Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 33 MINNINGAR og Sole Andrea. Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg ykkar. Þórhallur, Sigurður, Katrín og fjölskyldur. Þegar vaknar vorsins ylur vermir líf um alla jörð, almættið sem enginn skilur óvænt heggur dauða skörð. Nú kom okkar vor sem vetur vindar kaldir enginn þeyr, ekkert sumar sælleg getur Sóley okkar blómstrað meir. (Baldur Jónasson.) Farðu í friði, elsku frænka. Megi góður Guð styðja og styrkja alla þína ástvini. Margrét og Guðrún Ína Einarsdætur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Einar Steingrímsson.) Elsku Sóley. Ótal minningar líða um hugann er reynt er að horfa á þá staðreynd að þú ert horfin okkur svona ung í blóma lífsins. Þú varst að- eins sex ára er leiðir okkar lágu fyrst saman og fljótlega varðst þú eins og litla systir mín. Við deildum saman sorg og gleði og ég eignaðist trúnað þinn. Er elsta barnið mitt fæddist tókst þú hlutverk þitt sem föðursyst- ir afar alvarlega. Aldrei kom annað til greina en þú héldir Guðrúnu Soffíu undir skírn þótt þú værir aðeins 17 ára. Alltaf varstu til í að passa og taldir það meira að segja ekki eftir þér að eyða verslunarmannahelgi í barnapössun, sjálf táningur þá. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um segja: Elsku Sóley, takk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Ég og börnin mín vottum Soffíu, Rúnari, Lars, Hirti, Soffíu Jonnu, Solu, Ágústi, Kristjáni og öðrum ást- vinum okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hulda. Elsku hjartans vinkona mín. Að þú skulir vera farin er mér lífsins ómögulegt að skilja. Ég bíð enn eftir að heyra röddina þína þegar síminn hringir. Vitneskjan um dauða þinn er svo óraunveruleg. Samleið okkar var löng og við vorum eins og systur. Við gerðum svo margt saman, kynnt- umst lífinu með sorgum þess og gleði. Ég man þá djúpu sorg þegar Hjörtur bróðir þinn dó og við fundum hversu lífið er fallvalt. Ég man gleðina þegar Hjörtur sonur þinn leit fyrst dagsins ljós. Ljúfsáran skírnardaginn hans þar sem fortíð og framtíð kölluðust á í nafninu sjálfu. Mitt í sorg minni nú og söknuði er gott að hugsa til þess að vel hefur verið tekið á móti þér. Ég sé Hjört fyrir mér umfaðma þig með ömmu Sóleyju og það linar að- eins þann sára verk sem er í sálu minni. Ég man fallegan brúðkaupsdaginn þinn, þar sem þú geislaðir af gleði og hamingju. Þú hafðir fundið ástina í lífi þínu og varst tilbúin að fórna miklu til þess að njóta samvista við elsku Lars. Þú fluttir frá landinu okkar og lagðist í víking. Oft dáðist ég að krafti þínum, jákvæðni og dug, þar sem þú fluttir landa á milli, skap- aðir ykkur fallegt heimili hvar sem þið komuð og varst alltaf höfðingi heim að sækja. Ég man þegar Soffía fæddist og síðar Sóla. Þú varst orðin þriggja barna móðir og gerðir það með stæl. Í tæp tíu ár helgaðir þú alla krafta þína börnum þínum, heimili og manni. Þú umvafðir börnin þín elsku og hlýju, gafst þeim allt það besta sem nokkurt barn getur fengið. Þeirra missir er sárastur og bið ég góðan Guð að gæta þeirra allra. Miss- ir foreldra þinna og bræðra er mikill og enginn mannlegur skilningur sem orkar að skilja þá þungu byrði sem þau bera nú. Megi englar Guðs styrkja þau öll, umvefja þau huggun sinni og kærleika. Við sem elskuðum þig erum öll að missa hluta af okkur sjálfum. Þú gafst ætíð svo mikið af sjálfri þér og áttir þess vegna þinn djúpa stað í hjarta okkar. Faðmlagið þitt mjúka og hlýja, umhyggjusemi, uppörvandi orðin þín og hressilegi andblær. Takk fyrir það allt, elsku hjartans Sóley mín. Við ræddum það oft, að engu máli skipti þótt hafið skildi okkur að. Við værum svo nánar og góðar vinkonur að vináttan væri hafinu og fjarlægð- inni yfirsterkari. Vinátta okkar var falleg og djúp og hún mun aldrei deyja, elsku hjartans vinkona mín. Hún mun aldrei deyja vegna þess að kærleikurinn, það hljóða skapandi vald Guðs, nær út yfir gröf og dauða. Uns við hittumst næst. Þín alltaf Guðný. Sumarið hefur tekið upp á því að þrjóskast við að koma. Rigningin sem beljar á íslenskri tilveru gæti allt eins verið sorgin í brjósti