Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 43 DAGBÓK Námsflokkar Reykjavíkur í samstarfi viðMími-símenntun, Alþjóðahús, ÍTR ogVinnuskóla Reykjavíkur, bjóða upp ásumarskóla og sumarnámskeið sér- sniðin fyrir Reykvíkinga af erlendum uppruna. Börnum á aldrinum 6–12 ára er boðið upp á leikjanámskeið og klúbbastarf ÍTR með íslensk- um börnum í sínu hverfi og fá að auki markvissa málörvun. Unglingum frá 13 til 16 ára býðst eins og innfæddum jafnöldrum þeirra að starfa í Vinnuskólanum, en þeim stendur einnig til boða að fá sérstaka kennslu í íslensku sem tengist dag- legum störfum þeirra. Loks geta fullorðnir sótt námskeið hjá Námsflokkunum þar sem kennd er íslenska og hagnýt samfélagsatriði, og barnapöss- un er í boði á meðan á námskeiðinu stendur. Björg Árnadóttir er forstöðumaður Náms- flokka Reykjavíkur: „Námsflokkarnir hafa í rúm 10 ár starfrækt sumarskóla fyrir útlendinga en með skipulagsbreytingum sem gerðar voru hafa orðið þær breytingar að Námsflokkarnir einbeita sér að fræðslu sem snýr að fullorðnum en Vinnu- skólinn og ÍTR hafa umsjón með námskeiðum fyr- ir yngri aldurshópana,“ segir Björg. „Sumarskólinn er samstarfsverkefni nokkurra stofnana Reykjavíkurborgar og hefur það að markmiði að auðvelda aðlögun innflytjenda á öll- um aldri að íslensku samfélagi. Námskeiðin eru sérstaklega ætluð fólki sem búið hefur hér á landi skemur en í fjögur ár og tekur Reykjavíkurborg þátt í kostnaði verkefnisins. Námskeiðin fyrir full- orðna niðurgreiðir borgin til hálfs, en í mörgum tilvikum styrkja verkalýðsfélög þátttakendur líka. Einnig niðurgreiða sum önnur sveitarfélög nám- skeiðið fyrir sína íbúa.“ Á sumarnámskeiðum fullorðinna fara um 80% kennslutímans í íslenskukennslu og 20% í sam- félagsfræðslu og vettvangsferðir: „Notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir sem höfða til mis- munandi námsnálgunar nemenda. Námsflokk- arnir hafa á undanförnum árum þróað námsefni í íslensku sem notað er við kennsluna. Samfélags- fræðsla er í höndum Alþjóðahúss sem hefur útbú- ið námsefni til þeirrar kennslu,“ segir Björg. „Samfélagsfræðslan felst m.a. í að fræða um réttindi og skyldur íslenskra borgara og um stofn- anir borgarinnar, auk þess sem frætt er um sögu lands og þjóðar og farið í vettvangsferðir.“ Björg segir sumarskólann hafa notið mikilla vinsælda. Hvert námskeið spannar þrjár vikur og er kennt á hverjum degi. Einnig eru í boði kvöld- námskeið þar sem kennt er þrjú kvöld í viku í fjór- ar vikur. Leitast er við að hafa nemendur í hópum eftir upprunamálsvæðum. Fyrstu námskeiðin hefjast 26. júní en frekari upplýsingar má finna á www.namsflokkar.is, www.itr.is og www.vinnuskoli.is. Skráning á nám- skeið fyrir fullorðna er hjá Mími-símenntun í síma 580 1800. Menntun | Íslenskukennsla og samfélagsfræðsla í boði fyrir innflytjendur á öllum aldri Sumarnámskeið fyrir innflytjendur  Björg Árnadóttir fæddist í Reykjavík 1957. Hún lauk stúd- entsprófi frá MT 1977, myndlistarkennara- prófi frá MHÍ 1983 og námi við blaðam.deild Kalix Folkhögskola 1989. Björg starfaði við kennslu og blaða- mennsku á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur starfað við fullorðinsfræðslu og símenntun um árabil og verið forstöðumaður Námsflokk- anna síðan 2005. Hún stundar jafnframt meistaranám í menntunarfræðum við HÍ. Björg er gift Bjarna Bjarnasyni framkvstj. og eiga þau þrjú börn. Heimsleikar í Verona. Norður ♠Á75 ♥ÁK2 ♦G532 ♣D72 Vestur Austur ♠G1094 ♠32 ♥84 ♥G95 ♦ÁK109 ♦876 ♣1094 ♣G8653 Suður ♠KD86 ♥D10763 ♦D4 ♣ÁK Opnu heimsleikarnir fara nú fram í áttunda sinn í Verona á Ítalíu, en um er að ræða fjölþætta bridshátíð, þar sem keppt er bæði í tvímenningi og sveitakeppni í mörgum flokkum. Slíkir leikar voru fyrst haldnir árið 1978 og hafa farið fram á fjögurra ára fresti síðan. Fyrsta mót leikanna var blandaður tvímenningur, en þá spila saman karl og kona. Sem er vinsælt keppnisform, eins og sést af því að 481 par hóf keppni. Bandarísk pör einokuðu verð- launasætin í þetta sinn: Karen McCallum og Matt Granovetter sigr- uðu, Jill Levin og Bobby Levin urðu í öðru sæti, og Joanna Stansby og Lew Stansby hlutu bronsið. Í spilinu að ofan gafst vel fyrir NS að spila þrjú grönd frekar en fjögur hjörtu, því ellefu slagir eru á borðinu í báðum samningum. En margir enduðu skiljanlega í fjórum hjörtum. Einn úr þeim hópi var Frakkinn Alain Levy og hann fékk að sjálfsögðu út tígulás. Vestur gat tryggt sér gott skor með því að taka líka á tígulkóng, en honum hugnaðist ekki sú byrjun þegar makk- er vísaði frá og Levy lét drottninguna hiklaust undir tígulásinn! Vestur skipti því yfir í spaðagosa í öðrum slag. Levy þakkaði fyrir sig með því að taka öll trompin og laufin, og þvinga vestur til að henda frá spaðanum: tólf slagir. Viðamesta mót heimsleikanna í Verona er vafalítið Rosenblum-sveita- keppnin, en þar eru fjórir íslenskir landsliðsmenn meðal þátttakenda, þeir Magnús E. Magnússon, Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Sveitakeppn- in hófst á þriðjudaginn með þátttöku 173 sveita. Í fyrsta áfanga er liðunum skipt í 16 riðla, en fjórar efstu í hverj- um riðli halda áfram keppni og spila langa útsláttarleiki þar til ein sveit stendur uppi ósigruð. Þegar þetta er ritað, eftir tveggja daga keppni, eru Íslendingarnir lang- efstir í sínum riðli. Meira um það á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. d4 Be7 5. Bg2 O-O 6. O-O dxc4 7. Re5 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. Rc3 Hb8 10. Da4 Hb4 11. Dxa7 Rd5 12. Hd1 Bb7 13. e4 Dd7 14. exd5 cxd5 15. a3 Hb3 16. Ra4 Ha8 17. Rc5 Bxc5 18. Dxc5 Hb5 19. b4 Hxc5 20. bxc5 Bc6 21. Bd2 Ba4 22. He1 Bc2 23. Bf3 Hb8 24. Bb4 Da4 25. Bd1 Bxd1 26. Hexd1 h5 27. h4 f6 28. Hac1 c6 29. He1 Kf7 30. He3 He8 31. f4 Kg6 32. Kh2 e5 33. Kh3 e4 34. Kg2 Kf5 35. Kh3 Hb8 36. Hec3 Hxb4 37. axb4 Dxb4 38. H1c2 Db1 39. Hc1 Staðan kom upp í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Torínó á Ítalíu. Norski stórmeistarinn Leif Erlend Johann- essen (2559) hafði svart gegn Ade- rito Pedro (2308) frá Angóla. 39... Dd3! og hvítur gafst upp enda taflið tapað eftir 40. Hxd3 exd3 41. Hd1 Ke4 þar eð svörtu frípeðin væru óstöðvandi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. „Skipta um stóla“ ALLUR hamagangurinn og stóla- skiptin hjá ríkisstjórninni minnti mig á gamlan samkvæmisleik sem við krakkarnir lékum okkur í. Hann var kallaður Skipta um stóla. Settir voru stólar í hring og voru þeir mun færri en þátttakendur og einn var stjórnandi. Þegar hann hafði látið liðið hlaupa nokkra hringi í kringum stólana sagði hann stopp og þá var oft ansi mikið brölt að ná sér í sæti og sumir urðu heppnir og aðrir ekki. Í viðtali í sjónvarpinu við Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráð- herra, stóð Jónína Bjartmarz fyrir aftan hann og brosti mikið, brún og sæt enda mikill lukkudagur hjá henni, nýbúin að fá stól umhverfis- ráðherra. Ég