Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 HALLDÓR HÆTTUR Halldór Ásgrímsson lét af emb- ætti forsætisráðherra í gær eftir 19 ára ráðherraferil. Hann sagði að nú væri rétti tíminn til að stíga til hliðar en hann hyggst afsala sér þing- mennsku á flokksþingi. Handtökur í Karbala Íraskir og bandarískir hermenn handtóku í gær yfirmann héraðs- ráðsins á Karbala-svæðinu og er hann sagður hafa stýrt hryðjuverka- hópum. Talsmenn stjórnvalda í Bag- dad og Bandaríkjahers segja að mik- ið af gagnlegum upplýsingum hafi fundist í bækistöð Abu Musab al- Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í land- inu. Er fullyrt að samtök hans séu nú í andarslitrunum. Fimm nýir ráðherrar Ríkisstjórn Geirs H. Haarde sat sinn fyrsta ríkisráðsfund í gær eftir að Halldór Ásgrímsson lét af emb- ætti forsætisráðherra. Auk Geirs tóku fjórir aðrir við nýju ráðuneyti, Valgerður Sverrisdóttir tók við ut- anríkisráðuneytinu, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Jónína Bjartmarz umhverfisráðu- neytinu og Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðuneytinu. Blóðbað á Sri Lanka Ljóst er að minnst 64 féllu og nær 80 særðust á Sri Lanka í gær þegar jarðsprengja grandaði farþegarútu um 20 km frá höfuðborginni Col- ombo. Stjórnvöld kenndu Tamíla- tígrunum um ódæðið en þeir höfn- uðu þeim ásökunum og gáfu í skyn að hópur, tengdur stjórnvöldum, hefði verið að verki. Íranar jákvæðir? Vladímír Pútín Rússlandsforseti hitti forseta Írans, Mahmoud Ah- madinejad, í Kína í gær og sagði Ír- ana taka vel tillögum sem stórveldin hafa sett fram um lausn deilunnar um kjarnorkutilraunir. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Viðskipti 16 Bréf 30 Úr verinu 16 Minningar 32/38 Erlent 18/19 Dagbók 42 Höfuðborgin 22 Víkverji 42 Akureyri 22 Velvakandi 43 Suðurnes 23 Staður og stund 44 Austurland 23 Menning 46/53 Landið 24 Bíó 50/53 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 54 Listir 26 Veður 55 Umræðan 30 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %       &         '() * +,,,                        FYRSTI fundur nýs borgarráðs fór fram í gær, og þar voru m.a. sam- þykktar tillögur um átak í hreinsun- armálum borgarinnar, úttekt á fjár- málum borgarinnar og stofnun samráðshóps við aldraða, segir Björn Ingi Hrafnsson, sem stýrði sínum fyrsta fundi sem formaður borgar- ráðs í gær. „Við samþykktum að skipa sam- starfshóp við aldraða, sem í verða þrír fulltrúar úr borgarstjórn, einn fulltrúi frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og einn fulltrúi frá Samtökum aldr- aðra. Hópurinn á að fara yfir búsetu- mál, heimaþjónustu og annað sem til- heyrir þjónustu við aldraða,“ segir Björn Ingi. Minnihlutinn í borgarstjórn lét bóka að sjálfsagt væri að efna til formlegs samráðs, en engin ástæða væri til þess að takmarka samráðið, enda hefðu fulltrúar eldri borgara lagt áherslu á að hægt væri að taka öll þeirra hagsmunamál upp á samráðs- fundum. Á fundinum var einnig samþykkt að fenginn yrði óháður aðili til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar í upphafi nýs kjörtímabils. Minnihlut- inn í borgarráði bókaði einnig um þessa úttekt, og minnti á að endur- skoðendur borgarinnar gerðu árlega úttekt á fjármálunum. Í kjölfar um- bóta hefði verið gengið sérstaklega úr skugga um að þeir væru óháðir með því að bjóða ytri endurskoðun út. Tekin var fyrir tillaga fulltrúa Sam- fylkingarinnar um stofnun samráðs- hóps um mögulegar framkvæmdir á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, en tillögunni var frestað að tillögu Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra. Fyrsti fundur nýs borgarráðs Tillögu minnihluta um samráð frestað „HÉR hefur verið stöðugur straumur við- skiptavina í allan morgun og í raun verið tvöfalt meira að gera en venjulega,“ segir Jón R. Sveins- son, apótekari í Garðs Apóteki á Sogavegi. Segist Jón sannfærður um að hin aukna aðsókn tengist nýlegri verðkönnun ASÍ á lyfseðilsskyldum lyfj- um, en eins og fram kom í blaðinu í gær kom Garðs Apótek afar vel út úr könnuninni og reynd- ist oftast vera með lægsta verðið í henni. Aðspurður