt hann eigi sjálfur ekki neina eina fyrirmynd. Í lok maí hélt Birkir Már í æfinga- og keppnisferð til Frakklands, en þar fer fram fyrsta mótið í mótaröð til undirbúnings fyrir Evrópumeist- aramótið í 50 metra laug í Ungverja- landi í sumar. Þar stefndi hann að því að bæta Íslandsmetið í 200 metra flugsundi sem hann setti á innan- hússmeistaramóti Íslands í Laug- ardalslauginni í mars síðastliðnum. Hann segir að 200 metrarnir í bæði flug- og skriðsundi séu hann sterk- ustu greinar og að þeim einbeitir hann sér á stórmótum. Þegar talið berst að framtíðinni og þeirri staðreynd að sundmenn eru sjaldnast lengur að en til 25 ára ald- urs ljóstrar hann því upp að hann sé að hugsa um að lengja þann tíma. „Þetta er aldurinn á Íslandi en sund- menn eru yfirleitt lengur að úti. Ég er að hugsa um að reyna að komast til Bandaríkjanna í háskólanám og þá á styrk. Ég þarf að taka svokallað SAT-próf og sýna góðan árangur bæði í sundi og í skólanum, þannig að ég þarf að undirbúa við mig vel,“ sagði Birkir Már að lokum, ferskur eftir góðan sprett í lauginni. Stefnir að því að lengja keppnistíð sína Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ný aðstaða Sundmaðurinn Birkir Már Jónsson hefur hug á því að vera lengur að en almennt gerist á Íslandi og stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum. Hér situr hann á bakka nýju 50 metra innilaugarinnar í Reykjanesbæ. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Neskaupstaður | Nýbakaðar mæður notuðu tækifærið í blíðunni austanlands í gær og færðu sig út í góða veðrið með börnin. Þar sátu þær í makindum og fengu sér kaffi- sopa og gulrætur þegar fréttaritara bar að. Þær hittast í safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju einu sinni í viku á svokölluðum mömmumorgnum, þar sem rætt er um umönnun og velferð litlu krílanna og landsins gagn og nauðsynjar. Mömmumorgunn í blíðunni Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Boltinn byrjar | Malarvinnslubik- arinn í knattspyrnu hefst sunnudag- inn 18. júní, en dregið var um röðun liðanna á fjölmennum fundi fulltrúa þeirra. Ellefu lið hafa skráð sig til leiks og verður leikið í tveimur riðl- um fram í ágúst, en þá tekur við úr- slitakeppni. Þrjú ný lið mæta til leiks í ár sem ekki hafa tekið þátt í Bikarkeppni UÍA áður en það eru HRVFC, 06. apríl og Súlan. Liðin koma af svæðinu frá Þórshöfn til Hafnar í Hornafirði. Keppninni verður gert hátt undir höfði á vef UÍA, www.uia.is, þar sem sett hefur verið upp sérstakt kerfi sem sýnir komandi leiki, úrslit og stöðu í riðlunum, auk gómsætrar og grafískrar tölfræði um bæði lið og leikmenn. Til að auka enn frekar á spennuna býður kerfið upp á tipp- keppni þar sem getspakir geta reynt með sér. Slökkviliðið í vettvangsferð | Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum á Héraði kynntu sér í vikunni að- stæður í fallgöngum Kára- hnjúkavirkjunar, í stöðvarhúsinu og víðar á virkjunarsvæðinu. Tilefni heimsóknarinnar er eldur sem kviknaði í fallgöngum 2 síðastliðinn mánudag. Fallgöng 2 voru opnuð á nýjaleik á þriðjudag að lokinni vett- vangsrannsókn og nú er beðið eftir skýrslu lögreglu um orsakir íkvikn- unar. Starfsmenn verktakans á staðnum eru að hreinsa til og búa sig undir að halda áfram að stálfóðra fallgöngin. Verkið tefst í fáeina daga, aðallega vegna þess að útvega þarf tæki og búnað í stað þess sem eyðilagðist. Egilsstaðir | Stofnfundur Þekkingarnets Austurlands (ÞNA) var haldinn í vikunni. Að stofnun netsins, sem nú tekur við allri starfsemi Fræðslunets Austurlands, standa 20 aðilar. Tilgangur ÞNA er að stuðla að fjölbreyttri uppbygg- ingu háskólanáms, símenntunar og rannsókna á Austur- landi, vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefnum á sviði rannsókna, háskóla- og símenntunar, fjölþjóðlegra samstarfsverkefna, nýsköpunar og þróun- ar. Aðilar að ÞNA geta orðið stofnanir, félög og fyrirtæki sem í rekstri sínum fást við rannsóknir, fræðslu, þróun eða annað þekkingarstarf og tveir þriðju hlutar stofn- enda samþykkja. Stofnfé ÞNA er kr. 1.500.000 sem stofnendur greiða með reiðufé, en tekjur eru samningsbundin framlög aðila að netinu, opinber framlög, gjafir, styrkir og sjálfsaflafé. Þekkingarnet Austurlands orðið að veruleika Háskólanám, símenntun og rannsóknir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á stofnfundi Guðrún Reykdal, framkvæmdastjóri Þekkingarnets og Fræðslunets Austurlands, fyrir miðju, Þuríður Backman alþingismaður t.h. Ókeypis á Fransmenn | Í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní verður ókeypis aðgangur á safnið Frans- menn á Íslandi á Fáskrúðsfirði þann dag. Í safninu eru miklar minjar um veiðar franskra sjómanna á Fá- skrúðsfirði. Öll húsin sem Frakkar reistu standa enn og bera þess merki að þau voru reist af stórhug. Á franska kaffihúsinu, sem er í sama húsi og safnið, er boðið upp á dýrindis tertur, flestar með frönskum blæ. Um helgina verður tilboð í tilefni þjóðhátíðardagsins. Gefið hefur verið út vandað göngu- kort um Fáskrúðsfjörð, og er það með ítarlegum upplýsingum um það sem markvert er að sjá í þorpinu.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.