vil óska henni til ham- ingju með stólinn og óska henni vel- farnaðar í starfi. En hún var ekki eins ánægð og brosandi, einstæða fátæka móðirin sem ég heimsótti um helgina eftir að hún hringdi til mín. Hún hafði lent í miklum veikindum og nú var svo komið að hún átti ekki lengur fyrir mat handa börnunum. Þessi saga er ekkert einsdæmi í velferðarríkinu Íslandi. Því miður allt of margir sem svona erfitt eiga. Stjórnvöld spá ekki mikið í þessi málefni enda svo upp- teknir af sínu valdabrölti. Fjölmiðlarnir eru stútfullir af fréttum um þetta allt saman en það þykir víst ekki eins fréttnæmt að fólki eigi ekki fyrir mat handa börn- unum sínum. Ég heyri sjaldnast nokkuð um það í fjölmiðlum. Mér þætti gaman að vita hvert fram- haldið yrði í ríkisstjórninni. Hvort nú muni komast á friður eða hvort haldið verður áfram að skipta um stóla fram á næsta vor. En eitt er víst að fyrir kosningarnar næsta vor mun verða lofað og lofað öllu fögru. En þegar sigur er í höfn á kosn- inganótt gleymast oft furðu fljótt loforðin við fólkið. Þannig hefur það alltaf verið og mun verða uns kjós- endur stíga á bremsurnar og segja stopp. Sigrún Á. Reynisdóttir, form. Samtaka gegn fátækt. Mjög ánægð ÉG er mjög ánægð með Ragnhildi Steinunni í Kastljósinu, hún er frá- bær og yndisleg stúlka. Eins er ég ánægð með morgunleikfimina með henni Halldóru á RÚV. Ég var að lesa fyndna auglýsingu um tilboð á íslenska fánanum: Eigum til nokkra íslenska fána, full- vaxna. Anna. Kettlinga vantar gott heimili TVÆR 9 vikna fallegar, yndislegar, læður vantar gott heimili. Kassa- vanar og blíðar. Upplýsingar í síma 557 3959 og 864 9477. Lykill í óskilum LYKILL á kippu merktur „Raf- magn“ fannst á göngustígnum fyrir ofan Menntaskólann í Hamrahlíð. Upplýsingar hjá Úrsúlu í síma 692 5585. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 16. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Rósa Sigurðardóttir og Gunnar Jóhannesson. Heimili þeirra er í Seattle í Bandaríkjunum. Þau eru að heiman í dag. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is VADDÝ (Valgerður Ingólfs- dóttir) heldur málverkasýn- ingu dagana 15.–30. júní nk. Á sýningunni verða akrýl-, vatnslita-, olíu- og pastel- myndir málaðar eingöngu eftir íslenskum fyrirmynd- um. Landslags-, dýra- og götumyndir úr Reykjavík eru efni í verkum hennar. Þetta er önnur sýning Vaddýjar hér á landi, en hún hefur búið erlendis í rúma þrjá áratugi og hefur tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum. Vaddý sýnir á Byggðasafninu á Garðskaga HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verður í Þingvallakirkju 17. júní kl. 14. Dr. Pétur Pétursson, prófessor, predikar, sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari. Björn Davíð Kristjánsson leikur á flautu. Sönghópur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur syngur. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Messa fellur niður sunnudaginn 18. júní. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðsþjónusta í Þingvallakirkju 17. júní ÞESSI ungi ferðamaður gat ekki á sér setið að smella af mynd þar sem hann stóð undir loftskreytingu á lestarstöð Kölnarborgar. Fótboltaæði hefur gripið heims- byggðina og orðið listamanni inn- blástur til að skapa þetta verk sem minnir óneitanlega um margt á meistaraverk Michelangelos í Sixtusarkapellunni í Róm. Reuters Fótboltamenn í skýjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.