landsins. Eða þannig hugsaði ég daginn þegar ég fregnaði af andláti fyrrverandi fé- laga míns Sóleyjar Oddsdóttur. Væri sumarið tilbúið að hafna því að koma af því það slokknar á sál sem ber nafn hennar skærustu blóma? Ég svara því játandi. Vitanlega stöðvast tilveran. Sumarið fer í upp- reisn og þverskallast við. Birtan dofnar og næturlangar sólarstundir hætta við að skína. Sóleyin er fallin og allt ætti að staldra við, mest þó af því enginn skilur hvernig svona fal- legt blóm fölnar allt í einu, án fyr- irvara, og deyr. Hún var félagi minn í Kvennaskól- anum og í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hún var félagi minn í Ameríku. Ávallt var það hún sem hafði frumkvæðið. Engu líkara en hún hefði tveggja heima sýnina sem aðeins næmustu sálir hafa og vissi að frumkvæðið kæmi ekki frá mér. Þannig var Sóley. Kom án þess að hika og ávarpaði líf manns allt, spurði um allt með opinn bjartan svip eins og allar áhyggjur hefðu ákveðið að hlífa henni. Hún var þannig: hug- rökk, opin, hrein og bein, aðdáanleg í heilbrigðri forvitni um líf annarra. Í þessu örláta vinfengi bauð hún mér heim stundum og kenndi mér að spila billjard, hló að mér yfir klaufa- skap mínum á sinn góðlátlega hátt. Í menntaskóla kynnti hún mig fyrir fallegustu mönnum sem ég hafði séð, bræðrum sínum tveimur Hirti og Kristjáni. Þeir voru gersemar fyrir henni. Eins og hún voru þeir bjartir félagar, opnir og sanngjarnir og spjölluðu hiklaust um pólitík við unga konu þótt hún væri miður sín af feim- um. Svo varð mér um þegar Hjörtur veiktist að ég átti engin orð en lang- aði þó stöðugt að faðma hann þegar við hittumst fyrir tilviljanir hér og þar. Eins og ávallt létti Sóley fólki hryggð með því að láta ekki af reisn- inni sem hún bjó yfir við bróðurmis- sinn sem var þó örugglega hennar stærsti missir. Í Ameríku tók hún mér af sömu heilindum. Hló að mér um leið og hún bauð mér inn í veröld sína af sama heiðarlega hispursleysinu og ávallt fyrr. Hún gerði mér Ameríku að heimalandi á örskömmum tíma. Svo var það í Edinborg, ekki alls fyrir löngu, að ég sá hana standa í anddyri hafnarkrár mitt í stórri há- tíð. Hátíðin var við höfnina og á milli hennar og mín var mikið mannhaf. Ég gladdist óendanlega við að sjá hana og ætlaði að arka í gegnum hóp- inn og finna hana en ég hætti við af því ég hélt það yrði til þess að trufla eitthvert klukkuverk. Ég vissi um leið að ef hún hefði séð mig hefði allt mannhaf orðið að engu og hún hefði fundið leið sína til mín. Þannig félagi var hún, hrein og bein, gjöful, skýr og björt, hógvær og kyrr í eigin einka- heimum eins og blómið sem hún er nefnd eftir. Mig grunar að þó að sumarið neiti að koma þá fjölgi sóleyjum ósjálfrátt á brjósti þess lands sem ól hana. Hvernig væri annað hægt? Bjartur félagi er eilífur. Um leið og ég votta fólkinu sem næst Sóleyjunni stendur mína inni- legustu samúð vil ég þakka þeim og lífinu fyrir glóandi félaga sem minnti stöðugt á, að fólk þarfnast þess að vera séð og viðurkennt. Það gerði þessi Sóley eins og aðrar sóleyjar jarðarinnar, af náttúrlegri gáfu. Gunnbjörg Óladóttir. Ljós allra ljósa bros í björtum augum fegurð í friðsælli sálu ást í ungu hjarta. (A.S.J.) Okkur finnst það ótrúlegt en hún Sóley vinkona okkar er dáin. Eftir sitjum við með sorg og söknuð í hjarta en eigum fallegar og ljúfar minningar sem við leitum huggunar í. Við kynntumst Sóleyju í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Við komum hver úr sinni áttinni, ólíkar en fjör- ugar stelpur sem tengdumst tryggðaböndum í glugganum við klukkuna. Fljótlega var stofnaður saumaklúbbur og höfum við fylgst að í gegnum lífið eftir að menntaskóla lauk og gengið í gegnum súrt og sætt í traustum félagsskap. Sú erfiða lífs- reynsla að þurfa nú að fylgja vinkonu okkar til grafar er eitthvað sem engin okkar hafði nokkurn tímann leitt hugann að. Margar minningar vakna þegar við setjumst niður og minn- umst Sóleyjar. Það fyrsta sem kemur í hugann er hversu hreinskilin Sóley var. