Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 42
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ER ÞETTA EKKI HUGGULEG STUND? EFLAUST! MAÐUR OG KÖTTURINN HANS! EF ÞÉR FINNST ÞAÐ ÉG SAGÐI ALDREI AÐ ÞÚ MÆTTIR SNERTA MIG “ÓVÆNT„ SINFÓNÍA HYDNS KENNARINN MINN SAGÐI ÞAÐ SAMA OG PABBI HEIMURINN ER VÍST EKKI AÐ FARAST. ÞAÐ ER BARA AÐ KOMA VETUR! ÓTRÚLEGT AÐ PABBI SKULI VITA SVONA HLUTI! HVAÐ ER Í MATINN, HELGA? PENINGARNIR ERU BÚNIR ÞANNIG AÐ ÞÚ FÆRÐ BARA KÁSSU, BÚNA TIL ÚR AFGÖNGUM MÁNAÐARINS SVO ÞAÐ SÉ SAMRÆMI... ...ÞÁ ÆTTI ÉG AÐ KLÁRA ALLT ÁFENGIÐ LÍKA HÉRNA ER ÞRÁÐLAUS ÖRYGGIS- HNAPPUR! HVAÐ ÁTTU VIÐ? ÞETTA ER BARA HUNDAFLAUTA JÁ, EF ÞÚ BLÆST Í HANA ÞÁ KEMUR EINN AF OKKAR ÞRAUTÞJÁLFUÐU ÖRYGGISVÖRÐUM TIL HJÁLPAR NEMA EF VIÐ ERUM UPPTEKNIR VIÐ AÐ GRAFA SUNDUR GARÐINN ÞINN! HVENÆR ÆTLARÐU AÐ HÆTTA ÞESSU, ÁSTIN MÍN!?! ÉG ER UPPTEKIN, ÞEIR GETA BEÐIÐ! ÉG ER LÍKA UPPTEKINN EN ÉG ER SAMT EKKI SÓÐI! ÞAÐ VARST ÞÚ SEM HLEYP- TIR KRÓKÓ- DÍLUNUM ÚT, EKKI SATT? ÞÚ VINNUR FYRIR KRAVEN, ER ÞAÐ EKKI? ÉG ÞARF EKKI AÐ SVARA ÞÉR! ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR EN ÉG HELD AÐ EFTIR SMÁ STUND EIGI ÞIG EFTIR AÐ DAUÐLANGA TIL ÞESS! Dagbók Í dag er föstudagur 16. júní, 167. dagur ársins 2006 Víkverji getur ekkistillt sig um að fara nokkrum orðum um bókabúðir í tilefni af umræðu í Morg- unblaðinu; Höskuldur Ólafsson; Bókaþjóðin sem les ekki bækur – 14. maí, Árni Matt- híasson; Hví skyldum við syrgja bókabúðir? – 20. maí, og Pétur Gunnarsson; Til varn- ar bókabúðum – 3. júní. Þar sem Víkverji varði bernsku sinni voru tvær bókabúðir og eins og eplin voru bækurnar boð- berar jólanna. Það var svo spenn- andi að sjá nýjar bækur birtast í búðargluggunum og Víkverji treindi sér svo lengi sem það var bærilegt að fara inn. En svo héldu honum engin bönd að upplifa hríslandi gleðina, þegar hann handlék nýju bækurnar, bar þær sem ekki voru pakkaðar inn í plast, upp að vitum sér og andaði að sér bókarilminum. Þetta var svo sannarlega hátíðleg stund, að ekki sé nú minnzt á það, þegar sýniseintakinu var flett ofur- varlega og kíkt í innihaldið. Það góða við tvær bókabúðir var að þá var hægt að valsa á milli og lesa svo lengi sem stætt var áður en einhver við- skiptavinur vildi sjá bókina eða þolinmæði bóksalans þraut. Reyndar held ég að bóksalarnir á báðum stöðum hafi vitað af þessari áráttu Vík- verja og séð í gegnum fingur við hann, þegar þeim var ljóst hversu nærfærnum höndum hann fór um bækurn- ar. Víkverji einsetti sér í upphafi hverrar jólabókavertíðar að láta vera þær bækur sem hann vissi að myndu rata í jóla- pakkann hans. En oftar en ekki stóðst hann ekki mátið að kanna hvaða ævintýrum Árni í Hraunkoti lenti, fyrst aðeins til að fá sér for- smekkinn, en áður en yfir lauk var jólabókin til enda lesin við búðar- borðið. Það gerði svo sem ekkert til, því ekkert gat dregið úr þeirri nautn að hreiðra um sig á aðfangadags- kvöld með nammikörfuna innan seil- ingar og lesa bókina sína. Margt hefur elzt af Víkverja, en bókabúðina má hann alls ekki missa. Hann fær enn verk, ef of langur tími líður á milli ferða þangað. Allt árið um kring! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Tónlist | Vegleg útgáfuteiti var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í gær í til- efni af nýjum tvöföldum geisladiski, Medio Tutissimus Ibis, með tónsmíðum Ríkarðs Arnar Pálssonar. Á plötunni er að finna verk af ýmsum toga, allt frá einleiksverkum upp í kórverk, og rösklega 140 tónlistarmenn sem hlut eiga að útgáfunni. Við sama tækifæri var fagnað 60 ára afmæli Ríkarðs og fjöldi ættingja og vina samgladdist honum á þessum tímamótum. Á myndinni ósk- ar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Ríkarði til hamingju. Morgunblaðið/Ómar Fagnað með Ríkarði MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum. (Gal. 6, 10.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.