segir Jón augljóst að neytendur séu sér afar meðvitandi um lyfjaverð. Sagði hann fjölda fólks úr hverfinu versla við apótekið enda væri mikil ánægja með lágt lyfjaverð, en einnig hefðu í gær ratað inn mörg ný andlit. Benti hann á að margir þeirra sem væru á leið heim til sín í út- hverfin með strætó kæmu gjarnan við, enda auð- velt að koma því við með tilliti til samgangna. Þegar blaðamaður leit inn í gær reyndist vera stund milli stríða og gátu feðginin Jón og Gunn- hildur ásamt Hildi Jónsdóttur lyfjatækni, sem stóðu vaktina, aðeins andað rólegar. Einn fasta- kúnni, Baldur Guðmundsson, leit þó inn. Tók hann fram að lágt vöruverð væri meginforsenda þess að hann veldi að leggja leið sína í Garðs Apótek. „Tvöfalt meira að gera en vanalega“ Morgunblaðið/Kristinn Jón R. Sveinsson, apótekari í Garðs Apóteki við Sogaveg, afgreiðir Baldur Guðmundsson. Garðs Apótek kom mjög vel út úr verðkönnun ASÍ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. 27 milljónir kr. í skaðabætur vegna tjóns sem fyrir- tækið varð fyrir vegna stjórnsýslu- ákvarðana þáverandi umhverfisráð- herra á árunum 1999 og 2000. Snerist krafa Stjörnugríss um að fyrirtækið hefði orðið fyrir fjárhags- tjóni vegna seinkunar á byggingar- og starfsleyfi vegna ákvörðunar þá- verandi umhverfisráðherra um að fyrirhugaðar framkvæmdir Stjörnu- gríss, þ.e. bygging og rekstur svína- bús fyrir allt að 8.000 grísi á Melum í Leirár- og Melahreppi, væru háðar umhverfismati. Þær framkvæmdir væru þó ekki á meðal matsskyldra framkvæmda sem taldar voru upp í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Var ákvörðun umhverfisráðherra kærð og vannst málið í Hæstarétti í apríl árið 2000. Í kjölfarið var aftur farið fram á byggingarleyfi og breyt- ingu á starfsleyfi vegna stækkunar búsins, í þá stærð sem ráðgerð var í upphafi. Á svipuðum tíma samþykkti Alþingi ný lög um mat á umhverfis- áhrifum, þar sem kveðið er á um að stöðvar, þar sem fram fer þauleldi svína með 3.000 stæði fyrir alisvín eða fleiri, skuli ávallt háðar mati á um- hverfisáhrifum. Lögin voru þó ekki gengin í gildi þegar umsóknirnar voru sendar. Heilbrigðisnefnd tilkynnti Stjörnu- grís, eftir álitsgjöf umhverfisráðu- neytis, að fyrirtækið þyrfti að til- kynna framkvæmdina til Skipulags- stofnunar til mats á umhverfisáhrif- um skv. ákvæðum nýju laganna. Staðfesti umhverfisráðherra úr- skurðinn, sem var kærður, m.a. á þeim forsendum að eldri lög ættu að gilda um umsóknir Stjörnugríss og aftur vann fyrirtækið fyrir Hæsta- rétti. Krafðist 88 milljóna króna Stjörnugrís fór í kjölfarið í mál við ríkið og krafðist tæplega 88 milljóna króna skaðabóta. Af hálfu fyrirtæk- isins var á því byggt að ríkið hefði með ákvörðun umhverfisráðherra, og síðar úrskurði sama ráðherra, valdið stefnanda fjárhagstjóni með ólög- mætum hætti og bæri bótaábyrgð. Byggt var á því að vegna hinna ólög- mætu ákvarðana hefði fyrirtækið hvorki getað reist svínabú sitt á Mel- um í einu lagi né hafið þar fullan rekstur á þeim tíma sem til stóð. Byggingarkostnaður varð því meiri og tveggja ára töf á að Stjörnugrís kæmi búinu í fullan rekstur. Af hálfu ríkisins var því vísað á bug að um hlutlæga ábyrgð væri að ræða og ekki var fallist á að skilyrði væru uppfyllt um saknæma háttsemi til stofnunar skaðabótaábyrgðar. Í dómi héraðsdóms segir að niður- staðan grundvallist á því, með vísun í dóma Hæstaréttar, að um hafi verið að ræða ólögmætar stjórnvalds- ákvarðanir af hálfu umhverfisráð- herra og með þeim hafi stofnast skaðabótaábyrgð. Hins vegar segir að hið bótaskylda tjón verði ekki ákvarð- að með neinni nákvæmni og farið að álitum um skaðabætur. Héraðsdómur var fjölskipaður og dæmdu málið Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari sem dómsformaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Stefán D. Franklín, löggiltur endur- skoðandi. Guðjón Ólafur Jónsson hrl. sótti málið af hálfu Stjörnugríss og Guðrún M. Árnadóttir hrl. varði ríkið. Íslenska ríkið dæmt til að greiða Stjörnugrís hf. 27 milljónir króna Bótaskylt vegna stjórnvalds- ákvarðana umhverfisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.