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, talaði um hin ýmsu mál- efni af hispursleysi og var ekki feimin við að tjá skoðanir sínar. Hún leit til- veruna raunsæjum augum og með vangaveltum sínum vakti hún okkur oft til umhugsunar um staðreyndir lífsins. Annað sem kemur sterkt upp í huga okkar er hversu hlý og um- hyggjusöm Sóley var. Það sýndi sig best í uppeldi barna hennar. Þau voru hennar líf og yndi, hún sinnti þeim af ást og alúð og velferð þeirra gekk fyrir öllu öðru. Þessa hlýju sýndi hún líka ættingjum sínum og vinum. Þótt miklar fjarlægðir skildu okkur að fylgdist hún vel með okkur og fjölskyldum okkar og hafði ein- lægan áhuga á því hvernig okkur reiddi af í lífinu. Lífi sínu mætti hún, hvar sem var í heiminum, með kær- leika og jákvæðu hugarfari. Ekki er hægt að hugsa til Sóleyjar öðruvísi en að heyra hláturinn henn- ar. Hún var hláturmild og gat hlegið dátt að ólíklegustu hlutum. Það var alltaf stutt í grínið og gleðina og hún gerði óspart góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðrum. Síðustu ár bjó Sóley erlendis með fjölskyldu sinni en var þó alltaf hluti af saumaklúbbnum. Hún kom heim til Íslands nánast árlega og þá var hist, spjallað, hlegið og kvöldið var svo sannarlega okkar. Við héldum tvisvar sinnum utan í heimsóknir til hennar og voru það yndislegar og eft- irminnilegar ferðir. Sóley var ávallt höfðingi heim að sækja og taldi það ekki eftir sér að hýsa tíu saumaklúbbskellur í sínum húsum. Elsku Lars, Hjörtur, Soffía Jonna, Sole Andrea, Soffía, Rúnar og aðrir aðstandendur. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Minningin um yndislega vinkonu lifir í hjarta okkar. Þúsund kossar. Saumaklúbburinn. Okkur langar með þessum fátæk- legu orðum að kveðja kæra frænku. Þú varst svo góð við okkur og faðmur þinn ætíð svo hlýr. Alltaf þegar þú komst til Íslands gafst þú okkur góð- ar gjafir og við nutum þess að fá að vera með þér og börnunum þínum. Við eigum erfitt með að skilja að þú komir aldrei aftur til okkar. Elsku Sóley, hafðu þökk fyrir allt. Við munum aldrei gleyma þér. Ástarkveðja. Björn, Oddur Rúnar, Agnes og Hjörtur.  Fleiri minningargreinar um Sól- eyju Huldu Oddsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: ÍR- stelpurnar og Brynja Brynjars- dóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar , tengda- faðir, afi og langafi, JÓN MARINÓ JÓNSSON klæðskeri, Mýrarvegi 113, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. júní kl. 13.30. Hulda Jónatansdóttir, Guðný Jónsdóttir, Ragnar Sverrisson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Birgir Arason, Jón M. Jónsson, Brynja Sigurðardóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og tengdasonar, HAFÞÓRS SIGURGEIRSSONAR, til heimilis á Holtateigi 2, Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Sigríður Sigurðardóttir, Soffía Margrét Hafþórsdóttir, Ólafur Hreinsson, Sigurður Bjarni Hafþórsson, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Hafdís Sif Hafþórsdóttir, Ingi Torfi Sverrisson, Helgi Freyr Hafþórsson, Eva Sandra Bentsdóttir, Karen Ósk Ingadóttir, Birta María Sigurðardóttir, Sigurður Hannesson, Soffía Georgsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts FRIÐRIKS ÁRSÆLS MAGNÚSSONAR, Grundarvegi 2, Ytri-Njarðvík. Ada Elísabet Benjamínsdóttir, Benjamín Friðriksson, Birna Magnúsdóttir, Baldur Friðriksson, Lilja Björnsdóttir, Magnús Friðriksson, María Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR, Blöndubakka 5, Reykjavík. Valdís Jónsdóttir, Björn Finnbogason, Kristján Finnbogason, María Sonja Hjálmarsdóttir, Arndís Finnbogadóttir, Árni Þór Einarsson, Guðrún, Þorgrímur, Dagný og Ásdís Guðmundarbörn og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR JÓNSSON, (Bói), Vallarbarði 3, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild LSH Fossovogi fimmtudag- inn 15. júní. Útförin verður auglýst síðar. Jón Þorleifsson, Sigrún Pálsdóttir, Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, Sigurður Unnar Þorleifsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Þorleifsdóttir, Harrý Samúel Herlufsen, Símon Þorleifsson, Dorthe Møller Thorleifsson, Harpa Þorleifsdóttir, Gestur Már Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.